Leita í fréttum mbl.is

Undir alveldi ,,Sölunefndar ţjóđarlífseigna“ !

 

 

Ţađ er sjaldan talađ um föđurlandssvik og föđurlandssvikara á Íslandi. Ţađ er eins og hugtakiđ hafi aldrei náđ ađ mćta neinum skilningsneistum hérlendis. Ef ţađ sem ađrar ţjóđir myndu telja föđurlandssvik kćmi fram í einhverri mynd hér, yrđi líklega bara talađ um sjálfsbjargar-viđleitni, eitthvađ álíka og fyrri tíđar sauđaţjófnađ. Ţađ virđist ţannig vera skođun margra, ađ ţađ sem eigi viđ ađrar ţjóđir, geti alls ekki undir neinum kringumstćđum átt viđ Íslendinga. Hér gildi allt önnur viđmiđ á öllum sviđum !

 

Jafnvel höfđingjarnir á Sturlungaöld, sem voru orđnir hirđmenn Hákonar gamla Noregskonungs, töldu sig áreiđanlega ekki hafa framiđ nein föđurlandssvik, jafnvel ekki eftir örlagadóminn 1262. Ţeir töldu sig öllu heldur hafa tryggt hagsmuni ćtta sinna međ ţjónustu sinni viđ hiđ erlenda konungsvald og ţađ skipti höfuđmáli í ţeirra augum. Ađ svíkja landiđ sitt og ţjóđveldiđ var hreint aukaatriđi í ţví sambandi !

 

Nú virđumst viđ hafa samskonar menn í svipađri stöđu hér í landinu okkar. Ţađ eru ţeir sem gerst hafa hirđmenn Evrópusambandsins. Ţađ eru ţeir sem leggja allan hug á ţađ í dag, ađ koma íslenskri ţjóđ, íslensku sjálfstćđi og íslensku ţjóđfrelsi undir erlent vald. Og hvađ skyldi ţeim ganga til ? Ţeir vonast sennilega eftir dúsum og bitlingum, eins og hirđmanna er jafnan siđur. Ţađ virđist enginn hörgull á ţeim sem ţannig láta !

 

Ţjóđhollusta er slíkum mönnum ekki gefin og verknađur eins og föđurlandssvik er ekki til í ţeirra útreikningum, og kannski heldur ekki til sem hugtak í landinu. Hvernig í ósköpunum fórum viđ annars ađ ţví ađ verđa sjálfstćđ ţjóđ, ađ vinna fullveldi okkur til handa ? Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ hreint kraftaverk á sínum tíma. En líklega er skýringin sú, ađ ţjóđin hefur ţá veriđ međ býsna margt á hreinu sem nú virđist vera týnt og tröllum gefiđ !

 

Sérgćskufull viđhorf Íslendinga hafa magnast međ ólíkindum á síđari tímum. Upp úr 1980, međ frjálshyggju, markađsvćđingu og óheft auđvald ađ vopnum, virđist hafa veriđ gengiđ međ köldu blóđi til ţess verks ađ slátra allri félagshyggju í landinu. Og jafnframt ađ koma ţeim miklu verđmćtum sem félagshyggjan var búin ađ skapa í ţágu ţjóđarinnar, í hendur einstaklinga međ réttan pólitískan lit og bakgrunn. Ţađ var ekki sama hver átti ţar í hlut. Rćningjar láta aldrei ránsfeng sinn fara í hendur óverđugra !

 

Og ţeir sem stálu ţjóđareignum ţá og síđar kunnu til verka, innan kerfis sem utan. Og fjölmargar munu ţćr hafa veriđ sálirnar sem fylgdu međ í ţeim illu gjörningum glćpskunnar sem ţá áttu sér stađ, líklega keyptar ađ fullu frá öllu réttu og siđlegu framferđi fyrir lífstíđ.

 

Glatast mennt í málum hér,

magnast sálarvođi.

Margur týnir sjálfum sér,

sjái hann nóg í bođi.

 

Mammon skilar aldrei neinu af ţví sem hann stelur, hvorki sálum né fjármagni. Föđurlandssvik eru ekki marktćk í hans ríki. Allt hefur ţar sitt verđ og ţar sem verđmiđi er ekki hafđur uppi viđ, ţar er ţví stoliđ sem sóst er eftir. Ţađ er ţví búiđ ađ bregđast flestum ef ekki öllum ţeim hugsjónum sem byggđu upp almenna íslenska velferđ hér á árum áđur. Öllum ágóđa var stoliđ frá ţjóđinni og honum stýrt í einkavasana eins og gert hefur veriđ víđa annars stađar. Í ţví var engin íslensk sérstađa sett upp !

 

Lífskjör venjulegs fólks á Íslandi munu vafalaust verđa ţvinguđ niđur á komandi árum, af ţeim samviskulausa peningaađli sem hér virđist vera hyglađ kerfislega í öllum efnum. Ţeirri blóđsuguklíku sem vill stöđugt heimta til sín öll verđmćti sem sköpuđ eru af almennu launafólki í ţessu landi, án nokkurrar ađkomu ćrlegra viđhorfa, réttlćtissjónarmiđa eđa gildis-hreinna mannréttinda !

 

Barátta sem var talin unnin fyrir almenna lífshagsmuni íslensku ţjóđarinnar fyrir mannsaldri, mun ţví halda áfram um ókomna tíđ, ţar til ránsfengur sérgćsku-aflanna verđur endurheimtur í réttar hendur og íslenska ţjóđin fćr á fullum forsendum ađ njóta ţess sem hún á !

 

 


Bloggfćrslur 16. ágúst 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 303
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1243
  • Frá upphafi: 393821

Annađ

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 1088
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 262

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband