1.4.2010 | 13:01
A N D L E G T V A L D ( Wick Nease )
Hvernig vitið þið hvort þið eigið það ?
Hafa andlegar gáfur mikil áhrif á ykkur ? Syngi einhver eins og engill, segið þið þá : " Vá, en hve yndisleg boðun ? "
Heyrið þið einhvern snjallan ræðumann flétta saman orð með frábærri mælsku, hugsið þið þá: " En hve öflugur boðberi fagnaðarerindisins er þarna á ferð !"
Þær eru dásamlegar - gjafir Guðs !
En andlegt vald er ekki eingöngu gjöf. Andlegt vald er gjöf Guðs samtvinnuð guðlegum persónuleika og það verður aðeins til í lífi sem lifað er í hlýðni við Drottin. Það verður til í gegnum lífshætti sem byggjast á bæn og auðmýkt. Þegar þið eigið gjöf frá Guði ásamt guðlegum persónuleika,er Guð í aðstöðu til að láta andlegt vald og myndugleika streyma inn í líf ykkar. Eitt af grundvallaratriðum þess sem krýnir mann eða konu persónu-einkennum sem fela í sér andlegt vald, er líf í bæn.
Í Markúsi 9:29 myndar Jesú ófrávíkjanlega tengingu milli bænar og andlegs valds. Eftir að lærisveinunum mistókst að kasta illum öndum út af ungum dreng,sagði Jesús : " Þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn ."
VARÐANDI BÆNAGJÖRÐ YKKAR
Hvernig eru bænir ykkar, eru þær eingöngu falleg orð eða eru þær fylltar krafti frá Anda Guðs, fyrir það að þið gangið fram í andlegu valdi Hans ? Það er heill heimur mismunar þarna á milli.
Við getum farið með góðar bænir eða beðið bænir sem eru fylltar krafti Guðs. Hvora bænagerðina viljið þið ástunda í ykkar lífi ?
Látið ykkur ekki nægja góðar bænir. Ég hef þá trú að það sé að sætta sig við það næst besta. Þegar þið biðjið í Nafni Drottins Jesú - viðurkennir himinninn ............. og helvíti líka........ að vald Guðs og myndugleiki er yfir lífi ykkar.
Orð Guðs segir, að það sem við bindum á jörðu skuli verða bundið á himnum, en það gerist ekki aðeins fyrir það að við segjum það sem rétt er. Að hafa rétta " formálann " í orðum okkar veitir okkur ekki andlegt vald. Það er til kenning í þessu sambandi sem lýsir því yfir að ef við segjum réttu orðin, fáum við réttu niðurstöðurnar.
Sú kenning er fráleit ! Það eru ekki eingöngu orðin sem við tölum sem gilda - það er krafturinn á bak við þau, sá kraftur sem aðeins er af Guði gefinn - það er hann sem veitir okkur andlegt vald.
Eitt besta dæmið sem við höfum um fólk sem reynir að nota réttu orðin án þess valds sem Guð gefur, má finna í Postulasögunni l9: 11-l6. " Guð gjörði óvenjuleg kraftaverk fyrir hendur Páls. Það bar við, að menn lögðu dúka og flíkur af Páli á sjúka, og hurfu þá veik indi þeirra, og illir andar fóru út af þeim " .
Viljið þið tala um vald ? Þarna er dæmi um vald ! En þetta vald Páls hafði mikil áhrif á sjö syni tiltekins æðstaprests Gyðinga. Þeir ákváðu að herma eftir Páli. Þessir gyðingar sem voru andasæringamenn er fóru um, tóku og fyrir að nefna Nafn Drottins Jesú yfir þeim er höfðu illa anda. Þeir sögðu : " Ég særi yður við Jesú þann sem Páll prédikar " ( Post. l9:l3 ). " Og þessir ungu menn fylgdust með Páli biðja fyrir sjúkum, þeir höfðu séð mikil kraftaverk. Fólk var læknað og illir andar voru reknir út. Þeir fylgdust með eins og best þeir gátu...... þangað til þeir þóttust hafa fundið út hvernig þeir gætu gert þetta sjálfir, þá sögðu þeir : " Vá, við höfum náð þessu ! Við vitum hvernig þetta er gert ! " Það virtist einfalt - það eina sem þurfti að gera var að nota Nafnið - Nafn Drottins Jesú. Svo þeir notuðu öll réttu orðin......... en með hörmulegum afleiðingum !
" En illi andinn sagði við þá: " Jesú þekki ég og Pál kannast ég við, en hverjir eruð þér ? " (Post.l9:l5). Sjáið til, þeir höfðu formúluna, aðferðina, en þá skorti andlegt vald í lífi sínu !
Þeir voru ekki að ganga fram í hlýðni við köllun frá Guði og Orð Guðs talaði ekki í lífi þeirra. Þar sem þeir lifðu ekki fyrir Drottin höfðu þeir ekki guðlegan persónuleika. Kraftur Guðs gat ekki flætt í gegnum neinn þeirra. Staðreyndin var sú að misnotkun þeirra á Nafni Jesú kom niður á þeim sjálfum. Maðurinn sem þeir voru að biðja fyrir,stökk á þá, yfirbugaði þá og reif af þeim klæðin......svo að þeir flýðu, naktir og særðir, úr húsinu " ( Post.l9:l6 ).
Og hin fullkomna auðmýking var, að allir fréttu af þessu.
" Þetta varð kunnugt öllum Efesusbúum,bæði Gyðingum og Grikkjum, og ótta sló á þá alla og Nafn Drottins Jesú varð miklað " ( Post. l9:l7 ).
Við vitnum oft í versið í Matteusi l6:l9, " Hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum..... " Við reynum orð fyrir orð að binda það illa og djöfullinn vill fá að vita eitt : " En hverjir eruð þér eiginlega ? "
Að hafa í sér andlegt vald er meira en að þekkja aðeins réttu orðin, meira en að vita hvað á að segja eða hafa hæfileika til að bera.
Sumt fólk hefur eignast yndislegar gjafir frá Guði, lækningagáfur eða spádómsgáfur, en svo hefur það einhverntíma síðar byrjað að lifa í mikilli synd. Það kann að vísu að geta látið þessar gáfur koma fram sem Guð gaf því, en allt vald sem það kann að hafa haft, er farið . Vald kemur fram í lífi sem lifað er í hlýðni við Guð. Andlegt vald kemur í ljós þegar líf okkar inniheldur ósigrandi afstöðu í því að leita auglits Drottins, að lifa í auðmýkt, og að þróa með sér guðlegan persónuleika. Það er aðeins þá sem við sjáum kraft og vald Drottins leyst út í gegnum líf okkar.
Andlegt vald ! Jesús á það. Lærisveinarnir áttu það. Eigið þið það í lífi ykkar ? Ég trúi því að Guð vilji leysa þann kraft út í lífi ykkar. Í Matteusi 7:29 sjáum við að Drottinn Jesús var að .. " kenna þeim eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimenn þeirra " .Manngrúinn sat undir boðskap Jesú og allir voru gagnteknir. Hvað gagntók þá ? Hvað hreif þá og vakti svo eftirtekt þeirra ? Það hefur sennilega ekki verið mikill efnislegur munur á því sem Jesú sagði og því sem hinir skriftlærðu sögðu.
Innihaldið var sennilega á svipuðum nótum. Munurinn lá í því að Jesús kenndi þeim sem sá sem hefur vald og kraft til að bera. Mannfjöldinn fann og viðurkenndi kraft Guðs í lífi og framgöngu þessa manns ! Jesús kenndi ekki aðeins með myndugleika og valdi. Hann lifði í þessu valdi, þessum krafti sem Honum hafði verið gefinn af Föðurnum. Guð vill leysa út kraft sinn í lífi ykkar, svo að þegar þið talið,biðjið eða prédikið, sé það gert í valdi Hans, í þeim krafti sem Hann gefur.
UPPHAFNINGIN KEMUR FRÁ GUÐI
Andlegt vald er ekki að finna í nafnbót. Fólk ( eins og hinir skriftlærðu ) getur haft allskonar nafnbætur, alls kyns titla, án þess að eiga kraft Guðs í lífi sínu. Ef þið eigið slíkan kraft í ykkur, munu allir finna fyrir honum. Hann er ekki neitt sem þið þurfið að tala um eða minnast á. Eitt sinn kom ungur maður til mín og sagði við mig: " Wick, þú heldur aftur af mér í trúboðsmálum ! " Nú, ég hafði ekki trú á því að það væri rétt, en ég leitaði Guðs í bæn vegna þess að ásökunin var alvarleg og olli mér verulegum óþægindum. Svo ég sagði : " Guð, er það rétt að ég hafi haldið aftur af þessum unga manni ? " Og ég fann að Guð talaði til mín:" Þú hefur ekki haldið aftur af honum...... Ég hef gert það ! "
Biblían talar mjög skýrt um efni upphefðar. Sálmur 75: 7-8, hljóðar svo: " Því að hvorki frá austri né vestri né frá eyðimörkinni, kemur neinn sem veitt geti uppreisn, heldur er Guð sá sem dæmir, Hann niðurlægir annan og upphefur hinn." Upphafning kemur ekki frá mönnum - hún kemur frá Guði !
Leysing valds fyrir mannlega skipun er aðeins staðfesting þess andlega valds sem þegar er fyrir hendi í lífi viðkomandi persónu. Ef þið gangið fram í andlegum krafti frá Guði, getur enginn á yfirborði jarðar haldið aftur af leysingu þess krafts í lífi ykkar.
Enginn maður, engin kona, enginn andi úr helvíti getur stöðvað Hönd Drottins í því að veita smurningu yfir líf ykkar. Slíkir aðilar geta hugsanlega um stundarsakir tafið fyrir málum, en þeir geta ekki stöðvað blessun Guðs. Og ef þið gangið á vegi hins andlega valds í persónulegu lífi ykkar.... mun Guð setja ykkur í þá stöðu almenns áhrifavalds sem þið þurfið að vera í.
Líf Jósefs er ótrúleg saga sem einmitt kemur nákvæmlega inn á þetta efni. Jósef reyndi stórkostlega leysingu Guðs krafts, þótt hann væri seldur í þrældóm, logið upp á hann og honum varpað án saka í dýflissu. Ekkert af þessu gat stöðvað leysinguna frá Guði inn í hans líf vegna þess að hann gekk fram í hlýðni og auðmýkt fyrir Drottni.
Það sama gildir að fullu fyrir líf ykkar. En þið verðið að leyfa Guði að setja ykkur á þann stað sem samrýmist þroska ykkar og skilningi. Þrýstið ekki á að fá stöðu sem þið vitið að er ofar getu ykkar hvað andlegan kraft snertir. Það yrði ykkur til ófarnaðar og einnig þeim sem þið leiðið !
Munið, að vegna þess að Jósef gekk í gegnum reynslurnar með rétta hugarfarið, urðu þær einmitt til þess að undirbúa hann fyrir stöðu þess mikla valds sem Guð ætlaði að leysa til hans.
JESÚS ER OKKAR FYRIRMYND
Í lífi Jesú birtist andlegt vald fyrir hlýðni, en ekki aðeins fyrir gáfur og hæfileika. Jesús átti ekki þetta vald eingöngu vegna þess að Hann var Sonur Guðs, heldur vegna þess að Hann sem sonur Guðs lagði niður guðdóm sinn og gekk í hlýðni. Hlýðni og andlegt vald er órjúfanlega samtengt.
Þar er ekki hægt að skilja á milli.
Í Jóhannesar guðspjalli l7:4 talar Jesús um Föður sinn og segir: " Ég hef gjört Þig dýrðlegan á jörðu með því að fullkomna það verk sem Þú fékkst Mér að vinna." Hverju kom Jesús í verk þegar Hann gekk um hér á jörðu ? Hvað gerði Hann ? Hann gerði vilja Föðurins ! Vald gengur ávallt hönd í hönd með hlýðninni.
Jesús sagði : " Ekkert getur Sonurinn gjört af sjálfum sér,nema það sem Hann sér Föðurinn gjöra, því hvað sem Hann gjörir, það gjörir Sonurinn einnig." (Jóh. 5:l9 )
Er hægt að segja um ykkur,að þið gerið þá hluti sem þið sjáið Föðurinn gera ? Að þið talið orðin sem þið heyrið Föðurinn tala ?
Það er vegurinn til þess að öðlast andlegt vald !
Guð mun ávallt veita smurningu yfir líf sem lifað er í hlýðni. Hann mun ávallt veita þeirri manneskju smurningu sem leitar auglits Hans - og heyrir og hlýðir Orði Hans.
Það er ekki ætíð það sem við sjáum í ytri mynd manneskjunnar sem hlýtur heiður frá Guði, heldur miklu fremur það sem HANN SÉR hið innra með henni. Sem dæmi um þetta langar mig til að segja ykkur frá kringumstæðum þeim sem ein frægasta prédikun allra tíma var flutt við, ein sú frægasta, að undanskildum þeim sem eru í Biblíunni.
Þessi prédikun er kölluð " Syndarar í hendi reiðs Guðs ". Hún var flutt af Jónatan Eðvarðs á átjándu öld. Það eru ritaðar heimildir til sem lýsa þessum degi, þegar Jónatan Eðvarðs flutti fram boðskap sinn sem nú er svo fræg prédikun. Vitið þið hvernig hann flutti þessa prédikun ?
Jónatan Eðvarðs var ekki mikill prédikari. Satt að segja var hann ekki einu sinni mælskur. Heimildirnar segja, að hann hafi haldið blöðum sínum fast upp að andlitinu ( vegna þess að hann hafði afar lélega sjón ) og lesið af þeim í stað þess að prédika út frá þeim. Hann einfaldlega las orð prédikunar sinnar eins og hann hafði skrifað þau áður. Þessi lýsing bendir ekki til þess að þarna hafi verið til staðar kröftug framsögn. Finnst ykkur það ?
En Andi Guðs féll yfir staðinn. Hann var svo sterkur að safnaðarfólkið greip í stoðir og súlur í salnum og ríghélt í þær, því öllum fannst sem þeir væru að falla niður í sjálft helvíti ! Fólk fór að kveina og gráta vegna þess að það sagðist bókstaflega finna vítislogana brenna við fætur sér !
Trúið mér, mælskufull ræða gefur ykkur ekki slíka smurningu.
Þessi prédikun var flutt með þessum krafti vegna þess að hún kom frá manni sem gekk fram í andlegu valdi - gefnu af Guði.
Sumt fólk heldur að ef þið talið hátt, sé það sönnun þess að þið talið af meira valdi. En stundum talar fólk hærra vegna þess að það hefur lítinn kraft á bak við sig. Fyrirferð táknar ekki vald !
Mælska þýðir ekki vald ! Vald kemur fyrir guðrækið líferni - að þið gerið það í hlýðni sem Guð ætlar ykkur að gera hverju sinni.
HVER ER ANDLEG GETA YKKAR ?
Fá okkar ná því stigi andlegs valds sem Guð ætlar okkur að eiga, vegna þess að við miðum allt við hæfileikana. Við miðum allt við að gera hlutina vel. Við miðum allt við framkomuna, stílinn !
En vinir mínir, viljið þið sætta ykkur við það góða...... eða viljið þið það besta frá Guði inn í líf ykkar ?
Guð hefur notað og mun áfram nota þá smáu í þessum heimi til að veita hinum vitru kinnroða. Eruð þið í hópi hinna smáu sem Guð getur notað ?
Er bæn ykkar á þessa leið ? " Góði Guð, gefðu mér andlegt vald og þann hæfileika að geta snert við lífi fólks, jafnvel þótt enginn á yfirborði jarðarinnar viðurkenni það eða taki eftir því ."
Sé þetta ekki bæn ykkar, ætti hún að vera svona. Við þurfum að elska Jesú svo heitt að við séum reiðubúin að gera allt sem Hann segir okkur að gera. Við þurfum að vera í stöðu fullkominnar auðmýktar og fullkominnar hlýðni svo Guð geti smurt og blessað líf okkar í gegnum kraft Heilags Anda.
Í Matteusi 20:20-23 getum við lesið orð Jesú sjálfs um vald af Guði gefið :
" Þá kom til Hans móðir þeirra Zebedeussona með sonum sínum,
laut Honum og vildi biðja Hann bónar. Hann spyr hana : " Hvað viltu ? " Hún segir : " Lát Þú þessa tvo syni mína sitja Þér við hlið í ríki Þínu, annan til hægri handar Þér og hinn til vinstri ."
Jesús svarar: " Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik sem ég á að drekka ? " Þeir segja við Hann : " Það getum við ." Hann segir við þá : " Kaleik Minn munuð þið drekka. En Mitt er ekki að veita hver situr Mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim sem það er fyrirbúið af Föður Mínum ."
Þessir tveir synir Zebedeusar voru að biðja Drottin Jesú um stöðulegt vald, vegna þess að valdamesta fólkið í konungsríki er ávallt það fólk sem situr til hægri og vinstri við konunginn. Samt sem áður gat Jesú ekki orðið við þessari beiðni og veitt þessum tveimur mönnum þær stöður sem þeir óskuðu eftir. Af hverju ? Af því að, eins og Jesús undirstrikar skýrt í Matteusi 20:23, það er ekki Mitt að gefa !
Í heimslega kerfinu geta stjórnendur veitt stöður fyrir eigið vald og hæfileika, og geta jafnvel neytt vald sitt upp á fólk sem er undir þá gefið. En í Ríki Guðs er þetta ekki á þann veg. Andlegt vald kemur ekki í gegnum ofríki eða veraldlegan styrk.
Raunverulegt vald verður til í gegnum auðmýkt og þjónustulund !
Ungi maðurinn sem kom til mín um daginn var ekki í raun og veru að segja að ég héldi aftur af honum. Hann var öllu heldur að segja,að ég hefði ekki veitt honum stöðu í trúboðsstarfi okkar. Það var það sem hann meinti í raun og veru. En það er ekki mitt að veita slíkt. Það er aðeins mitt hlutverk að viðurkenna það sem Guð hefur þegar gefið til viðkomandi persónu.
Vitið þið eftir hverju ég leita í fari manneskju sem ég ætla að setja í leiðandi stöðu ? Ég leita eftir anda auðmýktar og þjóns hjarta - jafnframt þeim hæfileikum sem þörf er á í leiðtogastarfi.
Eitt sinn valdi ég " minn" mann í stöðu sem fól í sér vald og það voru meiriháttar mistök. Það kenndi mér að láta Guð um valið .
Hver er andleg geta ykkar ? Hver sem hún er, þá trúi ég því að Guð vilji auka hana og efla. Hann vill gera ykkur kröftug í bæn og öflug í trúboði ! Eins og við sáum í dæmi Jósefs, verður allt að hafa sinn gang.
Í því þroskaferli styttir enginn sér leið. Eina leiðin til að öðlast andlegt vald er í gegnum það að lifa guðrækilegu lífi .
=================
Eftirmáli:
Þessi grein er eftir Wick Nease sem hefur lengi verið einn af leiðtogum hreyfingarinnar Ungs fólks með hlutverk ( Youth With A Mission ). Hann hefur prédikað og kennt og þjálfað fólk til starfa á trúboðsakrinum.
Undirritaður þýddi þessa grein og megi hún verða öllum þeim blessun sem vilja lesa kristilegt efni með fúsum vilja, opnum huga og þreyjandi hjarta.
(RK)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2010 kl. 00:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)