4.7.2025 | 09:42
Höfuðformúla nútíðarandans snýst um sjálfið eitt og framgang þess !
Hvað mörg viðtölin í fjölmiðlum byrja á því að viðkomandi tekur fjálglega fram, að hann eða hún hafi meistaragráðu í þessu eða hinu, frá þessum eða hinum háskólanum. Og jafnvel fleiri gráður en eina. Þar með telst víst manneskjan orðin gjaldgeng í alla umræðu og það sem hún segir, allrar virðingar vert. En er það í rauninni svo ? Er keisarinn í einhverjum fötum ?
Þegar menntun og reynsla fer saman hjá fólki, eru mjög mikil líkindi á því að góð undirstaða sé fengin og til staðar séu ábyrgar og uppbyggilegar manneskjur, sem líklegar séu til að koma mörgu góðu til leiðar í samfélaginu. En menntun án allrar reynslu, jafnvel þó gráður séu fyrir hendi og próf að baki, reynist í mörgum tilfellum ónógur grunnur að hæfni í starfi. Þá er treyst á skólun sem hefur ekki fengið þá nauðsynlegu styrkingu sem reynsla og starfsþjálfun gefur. Og allir ættu í raun að vita að menntaðir asnar eru alltaf, samfélagslega séð, hættulegri en venjulegir asnar !
Það er mikil þörf á því að maður sem fengið hefur góða menntun, hefji störf sem aðstoðarmaður eða samstarfsmaður reynslu-mikils manns og fái við þær aðstæður réttan undirbúning og trausta sýn til þeirra verkefna sem vinna þarf. Þá erum við að tala um upphaf ferils til farsældar. Það er engin viska í því að henda allri ábyrgð á mikilvægum málum í óreyndar hendur. Þar þarf að sýna fyrirhyggju og framsýni. ,,Traustir skulu hornsteinar hárra sala, í kili skal kjörviður segir hin forna speki og sú leiðsögn er jafngild og áður og henni ber að fylgja svo vel greiðist úr málum !
Í dag er hinsvegar orðið mikið um það, að menntunarstigið eitt ræður öllu. Óreyndir menn eru hiklaust settir til ábyrgðar og stjórnunarstarfa þó reynslan sé engin. Blautir á bak við eyrun eiga þeir að fara að stjórna öllu. Gráðurnar frá prófborðinu eiga bara að skila sér, en það gera þær ekki án reynslu, nema í örfáum tilfellum kannski, þegar um afburðamenn er að ræða. Mörg samfélagsleg áföll er hægt að skýra út frá hrokafullu ofmati á lærdómsgráðum, og jafnframt algjöru skilningsleysi og vanmati á nauðsyn reynslunnar !
Skólunin er heldur ekki að skila sér jafn vel og áður, því allt kerfið er keyrt á mun meiri hraða en fyrr. Það gerir það að verkum að ítroðslan verður stöðugt handahófskenndari og ómarkvissari, og aukin óvissa varðandi það, að hve miklu leyti menntunargildið haldist og verði áfram til staðar. Auk þess virðist mjög vaxandi ábyrgðarleysi vera fylgja þess tíðaranda sem vill ráða öllum borgarhliðum nútímans !
Íslenska þjóðin stærir sig af því að menntunarstig hennar sé mikið og gráðufólk þjóðarinnar sterkur og fjölmennur hópur. En þetta gráðufólk virðist að miklu leyti vera ofmetið og virðist líka vera gráðugt fólk að stórum hluta. Þannig að það er nú, ef til vill hreint ekki eins samfélagslega vænlegt lið og margir virðast halda ? Höfuðformúla nútímahyggjunnar virðist nefnilega afar sjálfhverf og snýst fyrst og síðast um egóið. Menntunarmarkmiðið er líklega að hafa háar tekjur og flottan stíl !
Það er löngu liðin sú tíð að fólk sé að sækja hærri menntun til Danmerkur, til að duga landi sínu og þjóð. Andi Fjölnismanna er hvergi á flugi á Íslandi í dag og ekki heldur hinar þjóðlegu hugsjónir Jóns Sigurðssonar. Nú er allt metið til verðs á markaði nútíðarandans og eftir frjáls-hyggjufullum slagorðum hans. Nútíðarandinn vill blákalt setja sinn verðmiða á hvern mann. Þessi kostar þetta og hinn þetta. Hvað kostar þú ?
Erum við ennþá Íslendingar og verðum við Íslendingar áfram ? Eða hvað verðum við í komandi tíð ? Það er ef til vill hin knýjandi spurning dagsins. Erum við kannski þegar komin með verðmiða á okkur, hvert og eitt ? Vilja menn selja sig ESB, vilja menn selja sig Nató, vilja menn fara í einum pakka með Grænlandi í eignarhendur bandarískrar útþenslu, eða gera einhvern ríkan, útlendan Rottuklett að eiganda að Íslandi ?
Er einhver þjóðleg sjálfstæðishreyfing til í landinu nú á þessum allsráðandi markaðs-hyggjutímum ? Stjórnmálaflokkarnir virðast allir hafa geispað golunni hvað það örlagamál Íslendinga snertir. Þingheimur virðist bara sammála um að bulla um smámál, en stóru málin eru ekki nefnd eða þær hættur sem vofa yfir sjálfs-stjórnarmálum Íslands og fullveldi þess. Þar virðist viljinn til þöggunar öllum sameiginlegur. Það er því engin umræða í gangi um það, þegar margyfirlýstar vinaþjóðir okkar eru að flá afkomu-möguleika þjóðarinnar frá henni með svívirðilegu hernaðarlegu arðráni vegna aðildarinnar að Nató !
Fulltrúar þjóðarinnar virðast fúsir til að samþykkja allt yfirþjóðlegt vald í flaðrandi auðmýkt á ráðstefnum erlendis og á þjóðþingi Íslendinga og hvar sem er, eins og aðeins kvislingum væri ætlandi að gera. Við eigum greinilega enga fram-bærilega forsvarsmenn til að tala uppréttir máli fullvalda þjóðar. Hér virðast aðeins undirlægjur erlends valds. Með sama áframhaldi verður engin íslensk þjóð til eftir 50 ár !
Bloggfærslur 4. júlí 2025
Nýjustu færslur
- Höfuðformúla nútíðarandans snýst um sjálfið eitt og framgang ...
- Líklega það versta sem minningu Washingtons hefur verið gert !
- Í eldlínu glóruleysis-stórmennskunnar !
- Blekkingarleikurinn Taka 2 !
- Hvað stjórnar þessari þjóð ?
- Ísland undir arðránsholskeflu Nató !
- Ísland í stórveldaslagnum !
- Það er aldrei sjálfgefið að rata réttan veg !
- ,,Farinn af hjörunum !
- ,,Að frægja land og þjóð ?
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 97
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 861
- Frá upphafi: 388328
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 751
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)