20.3.2011 | 14:54
Háklassahreiður menningarsjúkleikans
Tónlistarhúsið í Reykjavík, byggt á öllum hrokahugmyndum fyrirhrunstímans, er ekki byggt fyrir íslensku þjóðina og þaðan af síður fyrir reykvískan almenning. Hvað sem fuglar eins og Ashkenazy segja, þá er þetta fyrirtæki sett á laggirnar á allt öðrum forsendum en látið er að liggja í ræðu og riti.
Einu tengslin sem þetta tónlistarhof, þetta fokdýra menningarskrípi, hefur við almenning í landinu er að stórum hluta byggingarkostnaðarins hefur verið stolið úr sjóðum þjóðar í kreppu, til hagsbóta fyrir menningarsjúkan háklassa - það sem kalla mætti yfirstétt andskotans í þessu landi !
Hugsið um bruðlið og vitleysuna í gerð þessa húss ! Þarna hefur tugum og hundruðum milljóna króna verið dælt í flókinn arkitektúr, skraut og dellu-útfærslur, sem eiga ekkert skylt við notagildið sem byggingin á að miðast við.
Og þó hefur verið horfið frá ýmsum skýjaborgum þessu viðkomandi - um sinn.
Þarna á íslenski afætu-aðallinn að sitja prúðbúinn og hlusta á tónlist, meðan almenningur berst við hungurvofuna og atvinnuleysið. Þarna á að skapa sömu aðstæðurnar og giltu fyrr á tíð, eins og þegar átjándu aldar slektið gleymdi sér í hámenningunni meðan fólkið átti ekki fyrir brauði. Drottningardruslan í Frakklandi hafði nú þá sitt svar við vanda fólksins eins og margir vita.
Tónlistarhúsið átti sinn primus motor í upphafi eða sinn gúrú sem var Björgólfur Guðmundsson og það er vel við hæfi að óska þess að allt sem honum hefur fylgt verði líka fylgja þessa húss sem hefur hlotið nafnið Harpa.
Af hverju stigu menn ekki bara skrefið til fulls og settu nafnið Davíðsharpa á húsið, var það ekki það eina rökrétta ?
Davíð Oddsson er og verður áreiðanlega áfram goð á stalli í augum flestra þeirra sem munu sækja þetta hús og þá sjúklegu oflætismenningu sem þar verður á boðstólum í nafni forréttindahyskis þessa lands. Þarna mun hæfileikafólk á sviði tónlistar fá að leika fyrir peningaöflin og fá hundsbeinin sín að launum.
Einn mesti hæfileikamaður heims á sviði tónlistar, Mozart, var svo óheppinn að lifa á átjándu öld. Reyndar má eiginlega frekar segja að hann hafi dáið á átjándu öld frekar en lifað. Því Mozart var í raun að deyja hægfara dauða mestan hluta sinnar stuttu ævi vegna skilningsleysis samtíðar sem alfarið var stjórnað af menningarsjúkum háklassaöflum. Og þegar þessum öflum hafði endanlega tekist að drepa Mozart, var hann grafinn í betlaragröf sem enginn veit hvar er í dag.
Minnismerki hans í Zentralfriedhof-garðinum í Vínarborg er ekki við gröf hans því enginn veit hvar jarðneskar leifar hans liggja. Líkamsleifar Beethovens og Schuberts voru fluttar í Zentralfriedhof eftir að grafir þeirra höfðu lengi verið í vanhirðu á fyrri stað.
Snillingar mannkynsins virðast ekki mikils virði nema rétt á meðan þeir eru að skemmta háklassanum !
Sjálfur Bach naut ekki mikillar viðurkenningar á sínum dögum og það var ekki fyrr en Mendelssohn fór að kynna hann um 1825 sem mönnum fór að verða ljóst hvílíkur tónmenntarisi hann var. En menningarsjúkur háklassi skynjar slíkt aldrei með sönnum hætti.
Það eru byggðar tónlistarhallir - ekki fyrir fólkið eða menninguna sjálfa - heldur fyrir hinn menningarsjúka háklassa sem skilur í raun enga heilbrigða menningu því það eina sem hann tilbiður eru fjármunir og völd.
Hitt er bara haft með - til sýnis !
Íslenska tónlistarhöllin er byggð á sömu blóðsugu-forsendunum og giltu á valdatíð hinna allsráðandi aðalsstétta. Hún á fyrst og fremst að vera háklassanum menningarlegt skálkaskjól þegar hann vill koma saman og þykjast postullegur kjarni alls hins góða, göfga og fagra.
Og meðan Mozartar deyja enn hungurdauða víða um heim, sitja svínaldir burgeisar við menningartrogin í tónlistarhöllunum og hrína af ánægju við ofgnótt forheimskunnar.
Ef Hallgrímur Pétursson - okkar gamli Passíusálmasmiður, hefði haft brotabrot af byggingarkostnaði Hallgrímskirkju milli handanna meðan hann lifði, hefði hann aldrei liðið skort. Ef Sigurður Breiðfjörð hefði notið einhvers skilnings hefði hann aldrei dáið úr hungri, ef menn hefðu vitað hvílíkur maður Sigurður málari var hefði hann ekki verið látinn drepast eins og eitthvert kvikindi.
Hvað sagði Hilmar Finsen við kónginn, sem spurði þó þrátt fyrir allt : " Er ekki hægt að gera eitthvað fyrir þennan mann ?
" Jú, svar landshöfðingjans var svar háklassa allra tíma : " Han har inte fortjent noget ! "
Ef listamaður skríður ekki á fjórum fótum inn í menningarskrípin og dansar eftir nótum háklassans, er hann drepinn úr hungri eða myrtur með þögn og fálæti.
Aðeins þeir sem þiggja beinin - eins og hundarnir undir borðinu - fá meðlætið og hinn háklassa gefna menningarstimpil. En þeir eru oft síðri listamenn en þeir sem drepnir eru úr hungri eða skilningsskorti - eins og mannkynssagan sannar best.
Davíðsharpan í Reykjavík eða Björgólfsbatteríið eða hvað við eigum að kalla þetta fáránlega tónlistarhús, þetta óskilgetna kreppuafkvæmi, þennan bastarð þjóðar í efnahagshruni, er framkvæmd sem var svikin inn á þjóðina á kolröngum forsendum, eitt af því sem á að nýtast oföldu smábroti þjóðarinnar og að mínu áliti versta hluta hennar, á kostnað almenningsheilla og þjóðarhags.
Ég óska þessari tónlistarhöll háklassans út í hafsauga og megi hún aldrei þrífast því eins og staðið hefur verið þar að málum, er um að ræða beint kostnaðartilræði við velferð fólksins í landinu.
Menningarhreiður sjúklegs háklassa mega aldrei hafa forgang gagnvart almennum lífshagsmunum þjóðar og allra síst þjóðar í þrengingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 815
- Frá upphafi: 356660
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 647
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)