3.4.2010 | 17:12
ANDLEGUR HERNAÐUR
( Dean Sherman )
Það getur verið að þið haldið, að andlegur hernaður sé aðeins fyrir það kristna fólk sem af einhverjum ástæðum er " inn í slíkum hlutum " - eða fyrir óþekkta trúboða sem starfa á myrkum, heiðnum stöðum. Mér þykir leitt að þurfa að segja ykkur að málið er alls ekki þannig. Ég vildi óska þess að við gætum öll átt heima í Disney landi, en við getum það ekki.
Það er til raunverulegur djöfull og það eru til raunverulegir illir andar.
Og sérhver kristinn einstaklingur stendur í raunverulegu stríði - örvæntingarfullu stríði, upp á líf og dauða við andstyggilegan óvin .
Þið getið sagt : " Nú, er það þannig. Ég er ekki viss um að ég sé tilbúinn að taka þátt í slíku - það er ekki í mínum verkahring. Ég er eiginlega bara í tónlist ." Eða þið gætuð hugsað á rangan veg : " Ef ég læt djöfulinn í friði, lætur hann mig í friði ."
En stríðið er í fullum gangi og við erum þátttakendur í því hvort sem okkur líkar það - eða erum sammála um það . Það er ekki aðeins fyrir einstaka kristna menn og það er ekki aðeins fyrir einhvern afmarkaðan tíma.
Stríð er í gangi hjá sérhverjum kristnum einstaklingi í 24 klukkustundir á sólarhring, sjö daga í viku, 365 daga á ári. Þið eruð aðilar að andlegum hernaði hvort sem þið vitið það eða ekki - Biblían staðfestir þetta afdráttarlaust í Efesusbréfinu 6:10-18 svohljóðandi : " Að lokum : Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar Hans. Klæðist alvæpni Guðs til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan sem vér eigum í er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðar boðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs Orð.
Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda, verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum..."
Þarna hljómar viðvörunaróp úr Biblíunni til okkar allra ! Verum á verði hverja stund. Verum sterk. Setjum herklæðin á okkur ..... þið eruð í ólgandi stríði ! Og árásin kemur ekki frá fólki - heldur frá ósýnilegum verum.
Það er nafnalisti til í helvíti og nöfn ykkar eru á honum .
Það er athyglisvert að í þessari ritningu er notað orðið " glíma " til að lýsa baráttunni. Skipulögðustu íþróttamenn sem ég þekki eru glímumenn. Í fótbolta, körfubolta og flestum öðrum íþróttagreinum fá leikmenn hlé til að kasta mæðinni. En ekki í glímu.
Glímumaðurinn verður að vera í fullkomnu formi. Þegar hann er einu sinni kominn í hringinn verður hann að vera á verði hvert augnablik, annars mun andstæðingurinn negla hann á mottuna.
Kristnir menn geta ekki sagt :"Nú er hlé, djöfull, ég þarf að kasta mæðinni ." Hann gefur ekki frí um helgar eða á mánudögum. Hann fer sér ekki hægt þegar þið eruð að ganga í gegnum sorg eða illa stendur á fyrir ykkur.
Einmitt þá setur hann fullan kraft á. Hann er hinn upphaflegi óheiðarlegi andstæðingur, sá sem sparkar í þann liggjandi. Hann er algjörlega illur !
Hann hefur enga tilfinningu miskunnar, samúðar eða yfirleitt nokkuð sem miðar málin við heiðarlegan bardaga. Það er enginn æfingatími veittur eða upphitun. Satan er í raunverulegri orustu við hvert og eitt okkar.
Við þurfum að kunna á varnarkerfi andlegs hernaðar svo við séum fær um að stríða á móti.
ÞRJÚ STIG ANDLEGS HERNAÐAR
Við þurfum að þekkja stöðuna og viðurkenna hana :
Að viðurkenna það sem staðreynd að þið eigið í stríði er stór hluti af sigri, því að þekkja aðferðir óvinarins er að vera í ljósinu - og djöfullinn vinnur í myrkri. Hann nýtir sér á allan hátt andvaraleysi okkar, en þar sem ljós er fyrir, þar kemst hann ekki upp með fyrirætlanir sínar.
Biblían kennir okkur að vera á verði, sem þýðir að hafa augun opin. Við verðum að horfa til Jesú allar stundir - en við þurfum líka að fylgjast með djöflinum. Biblían segir að við megum ekki vera skeytingarlaus heldur eigum við að standa ákveðin í gegn því sem djöfullinn ætlar sér.
Fjendurnir sem við er að glíma eru ekki " slæmar bylgjur " eða " neikvæð orka í alheiminum " eða " myrka hliðin á kraftinum ".
Þarna er um að ræða persónuleika sem hugsa, tala, skoða og skipuleggja hernað (II.Kor.2:11,Ef.6:ll ).
Ef við erum á verði, munum við læra að þekkja hernaðar-aðferðir óvinarins í lífi okkar jafnt sem í þjóðfélaginu. Sjáið þið ummerki sársauka og höfnunar í lífi ykkar ? Eða eigið þið kannski við að stríða sjálfsvígs-hugsanir, kannski angrar ykkur hægvirkur en banvænn flótti frá veruleikanum í gegnum eiturlyf og svall. Virðist ef til vill eitthvað stöðugt í gangi sem heldur fjölskyldum ykkar eða kirkju í eilífum deilumálum ?
Leitið að hernaðaraðferð óvinarins og skilgreinið hana út frá leiðar-merkjunum. Farið að því búnu yfir í næsta stig sem er -
AÐ NEITA -
Að hafna Satan er stöðuhernaður. Þegar þið hafið áttað ykkur á því hvað hann er að aðhafast, hunsið það þá og forðist það . Snúið ykkur undan og byrjið að lofa Drottin og lyfta Honum upp. Neitið að láta særa ykkur. Neitið að verða reið. Látið hlutina bara ganga yfir. Það er hernaður !
Ekkert sigrar óvininn hraðar en það að hunsa það sem hann er að reyna að magna upp.
AÐ STANDA Í GEGN -
Það er virkur hernaður,framtakssamur hernaður. Okkur er sagt : " Standið í gegn djöflinum og hann mun flýja frá ykkur " . Guð mun ekki standa í gegn honum - þið verðið að gera það. Talið til hans og segið: " Djöfull, ég brýt þessa árás niður í Jesú Nafni, þú hefur verið að gera mér þetta í l5 ár, en ég stend í gegn þér og þetta er búið mál fyrir þig ." Hann reynir ef til vill sex sinnum aftur, en þegar þið hafið sannfært hann um að þið séuð sannfærð um andlegt vald ykkar, mun hann hætta.( Jakobsbr. 4:7 og I. Pét. 5:9 )
HVERNIG HÆGT ER AÐ HALDA JAFNVÆGI
Hvernig getum við gengið til orustu án þess að verða alveg upptekin af illum öndum ? Það þarf að forðast tvenna öfga . Sumt fólk venur sig á að kenna djöflinum um allt sem aflaga fer, það segir í sífellu : " Þetta er djöfullinn " ! Fólk af þessu tagi er sérlega opið fyrir áhrifum þunglyndis og áþjánar. Það þekkir alla andana og " undir-andana ".
Það getur sannarlega orðið óheilsusamlegt að sökkva sér þannig niður í þessi efni. En svo eru aðrir sem viðurkenna aldrei að djöfullinn sé að gera eitthvað. Þeir vilja bara ekki leiða hugann að því. Þeir segja : " Við skulum ekki vera að auglýsa djöfulinn . Beinum aðeins sjónum okkar til Drottins ." Þeir geta verið óttaslegnir eða kannski vilja þeir ekki verða eins og sumir sem þeir þekkja sem eru uppteknir af djöflinum. Því miður getið þið ekki gert óvininn að engu með því að neita að viðurkenna tilvist hans.
Svo, hvernig farið þið að því að haldast í jafnvægi ?
Gangið ekki út frá því sem vísu, að djöfullinn sé á bak við eitthvað, en útilokið það ekki heldur. Hvernig getið þið komist að því ?
Spyrjið Guð ! Þegar Hann sýnir ykkur hvernig í málum liggur, þá er það í gegnum það sem Biblían kallar " greiningu ".
Verið á verði fyrir því sem djöfullinn gerir, en látið ekki athafnir hans hafa of mikil áhrif á ykkur. Að vera á verði mun ekki skaða ykkur - Biblían varar stöðugt við illum öndum og Satan. En ef þið fallið í þá slægðargildru að vera of upptekin, þá fær Satan ykkur til að einblína á sig. Þá munið þið enda í þeirri stöðu að búa við stóran, margbrotinn djöful og tiltölulega lítinn Guð í huga ykkar. Finnið út hvað djöfullinn er að gera, en eyðið meiri tíma í að hugsa um Guð og mikilleika Hans.
HERNAÐUR : VÖRN OG SÓKN
Við þurfum að sigra djöfulinn á tvennum vígstöðvum. Á varnarvígstöðvunum og í sóknarstöðunni. Drottinn gaf okkur vopn og verjur, sem þýðir að við erum undirbúin fyrir hvorttveggja. Ef þið eruð kristin, þá eruð þið viðbúin ! Kristur er herbúnaður okkar, réttlæti, hjálpræði og sannleikur.
Munið " Meiri er Hann sem í mér er en hann sem er í heiminum " .
Við getum verið " sterk í Drottni og í krafti máttar Hans. " Svo látum hinn veika segja " Ég er sterkur " ( Jóel, 3:10, II.Kor.10:4.
Varnarhernaður hefur með ykkur að gera sem einstaklinga. Það má nefna í þessu sambandi þekkt orðtak sem í lauslegri þýðingu er á þessa leið : " Djöfullinn hatar þig og er með hræðilega áætlun varðandi líf þitt. Efesusbréfið 6:l3 talar um að : " að hafa gert allt, að standa fastur fyrir " .
Í íþróttum er starfið í vörninni að standa fyrir framan markið og halda andstæðingunum úti, frá markinu. Við berjumst ekki til að frelsast eða vera frelsuð. Það er gjöf Guðs náðar og Hann getur séð til þess að við föllum ekki. En við verðum að verja skuldbindingar okkar fyrir árásum óvinarins, lygum, tælingum og freistingum. Við verðum að gefa eftirfarandi yfirlýsingu : " Ég stend fastur fyrir, djöfull, og þú munt ekki komast í gegn hér . "
ÞRJÚ SVÆÐI SEM VERJA ÞARF -
Hugur ykkar :
Djöfullinn elskar það að senda hugsanir inn í huga ykkar. Þið getið verið endurfæddar manneskjur og himintengdar, en ef þið alið með ykkur rangar hugsanir, verður áhrifamáttur ykkar á jörðu stórlega skertur. Við verðum að heyja stríð gegn hugsunum sem samræmast ekki sannleikanum. Gegnumlýsið hugsanir ykkar. Segið hreint út við ykkur sjálf : " Heyrið þið, hugsanir, hvaðan komið þið ? " Sé um að ræða hugsun hroka, ótta vantrúar, losta, áþjánar eða fordæmingar, verður að kasta henni út.
Það er nokkuð sem verður að gera. Neitið að dvelja við slíka hugsun. Snúið huga ykkar til Guðs og látið hann sameinast Orði Hans ( II.Kor.10: 3-5 )
Hjörtu ykkar :
þessu tilfelli táknar " hjarta " hegðunarmynstur ykkar og tilfinningar. Rangt hegðunarmynstur er drepandi, Í Efesusbréfinu 4:27 er okkur kennt að sem kristið fólk séum við að veita djöflinum færi á okkur ef við glímum ekki við ranga afstöðu okkar til mála. Hroki, uppreisnargirni, skortur á fyrir gefningu og þrætugjörn viðhorf opna upp á gátt dyr fyrir óvininn til að komast inn í líf ykkar, hjónabönd, kirkju ykkar, þjóð ykkar og heim. Djöfullinn hefur aðeins aðgang að heiminum í gegnum mannlega synd og eigingirni. Jesús sigraði allt vald illra anda á krossinum fyrir 2000 árum, en Satan er enn virkur að svo miklu leyti sem fólk leyfir honum að vera það. Nákvæmlega þannig er það ! Syndarar eru ekki þeir einu sem leyfa honum að starfa. Kristið fólk leyfir honum að starfa og það á sér stað þegar við hefjumst ekki handa gegn röngum viðhorfum hjá okkur sjálfum .
Efesusbréfið 4:26 segir okkur : " Látið ekki sólina setjast yfir reiði
ykkar . " Svo við verðum að glíma við allar rangar tilhneigingar með reglubundnum hætti - það er - eins og að fara í sturtu eða bursta tennurnar. Það er einfaldlega hlutur sem við verðum að gera.
Við afklæðumst gamla manninum og íklæðumst þeim nýja. Það heldur djöflinum niðri. Orðskviðirnir, 4:23 segir : " Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru........
Munnur ykkar :
Munnurinn er kröftugt tæki og djöfullinn veit það. Munnur okkar hefur andlegt vald til góðs eða ills. Sami munnurinn getur sagt fram blessun eða bölvun .( Jakob.3:10 )
Orð okkar geta verið farvegur fyrir mannlegan anda, Heilagan Anda eða illan anda ! Djöfullinn elskar að fá okkur til að tala vantrúarorð, iðka slaður og söguburð og beita hörðum og særandi orðum. Mörg okkar bera innra með sér sár vegna einhvers sem sagt var við þau fyrir mörgum árum. Látið djöfulinn ekki bera fram bölvanir í gegnum munn ykkar. Hugsið ! Biðjið bænina hans Davíðs í sálmi l4l : 3 , biðjið eins og hann bað : " Settu vörð,ó,Guð,um tungu mína, haltu vörð um dyr vara minna. "
AÐ HERTAKA HLIÐ HELJAR
Sóknarhernaði er beint að heiminum í kringum ykkur. Það er hernaður til að efla Ríki Guðs í þjóðfélaginu. Í íþróttum reynir sóknin að finna leið yfir, undir, í kringum eða í gegnum andstæðinginn - að markinu ! Því miður er það svo í andlegum hernaði, að margir kristnir stunda aðeins vörn.
Þeir vona bara að þeir geti haldið djöflinum fjarri frá sunnudegi til sunnudags. Þeir biðja fyrir því að leiknum ljúki með núlli gegn núlli.
En leiðinlegt ! Við skulum vera í sókn. Það er leiðin sem Jesús lýsir í Matteusi l6:l8 : " Ég mun byggja kirkju mína og hlið heljar skulu ekki standast gegn henni ." Sóknarhernaður er að taka frumkvæði gegn hliðum heljar. Þau standast ekki ef við leggjum til atlögu gegn þeim - en þau munu haldast við ef við ráðumst ekki á þau. Við þörfnumst herstjórnar í bæn og þjónustu til að brjóta niður hlið heljar. Þessum hliðum er lýst í Efesusbréfinu 6:l2. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að íhuga þann ritningarstað vel.
STJÓRNENDUR ÞESSA HEIMS -
Óvinurinn er á höttunum eftir yfirráðum, því hann vill stjórna öllu á þessari jörð. Mannlegar stofnanir og leiðtogar þeirra eru uppsprettur valds, svo hann sækist eftir því að stjórna þeim.
Aðalaðferð hans í þessum hernaði er að fela andaverum að ráðast á ríkjandi valdastofnanir, svo hann geti náð tökum í gegnum þær . Allt hið mannlega samfélag er byggt upp sem valdastofnanir : Hjónaband, fjölskylda, kirkja, skóli, viðskiptalíf, ættir, klúbbar, fjölmiðlar, verkalýðsfélög, borgir og þjóðir.
Andaverur fá það hlutverk að ná yfirráðum í þessum stofnunum og stjórna þeim. Eins og múrar voru utan um borgir til forna, þá er vald eins og veggur utan um hverja stofnun mannfélagsins. Þegar yfirvald er óguðlegt eða brotnar niður vegna vanrækslu eða uppreisnar, þá getur djöfullinn troðið sér yfir vegginn . Þess vegna eruð þið í andlegum hernaði með því að vera góðir leiðtogar og traustir fylgjendur . Rómverjabréfið l3: l-3 staðfestir að gott yfirvald hindrar árásir óvinarins. Við stöndum líka í andlegum hernaði með því að vera í bæn fyrir þessum yfirvöldum og fyrir leiðtogum okkar - standandi í skarðinu - byggjandi upp brotna veggi.
( Esekíel l3:3-5,22:30) .
TIGNIRNAR -
Í Daníel 10 er sagt frá engli sem kominn var frá því að berjast í
himingeimnum við veru sem kölluð var " prinsinn af Persíu ".
Síðar í sama kafla er minnst á " prinsinn af Grikklandi " .
Fyrst til eru prinsar af Persíu og Grikklandi, þá eru til prinsar af London, Los Angeles, Japan, Texas og öðrum landssvæðum í dag.
Biblíuleg notkun orðsins " tignir " - sem táknar tiltekið svæði sem lýtur sérstökum prinsi, sýnir að hersveitum Satans er úthlutað landfræðilegum áhrifasvæðum með tilliti til mannfélagshópa þjóðfélagsins.
Það er af þessum ástæðum sem þið getið staðið á landamærum í Afríku með tærnar í landi þar sem þúsundir frelsast í hverri viku og með hælana í landi þar sem nánast enginn kristinn maður er. Til að berjast við þessar tignir, verðum við að biðja landfræðilega og með hliðsjón af mannfélagshópum.
Mannfélagshópar samanstanda af öllum hópum sem sérgreindir eru í þjóðfélaginu vegna sameiginlegra banda eða hagsmuna: börn, eldri borgarar, flóttamenn, samkynhneigðir, þjóðernishópar, tungumálahópar eða atvinnuhópar. Óvinurinn þekkir hvern og einn þessara hópa og áætlun hans felur í sér markvissar árásir á þá.
Sérhver kristinn maður þarf að vera nemi í landafræði. Hvernig væri annars hægt að reka óvininn til baka ?
Við höfum látið óvininn vera í friði við svo margt sem hann er að gera. Hann hefur kerfisbundið verið að blekkja, ánetja og tortíma mannfélagshópum og stofnunum sem enginn kristinn maður hefur beðið fyrir, hvað þá þjónað til.
Hlið heljar eru að verða yfirsterkari. Við höfum valdið til að brjóta þau niður, en við verðum að bera kennsl á þau og hefja sókn gegn þeim. Við verðum að setja það sem markmið að biðja fyrir hverjum mannfélagshópi og veita þar kærleiksríka þjónustu.
ÖFL EÐA VÍGI -
Því meira sem við syndgum, því sterkari tökum nær óvinurinn á okkur. Satt að segja nær hann tökum í samræmi við þá tegund hins illa sem við föllum fyrir. Ef borg gefur sig undir svartagaldur, getur óvinurinn úthlutað svartagaldursöflum. Ef kirkja gefur sig undir deilur og aðskilnað, þá er vígi sundrungar sett á fót. Þessi vígi geta fundið stað sinn í einstaklingum, fjölskyldum, borgum eða hvar sem fólk kýs að beygja sig undir þessi öfl.
Guð getur opinberað hin ráðandi öfl við gefnar aðstæður. Þá getum við notað vald okkar til að brjóta þau á bak aftur í Nafni Jesú.
Stundum getum við brotið niður það sem hefur bundið fjölskyldu,
borg eða kirkju árum saman. Með því að skilgreina þessi öfl getum við forðast áhrif þeirra og lifað í gagnstæðum anda. Til dæmis, ef aflið er ágirnd, getum við gefið örlátlega. Ef það er hroki, þá auðmýkjum við okkur. Þannig förum við kröftuga leið til að brjóta niður vígi.
MYRKRAÖFLIN -
Eitt af helstu herbrögðum Satans er að halda hugum fólks í myrkri.
Hann er faðir lyganna og afvegaleiðari. Milljónir manna eru yfirnáttúrulega blindaðar af flóknu neti lyganna sem hann skapar - eins og guðleysi, þróun, villukenningum, kukli, heimspeki-kenningum og öllum trúarbrögðum heimsins.
Af þessum ástæðum er það svo mikilvægt að lifa í sannleikanum og prédika fagnaðarerindið. Andlegan hernað er ekki hægt að skilja frá því trúboði.
Ef við viljum að myrkrið víki, verðum við að hleypa ljósi inn í það. Kristnir menn sem eru með málamiðlanir hjálpa óvininum vegna þess að fólk nær því ekki að sjá ljósið.
Það eru til staðar andaverur sem reyna að hindra að þið prédikið fagnaðarboðskapinn. Það er ástæðan fyrir því að flestir kristnir menn gera það aldrei. Í gegnum bæn getum við rekið myrkur það á flótta sem sveimar yfir hugum fólks og þannig náð að vekja í því þrá eftir sannleika sem við getum sameinast um með kærleiksfullum og viðeigandi hætti.
AÐ ÞJÁLFA VALD OKKAR
Hvað getum við gert varðandi allt þetta ? Þegar Guð skapaði manninn gaf Hann honum frjálsan vilja. Innifalið í þeim frjálsa vilja var vald yfir jarðarhnettinum. Sálmur ll5:l6 lýsir því yfir:
" Jörðina hefur Hann gefið sonum mannanna " . Við höfum því hið óttalega vald til - að velja . Ef við syndgum og hegðum okkur á eigingjarnan hátt , leyfum við óvininum að komast að. En ef við þjálfum frjálsan vilja okkar og vald í Jesú Nafni getum við rekið óvininn frá. Það er svo einfalt.
Adam notaði vald sitt til að óhlýðnast Guði og opnaði dyrnar fyrir óvininn til að vinna á jörðinni í gegnum fólk. Jesús kom til að endurheimta þetta vald sem Adam gaf frá sér. Kólossubréfið 2:l5 segir okkur að Jesús " afvopnaði " eða svifti djöfulinn öllu valdi. Jesús dó til að eyða verkum Satans sem eru, eins og segir í Jesaja 6l , einfaldlega endalok mannlegra vera sem gefa sig allar á vald syndar og sjálfsdýrkunar.
Eftir upprisuna gaf Jesú þetta endurheimta vald okkur í hendur í Sínu Nafni . Það táknar að Guð hefur gert allt við Satan sem Hann ætlar að gera - nema að refsa honum í lokin.
Að öðru leyti er málið í okkar höndum. Guð sagði : " Standið þið í gegn djöflinum, læknið þið sjúka, kastið út illum öndum, biðjið fyrir því að Ríkið komi og fyrir því að vilji Guðs verði á jörðu sem á himnum. Hvað sem þið bindið á jörðu skal bundið á himnum. Ég gef ykkur vald yfir öllu óvinarins veldi ".
( Jakobsbréf 4:7, Lúkas 10:9,l9, Matteus 6:10,l6:l9, Jóhannes 20:2l -23 )
Guð er að leita að her - fólki sem þekkir vald sitt og vill þjálfa það.
Ef við rísum ekki upp til að reka óvininn á flótta, mun hann halda yfirráðum sínum. Eins og í fyrirheitna landinu gaf Guð sigurinn, en fólkið varð að berjast. Við þurfum að verða svo reið við óvininn að við neitum honum um aðgang með því að beita varnarhernaði - og rekum hann svo á flótta með sóknarhernaði.
Hvar er fólkið sem vill standa í skarðinu fyrir stofnanir þjóðfélagsins , brjóta á bak aftur tignirnar, rífa niður vígin og reka myrkrið frá ?
Vald lögreglumanns gerir honum fátt til þrifa ef hann ekur allan daginn um í bíl sínum. Hann verður að beita valdi sínu.
Í gegnum viðvarandi bænir og vígstöðu sem byggir á því að brjóta niður herbrögð óvinarins munum við sjá breytingar í fjölskyldum, í borgum og í heiminum öllum. Verið eins nákvæm og þið getið í andlegum hernaði. Látið Hinn Heilaga Anda leiða ykkur og efla ykkur þar sem þið þrýstið til baka öflum myrkursins og biðjið Guðsríkið að ofan og inn í hjörtu mannanna.
.....................
Eftirmáli :
Dean Sherman hefur verið meðal leiðtoga Ungs Fólks með Hlutverk ( Youth With A Mission ) um langt skeið. Hann hefur unnið mikið að því að þjálfa fólk til starfa á trúboðsakrinum og þessi grein hans er mikilvægt framlag til að auka skilning okkar á því verki sem kristnir menn eru kallaðir til að vinna á jörðinni.
Undirritaður þýddi þessa grein og megi hún blessa og efla alla þá sem hana
lesa til lifandi starfs í Jesú Nafni.
(RK)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Upplausn Bandaríkjanna !
- Hin rangsnúna framvinda ytra og innra arðráns !
- Saga síðustu 80 ára : Litið yfir svið þar sem lítið er um frið !
- Undir alveldi ,,Sölunefndar þjóðarlífseigna !
- Afneitun á íslenskum fjölbreytileika !
- Nokkur orð um ,,fallega ævikvöldið !
- Sól tér sortna !
- Að bera virðingu fyrir þjóðþinginu !
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 51
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 859
- Frá upphafi: 395184
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 764
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)