4.8.2025 | 13:00
Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
Sem Íslendingur, og í eina tíð stoltur af því að vera það, hefði ég talið að það ætti að vera sjálfgefið, að maður ætti að geta verið á fullum forsendum í þeirri stöðu, að geta treyst þjóðþinginu til að halda uppi vöku og vörn fyrir fullveldi Íslands og frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar, í samfélagi þjóðanna. En maður er það bara ekki, og að mínu mati, vantar þar meira að segja mikið á. Og ég verð að segja, að mér þykir það hart að vera í þeirri stöðu !
Þjóðþingið hefur sett svo niður í mínum augum, og ekki síst á síðustu árum, að það er í huga mínum hrollvekju næst. Ef maður skoðar síðustu hundrað árin í ljósi sögunnar, eru afrek íslenskrar þingsögu ekki sérlega mikil að vöxtum, en afglöpin mörg. Og afrek þess meirihluta sem lengstum hefur ráðið þar, hafa, að mínu mati, lítil sem engin verið. Þar hafa margir setið, sem ekkert erindi hafa átt inn á þing, og gerðu þar ekkert gagn, en í sumum tilfellum mikið ógagn varðandi frjálsan málstað þjóðarinnar og þjóðlega, íslenska reisn. Ég tel það mikið vafamál að þau skaðaverk sem þannig hafa verið unnin verði nokkurntíma bætt, því flest bendir til hins gagnstæða !
Við Íslendingar erum lítil þjóð, meira að segja örlítil þjóð, en við eigum að geta leyft okkur að eiga sæmd fyrir því. Við höfum falið þjóðþinginu varðveislu þjóðlegrar sæmdar okkar, en verkin sýna þar merkin og hafa lengi sýnt og þau eru því miður ekki góð. Þjóðþingið hefur - að mínum skilningi - á margan hátt gert okkur Íslendinga enn minni en við ættum að þurfa að vera. Það er ekki að verja fullveldi okkar eða sjálfstæði. Það er alveg ljóst fyrir mínum augum. Ég veit eiginlega ekki lengur til hvers það situr, en mér virðist það ekki vera á neinni öryggisvakt fyrir íslensku þjóðina. Og er þá einhver þar að sinna því sem sinna þarf ?
Að minni hyggju, er þjóðþingið nánast hvergi þar sem það ætti að vera og láta til sín taka. Og þessvegna get ég ekki lengur verið stoltur Íslendingur. Það er meira en sárt að vita og sjá, að það er yfirleitt allt svikið sem hægt er að svíkja, þegar samið er við útlendinga um mál lands og þjóðar. Við virðumst vera orðin eða að verða glötuð þjóð með glatað forustulið. Hin gömlu gildi okkar sem gáfu okkur hér áður fyrr reisn og vilja til heiðarlegrar framgöngu í hvívetna, virðast einskismetin í dag !
Eftir tíu ár eða svo, verða ungir Íslendingar kannski orðnir að fallbyssu-fóðri í komandi styrjöldum Banda-ríkjanna, ef fer sem horfir. Og það er vont að sjá þá blóðugu framtíð vera að hvolfast yfir okkur, forustulausa örþjóð, með allri þeirri bölvun sem því mun fylgja og sennilega mun ganga frá þessari vegblindu og villuráfandi þjóð okkar að fullu innan skamms. Mig tekur því sárt til lands míns og þjóðar, okkar mjög svo útlendinga-herjaða samfélags !
Nei, því miður ! Ég get ekki borið virðingu fyrir þjóðþinginu. Mér er það alveg lífsins ómögulegt. Það er engin manneskja þar lengur sem ég ber virðingu fyrir eða traust til. En þar eru margar persónur nú sem ég hef skömm á og ættu þar sannarlega ekki að vera. Og mér virðist sem það sé stöðugt verið að draga þingið lengra niður á aumara plan með innihaldslausum umræðum, sem oft snúast um ekki neitt, nema þá kannski það eitt - að lýðskrumsfullir ræðumenn eru að reyna að auglýsa sjálfa sig, í gegnum síbyljulega sjálfsdýrkun og með ærnum tilkostnaði fyrir alþjóð !
Á íslenska þjóðin þetta ástand skilið ? Erum við virkilega orðin svo manndómslaus að við eigum þetta skilið ? Ég á erfitt með að trúa því. Ég trúi því miklu frekar, að þjóðin sé töluvert mikið betri en sú mynd sem þjóðþingið virðist hafa einsett sér að gefa af henni, í gegnum það sem kölluð eru störf þess. Sú mynd finnst mér ekki ásættanleg fyrir þann orðstír sem íslenska þjóðin átti forðum og gat sér með drengskap sínum og friðarvilja gagnvart öllum öðrum þjóðum. Þar verður sönn siðbót og rétt viðreisn að koma til !
Við þurfum og verðum að vera þess umkomin að koma fólki á þing sem stendur í lappirnar fyrir þjóðleg réttindi okkar Íslendinga og sleikir ekki skósóla útlendinga frá degi til dags. Aumingja-dómurinn er að fara með okkur í hundana og þaðan á haugana. Það vantar ekki að við hlaupum upp til handa og fóta fyrir allskyns hégómamálum en lífshags-munamál okkar, svo og nauðsynlegir innviðir, fá að sitja á hakanum og grotna jafnvel niður. Fjármunir þeir sem í það hefðu átt að fara til úrbóta, eru sendir úr landi, til Nató eða stríðandi landa, á kolvitlausum villu-forsendum !
Við þurfum að rísa á fætur og standa í lappirnar gegn spillingu og yfirgangi upprennandi innlends, útlendinga-sleikjandi peningaaðals, sem virðist ekki vita neitt um þjóðlega sæmd. Þá gætum við farið að styrkja okkar eigin merg og sannir Íslendingar geta þá vonandi farið að verða til á ný, með stoltum brag. Ef ekki, þá verður hin tilvistarlega Íslandssynfónía senn útspiluð og þjóðleysið líklega eitt framundan hjá úrkynjuðum, enskumælandi áttavillulýð !
Ekkert þjóðlegt sannleiks svar
sálna til er fengið,
þegar allt sem íslenskt var
er frá lífi gengið !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 4. ágúst 2025
Nýjustu færslur
- Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !
- ,,Nú verða allir góðir menn að standa saman !
- Gegn aftökugleði tíðarandans !
- Siðlausar siðvenjur Vesturlanda !
- Um dómgreindarleg skaðaskref !
- Hégóminn er aldrei lífgefandi !
- Litið yfir ljótt svið !
- Höfuðformúla nútíðarandans snýst um sjálfið eitt og framgang ...
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 100
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 672
- Frá upphafi: 391819
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 571
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)