7.9.2025 | 14:10
Heiða Björg fær ,,Marshallhjálp !
Mikil sigling var á málflutningi reykvísku kvenleiðtoganna, þegar þær sameinuðust um að taka við stjórn borgarinnar snemma á árinu, eftir hið mjög svo misheppnaða útspil Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Og það virtist nú margt og mikið eiga að gera þó tíminn væri nú ekki langur til kosninga, en konurnar virtust sannarlega mjög hressar og til í slaginn !
Eitthvað virðist þó samstillingu kraftanna hafa orðið ábótavant og stefnulegur skýrleiki hefur verið heldur bágborinn til þessa. Að vísu er venjubundinn reiðu-leysisbragur á tökum íhaldsins á sinni málefnastöðu í borginni, en væri þar heilsteypt forusta fyrir hendi, væri hinn margbrotni vinstri meirihluti líklega í töluverðri hættu !
Þegar margir ólíkir pólitískir aðilar hugsa sér að mynda stjórnunarlega heild um málefni, er mun meiri þörf en ella á samhæfingu og samvirkri forustu. Sú staða virðist hinsvegar ekki vera áberandi sýnileg hjá núverandi vinstri meirihluta. Borgarstjóri þessarar samfylkingar virðist til dæmis vera í einhverjum erfiðleikum með að fá til sín viðverandi aðstoðar-manneskju og er nú þriðji valkosturinn reyndur í þeim efnum !
Ekki virðist þar sérlega mikil festa í athöfnum og einhver vandræðagangur til staðar sem bendir ekki til þess að styrkar hendur stjórni málum. Það mun varla góðri lukku stýra fyrir hið samvirka gengi í komandi kosningum, enda hefur oft verið erfitt að stýra slíku liði til sigurs !
Íhaldið hefur reyndar verið með afbrigðum seinheppið um alllangt skeið varðandi völd og framgang í borginni. Það hefur glutrað niður mörgum tækifærum til að gera betur, sumpart með óheppilegum frambjóðendum og sumpart með illa skipulögðu kosningastarfi sem höfðað hefur lítið til kjósenda !
Það er eiginlega mjög skemmtilegt, að mörgu leyti, til þess að hugsa, hvað þessum yfirlýsta pólitíska sértrúarsöfnuði ójafnaðarmanna meðal borgarbúa, hefur í rauninni verið mislagðar hendur við að reyna að ná aftur þeim völdum sem í eina tíð voru líklega talin af honum sjálfum vera tryggð um aldur og ævi ! Í þeim efnum hafa klaufastrikin verið svo mörg og mikil, að í sumum tilfellum hafa þau jafnvel nægt til þess að tryggja íhaldinu ósigur ein og sér án afskipta annarra !
En vinstri flokkarnir verða nú samt að reyna sitt til að vinna sigur á eigin forsendum og eigin verðleikum, því það dugir auðvitað ekki að treysta alfarið á það, að andstæðingurinn fremji áfram þau asnastrik sem nægi til ósigurs. Og sú staða er tvímælalaust uppi hjá sumum vinstri framboðunum, eins og málin standa, að hún hefur oft verið betri og þarf að vera töluvert betri, ef sigur á að vinnast að vori !
Að sjálfsögðu skiptir það fólk á landsbyggðinni ekki svo litlu máli að höfuðborginni sé vel stjórnað, en á því hefur oft verið allmikill misbrestur. Og þegar svo til gengur, bitnar það á allri þjóðinni með ýmsum hætti. Sennilega er varla til í veröldinni land þar sem jafn miklu er hlaðið undir höfuðborgina og gerist hérlendis, enda hefnir það sín í mörgu !
Sú alveldisstaða sem þar hefur verið skrúfuð upp með pólitískum hætti, er nokkuð sérkennileg útfærsla á lýðræðis-legum jöfnuði, enda virðist í flestu fremur verið að byggja hér upp borgríki en þjóðríki. Við þær valdaáherslur sem ráðið hafa allt of lengi, hefur landsbyggðarfólk á Íslandi nánast verið gert að einhverri afgangsstærð sem á líklega bara að þegja og hlýða, samkvæmt hinni allsráðandi borgarlínu !
En svo vikið sé að öðru, þá er Róbert Marshall margreyndur maður á mörgum sviðum, og ef honum og Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra reynist fært og mögulegt, út af hugsanlegum og hættulegum egóstíflum, að vinna saman, mun hann vafalítið geta lagt sitthvað gagnlegt til málanna til ávinnings fyrir vinstri meirihlutann og varla mun veita af því !
En samhæfing og samstilling innan eigin raða er samt frumskilyrði fyrir því að kosningasigri verði náð og það á eftir að koma í ljós hvernig Marshall-hjálp Heiðu Bjargar skilar sér í þeim efnum !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 7. september 2025
Nýjustu færslur
- Heiða Björg fær ,,Marshallhjálp !
- Nokkur orð um stríðsglæpinn mikla í Libýu !
- Gjörbreytt þjóðarásýnd ?
- Erum við undirlægjuþjóð allrar fávisku ?
- ,,Upplausn Bandaríkjanna !
- Hin rangsnúna framvinda ytra og innra arðráns !
- Saga síðustu 80 ára : Litið yfir svið þar sem lítið er um frið !
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
- Afneitun á íslenskum fjölbreytileika !
- Nokkur orð um ,,fallega ævikvöldið !
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 204
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 1080
- Frá upphafi: 396673
Annað
- Innlit í dag: 183
- Innlit sl. viku: 945
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 180
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)