26.11.2010 | 18:59
Höldum áfram verkinu frá 1944
Í kjölfar hrunsins hefur sú ömurlega staðreynd komið skýrt í ljós, að borgaralegt öryggi hefur í raun og veru verið á brauðfótum hérlendis alla tíð.
Það má segja að aldrei hafi verið haldið áfram að byggja á þeim grunni sem lagður var 1944 með lýðveldisstofnuninni. En grunnurinn var lagður í góðum anda fyrir þá samfélagsbyggingu sem þar átti síðan að rísa. Teikningar af byggingunni voru hinsvegar aldrei útfærðar sem slíkar og því varð skakkturn norðursins að veruleika - upphróflaður á skammsýnisforsendum stjórnvalda frá degi til dags.
Lagaverndin sem sett var um líf og velferð þjóðarinnar hefur af þessum ástæðum og öðrum reynst ákaflega vanmáttug, svo við höfum í raun og veru lifað undanfarna áratugi að miklu leyti í fölskum veruleika hvað öryggi og almenn mannréttarmál snertir.
Nú liggur það hinsvegar fyrir að flestir eru búnir að átta sig á því að stjórnarskráin okkar er ófullkomið plagg, plagg sem var aldrei unnið í upphafi með það fyrir augum að það ætti að gilda óbreytt um alla framtíð.
Það var lagt fram 1944 í sínum byrjunarbúningi og gengið út frá því að áfram yrði síðan unnið að skýrari gerð þess fyrir hagsmuni lands og lýðs.
Stjórnarskráin átti sem sagt að verða miklu fyllri og greinarbetri leiðarvísir fyrir íslenskt samfélag í komandi tíð. En það gekk hinsvegar ekki eftir.
Stjórnarskráin varð þess í stað gerð að hornreku og afgangsmáli í allri stjórnmálaumræðu komandi ára og enginn virtist telja það ómaksins vert að huga eitthvað í alvöru að áframhaldandi vinnu við hana.
Menn voru svo uppteknir í skotgröfum og skæruhernaði flokksmennskunnar að einhver smáatriði, eins og borgaraleg öryggismál, komust aldrei að.
Og vegna þess að það kom ekkert upp á sem leiddi ótvírætt í ljós þennan mikla samfélags-ágalla, liðu árin svo að stjórnarskráin var bara áfram það ófullkomna upphafsplagg sem lagt var fram við lýðveldisstofnunina.
En svo kom efnahagshrunið með sínum hrikalegu afleiðingum fyrir þjóðlífið.
Allt í einu gerðu menn sér grein fyrir því að íslenska þjóðríkið hafði verið rænt, fótunum verið kippt undan velferð þjóðarinnar og borgaralegt öryggi landsmanna augljóslega í þeirri stöðu að hanga í lausu lofti.
Og þó að það lægi skýrt fyrir hverjum heilvita manni, að tilteknir menn í tilteknum hagsmunaklíkum, hefðu farið ránshöndum um ríki og þjóð, virtist ekki stafur fyrir því að slíkt væri í nokkru saknæmt eða nokkur viðurlög við slíku framferði ! Stjórnarfarslegar varnir reyndust þannig meira og minna í skötulíki, enda virðist aldrei hafa verið gert ráð fyrir þeim möguleika að kerfið yrði rænt innanfrá.
Fólkið í landinu, í líki friðsamra dúfna, hafði í grandaleysi sínu fallið í þá gryfju, að láta gráðuga hauka passa upp á líf og velferð þjóðarinnar !
Frjálshyggjan var þeim haukum boðorð þess frelsis, að þeir ættu og mættu deila og drottna að vild. Leiðin til auðs og valda byggðist í þeirra hugsun á því að troða sem mest á réttindum annarra og því flugu þeir í ætið hver sem betur gat.
Og þá kom í ljós sem fyrr getur, að engin stjórnarskrá eða eðlilegt lagaumhverfi var til sem verndaði samfélagið með haldbærum hætti gegn slíkum ófögnuði !
Samfélagslegt varnarkerfi var í rauninni ekki til, borgaralegt öryggisnet var bara nafnið tómt, réttarverndin lítil sem engin.
Samt hafði gangandi kostnaður ríkisins vegna slíkra varna verið mikill en sýnilega aðeins til þess að halda hundruðum manna uppi á launum í kerfinu og það hreint ekki lágum. Eftirlitið hafði þannig bara verið til að sýnast og árangurinn var náttúrulega eftir því.
Þjóðin stóð eins og þvara og hver spurði annan í forundran : " Höfum við virkilega búið við svona hráar forsendur í öll þessi ár og talið okkur í góðum málum ?"
Já, því miður, þá höfum við gert það !
Það dugir nefnilega ekki að byggja grunninn einan í samræmi við góð og fögur gildi. Samfélagsbyggingin þarf að rísa upp af grunninum og hún verður að vera heilsteypt og heilnæm fyrir þá sem þar eiga að búa. Sú byggingarvinna þarfnast aðkomu okkar allra.
Við verðum hinsvegar að byrja á því að fjarlæga skakkturninn - fílabeinshöll forréttindanna - af grunninum. Þar á ekkert rangindabákn heima !
Svo verður að koma fram með stjórnarskrá sem reynist svara til þess mannréttar-samfélags sem við viljum sjá og búa við á Íslandi.
Það verður að setja þjóðhagsleg viðurlög gegn samtryggingar-spillingu óhæfra pólitíkusa og tryggja það að íslenskt samfélag verði hér eftir í takt við hugsun og réttlætisvitund þjóðarinnar.
Eftir það getum við farið að byggja á grunninum frá 1944 þá samfélagsbyggingu sem alltaf var ætlunin að reisa á honum.
Vonandi mun kosið stjórnlagaþing bera gæfu til þess að leggja fyrstu steinana í þá byggingu, svo hún geti orðið sú varða lýðræðis og mannréttinda sem vísað getur okkur - og öðrum - veginn fram á við, til betri tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)