6.1.2010 | 19:42
Eru íslenskir hryðjuverkamenn til ? Hvað er einkavæðing ?
Það hefur margur spurt þeirrar spurningar eftir íslenska bankahrunið, hvað einkavæðing sé og hvað felist raunverulega í því að einkavæða ? Áður voru þeir hreint ekki svo fáir sem gáfu sér það bara umhugsunarlaust að einkavæðing hlyti að vera af því góða. Ef þeir hinir sömu væru nú spurðir af hverju þeir hefðu gefið sér það, myndi þeim trúlega nokkuð mörgum vefjast tunga um tönn.
Þeir gera sér varla grein fyrir því að þeir urðu nytsöm fórnarlömb hins gífurlega áróðurs sem gekk í þjóðfélaginu á gullkálfsárunum, þar sem stefnan gekk út á það að ekkert sem arðbært væri mætti vera í ríkisins eigu. Nú hafa þeir sumir hverjir fengið alvarlegar efasemdir um að einkavæðing sé eins góð og ýmsir hafa viljað vera láta og það er náttúrulega vegna þess að bankahrunið var afleiðing einkavæðingar sem fór algerlega úr böndunum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið einkavæðingarflokkur og barist fyrir því með oddi og egg að koma öllum hugsanlegum ágóðaeiningum í þjóðfélaginu í hendur útvalinna einstaklinga. Ríkið á bara að sitja uppi með óarðbæran rekstur.
Þessi arfavitlausa flokksstefna var í rauninni einkavædd sem ríkisstefna á hinum allt of langa valdatíma Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2008, til mikillar ógæfu fyrir þjóðina. Félagshyggjuflokkarnir höfðu lengstum getað dregið talsvert úr því tjóni sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi hvenær sem færi gafst að vinna á velferðarkerfi þjóðarinnar, en þegar Framsóknarflokkurinn afklæddist sínum fyrri flíkum og klæddi sig í frjálshyggjubúning Halldórs-flokkstískunnar, var fjandinn laus og voðinn vís !
Byrjað var á því að verðmerkja allt sem einhvers virði var hjá ríkinu og setja á stofn einkavæðingarnefnd. Lögum var hagrætt með ýmsum hætti svo brottnám ríkiseigna yrði í samræmi við allt sem löglegt átti að teljast, en siðleysið var auðvitað það sama fyrir því.
Svo voru fjölmiðlarnir skrúfaðir upp í það að tala fyrir einkavæðingu og að ríkið eða sveitarfélögin ættu ekki að vera að vasast í rekstri sem skekkti samkeppnisstöðu og væri beinlínis óheilbrigður af þeim sökum. Heilir hópar af nytsömum sakleysingjum voru sendir út af örkinni til að básúna fagnaðarboðskapinn um hinn frjálsa markað sem myndi tryggja hina gullnu framtíð og samkeppni sem myndi skila sér til góðs fyrir almenning.
Og samtímis því var hafist handa við að leiða bestu mjólkurkýr þjóðarinnar út úr ríkisfjósinu og selja þær fyrir slikk í óhreinar hendur. Þvílíkur viðbjóður sem þar var á ferðinni og að hugsa sér hvað menn komust upp með að gera. Aldrei hefur ein þjóð verið rænd svo að segja aleigu sinni við jafn litla mótstöðu. Aðeins þeir sem voru heilshugar félagshyggjumenn sáu teiknin um ógæfuna frá fyrstu tíð, en það vildi enginn hlusta á þá, hvorki mig né aðra slíka. Við vorum sagðir sérvitringar, torfkofaþenkjandi fortíðarsinnar, einangrunarsinnar eða rómantískir draumóramenn. Enganveginn í takt við nýja tíma - tíma gulls og grænna skóga.
Við vildum ekki sjá veisluna sem Árni Matt talaði um og tókum ekki þátt í henni, en bárum kvíðboga fyrir framtíð þjóðarinnar, því eftir fyllirí koma yfirleitt timburmenn !
Og einkavæðing andskotans rændi okkur bönkunum okkar, rændi okkur Pósti og síma og hefði rænt okkur Íbúðalánasjóði líka, ef nokkrir skárri mannanna í Framsóknarflokknum hefðu ekki hysjað upp um sig betri brækurnar, sem reyndar höfðu nærri týnst fyrir heybrókarhátt flokksins, og neitað að ganga svo langt í íhaldsþjónkuninni. Það varð til þess að krafa hinna einkavæddu banka um slátrun Íbúðalánasjóðs náði ekki fram að ganga.
Einkavæðing er í rauninni ránskapur og hreinn og beinn þjófnaður í mörgum tilfellum. Þar er verið í krafti pólitískrar valda-aðstöðu að taka þjóðareigur, verðmiklar rekstrareiningar sem hafa verið byggðar upp, oft á löngum tíma, með skattpenings útlátum almennings, og koma þeim í hendur útvalinna gæðinga pólitískrar sérhagsmunagæslu.
Þetta vita margir og skilja og því hefur mikið verið talað um einka-vina-væðingu !
Við eigum mörg frétta-myndbönd af þeim manni sem mesta ábyrgð bar á einkavæðingarvitleysunni, þar sem hann fer hástemmdum lofsorðum um útrásarsnillingana sína. En það síðasta sem hann sagði um þá alikálfa sína, var hinsvegar, " að við Íslendingar ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna " ! Þeir hinir sömu voru aldeilis ekki óreiðumenn í hans augum þegar hann afhenti þeim bankana okkar fyrir nokkrum árum á silfurfati frjálshyggjunnar..........!
En þjóðin virðist geta gleypt hvað sem er og hún er fljót að gleyma. Fjölmargir vilja ekki muna hvað gerðist, það virðist allt of sársaukafullt fyrir þá. Margir af þeim vilja kjósa sama ógæfuvaldið yfir okkur aftur. Þeir kjósendur virðast helst vilja treysta þeim til endurreisnar sem komu hér öllu á kalda kol. Enn ætla þeir að trúa á bláu höndina, enn ætla þeir að hylla einkavæðinguna og frjálshyggju-trúarbrögðin sem hafa þrýst okkur niður í helvíti hagleysunnar. Hvernig má reisa við efnahag landsins með slíkum ófagnaði ?
Og nú hefur sá maður sem kallast forseti Íslands, hellt olíu á alla ófriðarelda af fullkomnu ábyrgðarleysi. Hann átti sinn þátt í útrásinni eins og réttilega var bent á í skaupinu á gamlárskvöld og ýtti undir ábyrgðarlaus veisluhöldin. Hin lýðskrumsfulla yfirlýsing hans á sínum tíma um gjána milli þings og þjóðar, varð að orðtaki sem margir hömpuðu.
En það gæti farið svo að önnur gjá myndaðist í þessu landi og það jafnvel á næstunni, gjá milli björgunarstarfsins í þjóðfélaginu, þeirra sem vilja lágmarka skaðann af Icesave, og Bessastaða, gjá milli þjóðarinnar og forsetans. Ef slík staða kæmi upp, ætti forsetinn skilyrðislaust að víkja, enda hefur hann orðið því lakari forseti sem hann hefur setið lengur.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt að hann er enginn öryggisventill fyrir þjóðina í embætti forseta Íslands, hann er öllu fremur orðinn að vandamáli í þjóðlífinu !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 92
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 365559
Annað
- Innlit í dag: 88
- Innlit sl. viku: 573
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)