Leita í fréttum mbl.is

Ţjóđlíf í fenjaheimi fjármálaspillingar ?

 

 

 

,,Ţjóđin á ekki fiskinn í sjónum“ segir mađur, sem ađ margra mati hefur lengi veriđ vinalaus og ekki af ástćđulausu. Međ sama hćtti má segja – ,,ţjóđin á ekki landiđ sem viđ búum í“ og margt í svipuđum dúr. Var ekki öll landhelgis-baráttan miđuđ viđ ađ ţjóđin ćtti auđlindina ţegar viđ hefđum eignast alla landhelgina ? Og hvađ meinar ţessi aumingja mađur međ orđum sínum, ţegar ţađ liggur fyrir ađ ţađ er bundiđ í íslensk lög, ađ auđlindir sjávar í landhelgi Íslands, séu eign ţjóđarinnar ?

 

Er ţarna enn eitt dćmiđ um ískalda fyrirlitningu auđmanns gagnvart lögum landsins og stađfestingu á ţví ađ til séu ađilar innan íslenska ţjóđfélagsins sem telji sig standa ofar lögum ? Til hvers var öll baráttan, ef íslenskir hákarlar innan og utan kerfis áttu ađ fá lifibrauđ ţjóđarinnar í sínar hendur og vera ţar almáttugir skiptaráđendur ?

 

Ţađ datt engum lifandi manni í hug ţegar landhelgisbaráttan var í gangi, ađ örfáum árum eftir fullan sigur í ţeim málum, yrđi búiđ ađ afhenda ógeđslegri sérhagsmuna-klíku auđlind okkar og ađ hún myndi halda ţar öllu réttlćti í fjötrum árum saman. Já, og standa ţar bísperrt gegn öllum ţeim ţjóđlega ávinningi af útfćrslu land-helginnar, sem svo mikiđ var látiđ međ, međan baráttan stóđ yfir. Í ţeim gjörningi margfaldađist ógćfa almannahags á Íslandi og auđstéttin barđi sér á brjóst í hrokafullri sigurvímu !

 

Eitt er ţađ sem íslenskir sćgreifar ćttu ađ forđast, og ţađ er ţađ ađ blanda sér inn í siđrćna umrćđu. Líklega vćri ekki hćgt ađ finna óhćfari menn til slíkrar íhlutunar, ţó leitađ vćri um veröld alla. Sumir segja ţađ stađreynd, ađ siđrćnir innviđir manna bresti eftir ţví sem auđur ţeirra eykst. Og flest ţekkjum viđ trúlega dćmi um ţađ ađ aukin, efnaleg stađa gerir engan mann betri sem manneskju. Ţá fer bara svo ađ Mammonsvaldiđ tekur yfir lífsviđhorfiđ og rćđur ţar öllu !

 

Ţađ hefur tvisvar sinnum rekiđ stóreflis hvalreka á fjörur íslenskra sérgćskuafla, í fyrra skiptiđ var ţađ ţegar Ísland var ţvingađ inn í Nató af pólitísku spillingarvaldi međ fylgjandi auđgunar-hyglingum, í seinna skiptiđ ţegar kvótakerfiđ var tekiđ upp međ sambćrilegum hyglingum. Hvorttveggja var til stórrar bölvunar fyrir heilbrigđi íslensku ţjóđarinnar og til ađ margefla peningavald ţeirra sem alltaf virđast tilbúnir ađ leggja allt sitt fram á altari Mammons og ţjóna ţví skurđgođi einu !

 

Á ţessum tveimur gjörspillingarstođum hefur íslenskt auđvald byggt allt sitt veldi á síđari tímum. Og í kringum ţćr hefur spillingarandinn aukist svo í öllu samfélaginu, fyrir illan og stöđugan áróđur, ađ hann hefur náđ ađ eitra nánast allt ţjóđlífiđ og rangsnúa dómgreindar-legri hćfni fjölda fólks !

 

Ţegar siđrćn undirstađa ţjóđar hefur veriđ brotin og nánast mulin niđur af samviskulausu auđvaldi, er hin efnahags-lega skurđgođadýrkun oftast á nćsta leiti. Viđ getum séđ mörg dćmi um vaxandi veldi hennar í íslenskum veruleika í dag, ef viđ bara notum andleg og líkamleg sjónfćri okkar til greiningar málanna. Ţađ er ekki seinna vćnna ađ opna augun til ţeirra hluta. Ţađ vísar enganveginn á gott samfélagslíf, ef allir landsmenn fara í hofmóđi sjálfselskulegra eiginleika - ađ ađhyllast eitthvađ sem gerir ţá alveg vinalausa !

 

 


Bloggfćrslur 16. maí 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 54
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 824
  • Frá upphafi: 381573

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 692
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband