22.6.2010 | 21:18
Þrælahald nútímans
Í nútímanum þykir orðið þrælahald náttúrulega ekki gott og því er allt gert til þess að láta slíkan verknað líta nógu vel út á yfirborðinu.
Þrælahald er samt enn til í Afríku og víðar með þeim hætti sem það var stundað á fyrri öldum, en nútíma þrælahald er fyrst og fremst byggt á fjármálalegri kúgun og þekkist líklega alls staðar.
Aðferðin er að hneppa einstaklinga jafnt sem þjóðir í skuldafjötra og halda viðkomandi þannig niðri, hirða smám saman eignir þeirra og auðlindir með allskonar ójöfnuði og nota til þess hvers kyns uppsett lygaákvæði og lagarefjar.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er til dæmis eitt tæki alþjóða auðvaldsins til að handjárna heilu þjóðirnar og þurfum við nú ekki lengur að leita dæma um slíkt erlendis frá, því sá ófögnuður er nú orðinn býsna fyrirferðarmikill hérlendis og leikur sem fyrr sitt ljóta hlutverk.
Nútíma þrælahald er stundað sér í lagi í gegnum banka og allskonar lánastofnanir. Fyrst eru alls kyns freistandi tilboð viðhöfð og almennilegheitin alveg einstök. Svo eftir því sem viðskiptavinurinn flækist meira í snörurnar kemur kröfugerðin meira og meira fram.
Þetta er eiginlega mjög hliðstæð aðferð og notuð er í eiturlyfja-bransanum. Það þarf fyrst að ánetja fólk og það er gert í nafni hjálpseminnar sem sýnir sig svo á seinni stigum sem allt annað og endar stundum sem grímulaus kúgun og ofbeldi.
Þeir aðilar sem viðhafa svona kúgun eru oftast látnir afskiptalausir af yfirvöldum þar sem þeir hafa iðulega sterka stöðu í fjármálaheiminum og geta bitið frá sér, vita margt og þekkja mann og annan og stundum er kúgarinn og yfirvaldið eitt og hið sama.
Þannig getur þrælahald auðveldlega viðgengist í yfirlýstu lýðræðisríki því flestir telja best að láta sem þeir viti ekkert af slíku meðan þeir eru lausir við það sjálfir. Borgaraleg samstaða gegn ranglæti hefur aldrei verið mikil á Íslandi og yfirvöld í þjónustu forréttindahópa hafa vitað það lengi og hagað sér eftir því.
Verðtrygging skulda er eitt tækið sem notað er í gegnum lagasetningar til að tryggja kúgunarrétt lánardrottna. Þumalskrúfurnar skulu vera fyrir hendi þó allt annað hrynji.
Hrunið 2008 var framkallað af græðgi einkavædds bankakerfis og alikálfa sem leiddir voru þar á legg af stjórnvöldum. Íslensk yfirvöld höfðu mikla velþóknun á öllu því sem þessir oföldu kálfar voru að gera, þau gerðu þá út og þjónustuðu þá og það allt til síðustu stundar. Þannig að yfirvöldin sem áttu að vernda hag almennings áttu stóran þátt í hvernig fór, því varðgæslan fyrir réttindum íslenskra borgara var þar ósköp lítið á dagskrá.
Þegar alikálfarnir voru búnir að rústa eignastöðu þúsunda manna, eyðileggja gjaldmiðilinn og skuldsetja ríkið upp yfir höfuð, þá stóð það eftir að skuldir fólks margfölduðust vegna verðtryggingarinnar.
Allt var nefnilega reiknað út frá kolröngu og allt of háu markaðsverði á eignum og sú reikningsaðferð var og er alfarið á ábyrgð yfirvaldanna. Þau ofurseldu almenning í landinu þeim vítiskjörum sem þau sjálf höfðu komið á fót - fjármálafyrirtækjum og fjármagnseigendum í hag !
En laun hækkuðu ekki, þau voru ekki verðtryggð. Allt sem var fólki í óhag hækkaði hinsvegar, verð á öllum neysluvörum, bensín, nánast allt. En í augum kerfisins virðist það engu máli skipta fyrst hagsmunir alikálfa og braskara voru áfram tryggðir á kostnað almennings.
Verri yfirvöld en þau íslensku hafa sýnt sig vera, er varla hægt að hugsa sér í ríki sem á að heita lýðfrjálst. Hér eru yfirvöld sem hafa leitt þegna sína í gildru og eru ákveðin í að reyna að halda þeim þar, í ánauð skulda eftir að eignum þeirra hefur verið rænt í skjóli laga sem hafa verið sett til að kúga og mismuna og koma á nútíma þrælahaldi í landinu.
Það er sama hvort við tölum um kvótakerfið, framsalið, einkahlutafélögin, orkugeirann eða vatnalögin, alls staðar hefur verið vegið að heildarhagsmunum þjóðarinnar.
Júdasar samfélagsins hafa til margra ára verið önnum kafnir við að selja allt sem okkur hefur verið nauðsynlegast að eiga, svo við getum lifað upprétt og það sést nú hvað það getur kostað okkur að slíkir menn séu leiddir til valda.
Frjálshyggjan hefur sannarlega reynst eitt það versta sem dunið hefur yfir þetta land. Í samanburði við hana er gos úr Eyjafjallajökli hreinir smámunir. Það sem sumir menn gera öðrum mönnum er yfirleitt það versta sem gerist.
Við verðum að læra af því sem gerst hefur. Við megum ekki veita þeirri harðsvíruðu svikaklíku völdin aftur sem rændi okkur og svívirti samfélagið. Flokkspólitísk öfl hafa brugðist að langmestu leyti og það þarf að komast framhjá þeim og finna hæfa aðila til að leiða þjóðina.
Félagslegar lausnir eru það eina sem gildir við að byggja upp eftir ábyrgðarlaust frjálshyggjufyllerí stóra Þjóðarógæfuflokksins og fylgifiska hans. Komum í veg fyrir allt þrælahald á Íslandi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 238
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 1112
- Frá upphafi: 375594
Annað
- Innlit í dag: 208
- Innlit sl. viku: 931
- Gestir í dag: 203
- IP-tölur í dag: 202
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)