16.7.2025 | 09:53
Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
Þeir eru margir, tauhálsarnir og flibbadúarnir á Vesturlöndum, sem hafa blóð á höndum, hafa lagt sitt af mörkum til múgmorða í öðrum löndum. Slíkir morðingjar þykja ekkert tiltökumál í vestrænum menningarlöndum. Þeir njóta þar valda og virðingar og hafa lengi gert. En hverskonar siðmenningarmat liggur þar að baki ? Hvaða réttlætisgildi felst í því að slíkum morðingjum sé hossað hátt í þeim þjóðfélögum sem hafa lengst af talið sig öðrum fremri ?
Það er engin siðmenningarhugsun fólgin í þeim veruleika og þaðan af síður eitthvert réttlætisgildi. Þar er bara til staðar hin gamla rómverska afskræming þess hvort-tveggja sem aldrei hefur verið unnt að aka á bug vegna viðvarandi spillingarafla álfunnar yfir allan þennan tíma. Öll saga Evrópu er í raun saga um hyllingu á blóðugum morðingjum öld af öld. Þar hefur aldrei verið neitt hreint til í stjórnarfari frá upphafi vega og er ekki og verður líklega seint. Það liggur í hlutarins eðli hvaða lyktir sú saga fær !
Evrópa mun fara afgerandi niður í Sögunni í fyllingu síns örlagatíma, og hljóta þar harðasta dóm sem nokkur heimsálfa mun fá fyrir glæpi og siðlaust framferði frá öld til aldar. Þar gildir það lögmál, að þeim sem mikið hefur verið gefið, verður líka mikið heimtað af, og Evrópa hefði átt að fara miklu betur með sitt pund. Það kemur alltaf að skuldadögum og miðstjórnar-kastalinn í Brussel á ekkert fyrir sér annað en að hrynja. Hann er tímaskekkja sem á sér enga stoð í þeim veruleika sem ríki nútímans standa frammi fyrir. Hann mun því molna niður á næstu árum !
Hvernig stendur annars á því að siðlaus lífstjáning Evrópu hefur aukist, að heita má, jafnt og þétt, líklega frá því um miðja nítjándu öldina ? Auðvitað var evrópskt siðleysi til staðar áður, en frá 1850 eða þar um bil, hefur það sífellt aukist og ekkert lát orðið þar á. Það er víst alltaf hægt að sökkva dýpra. Og mest hefur siðleysið yfirleitt verið í efstu lögum þjóðfélagsgerðarinnar. Flestallir evrópskir leiðtogar á þessu tímabili hafa verið afar sjálfhverfir og athyglissjúkir menn og fæstir þeirra orðið þjóðum sínum til gæfu. Sé farið vestur um haf er myndin litið betri, enda fyrirmyndin fengin frá Evrópu !
Sagt hefur verið að Alice dóttir Theodores Roosevelts hafi eitt sinn sagt um föður sinn : ,,Ef það er skírn vill pabbi helst vera barnið, ef það er brúðkaup vill hann helst vera brúðurin, ef það er jarðarför vill hann helst vera líkið ! Undir þetta gæti Donald Trump örugglega tekið fyrir sína parta og býsna margir evrópskir forustumenn líka !
Sumir menn verða alltaf að vera aðalnúmerið þar sem þeir eru. Það sýnir best hvað sjálf þeirra er óskaplega viðkvæmt og vandmeðfarið. Minnimáttar-kenndin sem þjakar þá sífellt innvortis, krefst stöðugrar meðgjafar af hálfu annarra, svo þeim haldist á trú sinni fyrir eigin mikilleika. En hver er þá mikilleikinn þegar allt kemur til alls og er hann einhver ?
Það hlýtur að vera erfitt fyrir slíka menn að lifa, því líf þeirra getur aldrei verið í eðlilegu fari eða haldist þar. Til þess eru brotalamirnar í sálarlífinu allt of miklar. Svo hverfa þeir einn daginn þegar dauðinn sækir þá eins og aðra. Þá verða þeir bara ofmetið nafn í Sögunni með öllum sínum mistökum og rangindum. Og þegar slíkir menn fara svo að verða dýrkaðir, leiðir það að sjálfsögðu til þess að siðleg viðmið hrökkva niður á við. Og eftir því sem þau verða lægri, opnast fleiri leiðir fyrir slíka menn, og jafnvel enn verri menn, til að komast í dýrlingahópinn !
Þetta er meðal annars skýringin á því hvað siðferði hefur hrakað í Evrópu og reyndar um allan heim. Það verður að lækka persónulegar hæfniskröfur í siðferði sem og öðrum góðum gildum, því það eru engir menn lengur til staðar nógu frambærilegir til að mæta þeim eins og þær voru. Blekkingarþörfin eykst eftir því sem lakar er á málum haldið. Við Íslendingar þurfum ekki að fara langt til að gera okkur grein fyrir samfélagslegum hliðstæðum, fyrir óæskileg áhrif utan úr heimi. Svo miklar kröfur er nú hin mjög svo öfugsnúna menningarbylting Vestur-landa farin að gera hérlendis !
Þar má til dæmis hugleiða stöðu íslenskrar sjómennsku eftir að kvótakerfið kom til sögunnar. Það er nánast hætt að heiðra sjómenn á Sjómannadaginn eins og áður var. Sennilega eru engir taldir þar gjaldgengir lengur til heiðursstöðu. Kvótakerfið kallar ekki eftir íslenskri sjómannastétt eins og hún var. Þar eru viðmiðin gjörbreytt frá fyrri tíð og öll gildi lægri en þau voru, og æ fleiri álíta að kvótakerfið sjálft kalli ekki heldur eftir neinum heiðri !
Og Sjómannadagurinn okkar gamalfrægi, virðist nú að verða lítið annað en innanpíkubleikur bæjarhátíðardagur víða á landsbyggðinni. Þar virðist ekki neitt sjómannaráð lengur í forsvari fyrir hefðbundin gildi dagsins, heldur miklu frekar eitthvert kvennaráð og þá sennilega samkvæmt kröfum tíðarandans. Og hvaða tíðarandi er það ? Er það tíðarandinn sem er að fara með öll heilbrigð viðmið og allt eðlilegt siðferði til fjandans ?
Allt virðist í breyttu fari og Gustur og Gola, sögufrægu róðrarbátarnir okkar hér á Skagaströnd, sjómannadagsbátarnir okkar frá 1948, fá nú að grotna niður þar sem þeir liggja, vegna þess að meðferðin á þeim hefur orðið slík á síðustu árum, að það er sagt að það borgi sig ekki lengur að gera við þá og halda þeim við. Þannig er auðvitað hægt að fara með alla hluti, einkum og sér í lagi og ekki síst þar sem staðlæg menning virðist ekki varin eða metin neins !
Svo nú eru sögulausir bátar bara fengnir að láni frá Sauðárkróki, eins og staða þessara mála er í dag, en enginn veit hver hún kemur til með að verða, þegar enginn á Skagaströnd kann áralagið lengur, og líklega er ekki langt í það. Nú eiga nefnilega allir að lifa á því lofti sem aðrir anda frá sér og það á að nægja þeim að tíðarandatali tómhyggjunnar til vaxtar og viðgangs í öllu !
Slíka steinaldarspeki prédika nýju menningarstaðlarnir, sem reyndar eru komnir fast að lággildum en geta þó vafalaust enn lækkað, ef rangsnúinn tíðarandi krefst þess. Hinar siðlausu siðvenjur virðast blómstra í ónáttúrulegu veldi sínu um allan hinn vestræna heim, og jafnvel blessunin hún Skagaströnd litla fær að finna fyrir sálarlausu áhrifavaldi þeirra, sem engan og ekkert bætir !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 16. júlí 2025
Nýjustu færslur
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
- Um dómgreindarleg skaðaskref !
- Hégóminn er aldrei lífgefandi !
- Litið yfir ljótt svið !
- Höfuðformúla nútíðarandans snýst um sjálfið eitt og framgang ...
- Líklega það versta sem minningu Washingtons hefur verið gert !
- Í eldlínu glóruleysis-stórmennskunnar !
- Blekkingarleikurinn Taka 2 !
- Hvað stjórnar þessari þjóð ?
- Ísland undir arðránsholskeflu Nató !
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 223
- Sl. sólarhring: 231
- Sl. viku: 1079
- Frá upphafi: 389981
Annað
- Innlit í dag: 202
- Innlit sl. viku: 904
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 196
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)