Leita í fréttum mbl.is

Hin rangsnúna framvinda ytra og innra arđráns !

 

Ţegar litiđ er á laun ţeirra sem tilheyra íslenskum elítudeildum, er ekki erfitt ađ sjá ađ ţau eru ekki í neinum samhljómi viđ launakjör í samfélaginu almennt. Ţađ er einhver amerískur stjörnublćr yfir öllum vötnum ţar og hégómadýrđin í kringum kjörin margfaldar sjálfsmynd sem er náttúrulega falskari en nokkuđ sem falskt er. Ţannig hefur íslenskt samfélag á tiltölulega skömmum tíma ánetjast hinu mikla spillingarvaldi, ţeirrar sérgćsku sem keyrir allt sem gott er niđur í hverju samfélagi undir formúlunni altćku – Ég, um Mig, frá Mér, til Mín !“

 

Ţađ er ekki stefnt ađ neinum jöfnuđi í íslensku samfélagi. Enda sagđi ţingmađur mesta ójafnađarflokks landsins í fjöl-miđlum fyrir nokkru ađ á vegum ţess flokks vćri hreint ekki stefnt ađ neinum jöfnuđi. Og enginn virtist hrökkva viđ eđa telja yfirlýsinguna eftirtektarverđa. Ţar var bara veriđ ađ lýsa ţví yfir sem almennt var vitađ, ađ viđkomandi flokkur vćri andvígur mannjöfnuđi og teldi ađ tekjur og veskisinnihald ćtti ađ ráđa virđingarstigi manna í íslensku samfélagi. Og sem fyrr segir, ţađ hrökk enginn viđ ţó ţarna vćri ţví lýst yfir ađ stefna umrćdds flokks rímađi í engu viđ ţá stefnu sem samfélags-sáttmálinn hefur lengstum veriđ talinn snúast um í ţessu landi !

 

Á hvađa leiđ er ţá litla Ameríka ? Ćtla sumir forustumenn ţings og ríkismála hér, ef til vill ađ stefna ađ ţví gera mini, mini, mini eftirlíkinguna okkar Íslendinga af stóru Ameríku - mikla, og ţá kannski prívat og persónulega, jafnvel stćrri en ţađ sem alltaf hefur veriđ miđađ viđ af ójafnađarliđinu ? Varla getur slíkt veriđ til umrćđu hvađ ţá meira, og ţví er vandséđ hvert stefnt er !

 

Ég verđ reyndar ađ játa ţađ, ađ ég hef svo lítiđ álit á ţví liđi sem á hér hlut ađ máli, ađ ég gćti trúađ ţví til hvers sem er. Hjartastöđvar ţess virđast alfariđ vera í Washington, Brussel eđa London, eđa hvar sem er á veskisvćnum átrúnađar-slóđum ţess. Líklega telur ţađ, ađ mannréttindi eigi eingöngu ađ fara eftir flokks-skírteini, en hreint ekki ađ vera almenn. Og auđvitađ er ţá reynt sem mest ađ stefna ađ ţví ađ hafa framvinduna slíka !

 

En sérgćska er ekki mannlegt fyrirbćri. Sérgćska er ómannlegt fyrirbćri. Ţeir sem lifa bara fyrir sjálfa sig, kasta lífi sínu á glć. Ţeir erfa ekki neitt viđ vistaskiptin. Dauđi ţeirra felur bara í sér kaflaskil ađ hinum endanlega dauđa. Sérgćđingar velja sér yfirleitt ţá sjálfs-elskuleiđ og byrgja sjálfkrafa međ ţví vali alla sína sálarglugga fyrir lífi og ljósi. Ţeir eyđa 70 - 80 árum hérvistar sinnar til ađ skapa sér ţađ sem heitir á ţeirra máli ,,betra líf,“ en útkoman fyrir breytnina verđur ţess í stađ eilífur dauđi !

 

Í Bandaríkjunum var ,,góđgerđastarfsemi“ lengi vel, og er kannski enn, nátengd vondri samvisku auđmanna. Menn voru ađ kaupa sér friđ eđa í ţađ minnsta ađ reyna ţađ. Jafnvel John D. Rockefeller lét taka af sér myndir viđ ađ gefa börnum smáaura. Varđandi slíka breytni auđ-kýfinga, hittir hin frábćra íslenska vísa beint í mark sem hljóđar svo : Til ađ öđlast ţjóđarţögn / ţegar ţeir ađra véla / gefa sumir agnarögn / af ţví sem ţeir stela. Hin íslenska ,góđgerđastarfsemi“ er áreiđanlega af svipuđum toga og hér er lýst, fölsk sem ţví nemur, eins og sannast myndi ef glöggt vćri ađ gćtt. Sálarfull sérgćska gefur aldrei neitt af hreinum hvötum !

 

Íslenskt samfélag er blákalt rekiđ út frá ţeirri kapitalísku meginreglu, ađ hinir útvöldu eigi ađ verđa ríkari og hinir úthýstu eigi ađ verđa fátćkari. Hinir auđugu eiga ađ sitja viđ veisluborđ ţar sem ţeim er stöđugt hyglađ međan öđrum stendur ekkert til bođa nema ruđur og bein sem hent er undir hin sömu borđ. Hin íslenska velferđ er blekking, enda getur engin sönn velferđ ţrifist ţar sem ekki er stefnt ađ jöfnuđi og mannlegu réttlćti !

 

Misréttiđ fćr ţá ađ blómstra međ sínum sérgćskufullu afleiđingum, sem aldrei geta orđiđ góđar fyrir samfélagiđ. Viđ lifum á ţeim tímum ţegar ćtlast er til ađ allir mennti sig og noti síđan menntunarstig sitt til eigin framgangs en ekki framgangs ţjóđfélagslegrar hagsćldar. Menntun fólks er ađ mestu hćtt ađ ţjóna samfélagslegum ávinnings-málum, hún ţjónar ţess í stađ persónulegum ávinningsmálum frá A til Ö, samkvćmt hinni altćku formúlu sérgćskunnar !

 

Áriđ 1928, rétt fyrir hruniđ mikla, heyrđist bandaríski járnkóngurinn Schwab hrópa hlćjandi : ,, Haldiđ ţér ađ ég sé ađ fást viđ járnvinnslu, framleiđslunnar vegna ? Ónei ! Ég er ađ krćkja mér í peninga !“ Og enn eru slíkir menn víđast hvar ađ krćkja sér í peninga, ekki vegna framleiđslumála eđa samfélagsţarfa, heldur vegna ţess eins ađ ţeim vantar meira skotsilfur – líklega í ţađ minnsta 30 silfurpeninga !

 

Ţegar almenningur fćr í hendur upplýsingar um tekjur hátekjufólksins á Íslandi, til dćmis í gegnum Tekjublađ ,,Frjálsrar verslunar,“ fćr ţađ jafnframt í hendur skýra mynd af misréttinu og ranglćtinu, sem ríkir í allri launastefnu í landinu. Sú mynd er ógeđslega hrollvekjandi á flestan máta. Ţessvegna er mikil ţörf á ţví ađ fólk haldi vöku sinni og verkalýđshreyfingin verđi ekki gerđ ađ ósjálfstćđri skúffu í gljáfćgđu skrifborđi sérgćskuaflanna !

 

Ţađ eru ađ minnsta kosti tvćr ţjóđir í landinu og báđar telja sig af íslenskum stofni, en ţó eru ţćr klofnar í sundur ađ öllum samfélagslegum skilningi til - og himinn og haf eru milli viđhorfa ţeirra til jöfnuđar og mannréttinda. Ţar sameinar í rauninni afar fátt, ţví sérgćska er eitt og félagshyggja er annađ. Og svo er ţriđja ţjóđin ađ vaxa hér hrađfara upp, og hún er ekki íslensk og verđur ţađ sennilega seint, ađ minni hyggju !

 

Hennar fylgja er hin sívaxandi innrás í landiđ sem er stjórnlaus og hćttuleg og á eftir ađ verđa enn stjórnlausari og hćttulegri. Ţađ er ţví ekki margt sem bendir til ţess ađ friđur muni aukast á Íslandi á komandi árum. Til ţess er hin viđsjárverđa aukning vandamálanna allt of mikil og ekki bćtir ţađ ađ nánast ekkert er gert henni til hömlunar. Ţeir sem eingöngu hugsa um ađ fita sjálfa sig á kostnađ annarra, eins og flestir ráđamenn hér virđast gera, hugsa afskaplega lítiđ um ađ bjarga samfélaginu, jafnvel ţó ţeir sjái ađ ţađ sé margt fariđ ađ ógna ţví. Ţađ ćtti ađ segja okkur, betur en flest annađ, á hvílíkri glötunarleiđ viđ erum sem ţjóđ !


Bloggfćrslur 22. ágúst 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 24
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 579
  • Frá upphafi: 394403

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 489
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband