Leita í fréttum mbl.is

" Hann er upprisinn " !

Ţađ hafa alltaf veriđ til menn í ţessum heimi sem hafa fjandskapast út í kristindóminn. Og ţađ segir sig sjálft, ađ menn sem eru fyrst og síđast og alfariđ af ţessum heimi, hljóta ađ vera andstćđir öllu ţví sem kemur frá himnum.

Svo ţađ hefur aldrei vantađ ađ árásir hafa veriđ gerđar á fylgjendur Krists og ţćr munu verđa gerđar, međan sá sem er aflvaki ţeirra leikur lausum hala.

En kristnin hefur stađiđ allt slíkt af sér í gegnum aldirnar og mun halda velli og sigra ţví lífsforsendur hennar eru hreinar !

Upprisa Jesú var til dćmis stađfest međ mjög sérstökum hćtti á sínum tíma. Gröf Hans var nefnilega innsigluđ ađ rómverskum siđ og hervörđur settur um hana. Ţađ var gert samkvćmt kröfu ćđstu prestanna og átti ađ tryggja ađ lćrisveinar Drottins rćndu ekki líki Hans og segđu Hann svo upprisinn.

En allt var ţetta til einskis og stađfesti ađeins ţađ yfirnáttúrulega sem gerđist !

Ţađ varđ ekki hrakiđ ađ gröfin var tóm og engin frambćrileg skýring fannst !

Og vegna sigurhrópanna " Hann er Upprisinn " flćddi kćrleiksbylgja kristninnar í framhaldi mála yfir löndin og allir sem áttu lifandi hjarta í brjósti sér, fundu ađ eitthvađ ferskt og gott var orđiđ ađ veruleika. Ţađ var sannarlega eitthvađ komiđ í heiminn sem frelsađi og skapađi nýtt líf !

Og frumherjar trúarinnar, postularnir og samverkafólk ţeirra, karlar sem konur, allt ţetta fólk kom saman í sannri einingu fyrir kraft Heilags Anda, og flutti fagnađarerindiđ um nýjan sáttmála fyrir blóđ Jesú Krists, um allt rómverska heimsveldiđ á tiltölulega skömmum tíma. Ţađ gat ekki öđruvísi fariđ ţví alls stađar voru einstaklingar međ opin hjörtu sem međtóku frelsisbođskapinn og bođuđu hann síđan öđrum í krafti kćrleikans.

Saga kristninnar felur í sér allt ţađ besta sem mönnum hefur veriđ gefiđ, en hún er ekki hluti af svokallađri trúarbragđasögu mannkynsins, ţví trúarbrögđ eru og hafa veriđ búin til af mönnum. Kristnin kom hinsvegar ađ ofan og er himneskt tilbođ um samfélag viđ hinn Lifandi Guđ, í gegnum Hann sem er Vegurinn, Sannleikurinn og Lífiđ !¨

Krossinn sem var áđur tákn um hrćđilegan dauđa varđ ađ tákni sigrandi lífs og flutti hvarvetna međ sér lifandi von til manna, von um opnar inngöngudyr til eilífđar Guđs !

En ţađ hafa alltaf veriđ til menn sem hafa ekki skiliđ fagnađarerindiđ og snúist öndverđir viđ inntaki ţess og anda. Slíkum mönnum hefur jafnan fundist sem kristnin setji ţeim of miklar skorđur og einkum varđandi ţađ sem ţeir vilja og ţrá, en vita ţó ađ er ekki forsvaranlegt.

Ţađ er hiđ synduga eđli mannsins sem rís ţar til uppreisnar sem löngum fyrr !

Ţađ hefur margt veriđ afhelgađ á síđustu árum á Íslandi vegna taumlausrar efnishyggju og Mammonsdýrkunar og afhelgun andlegra verđmćta er aldrei góđ. Borgarstjórn Reykjavíkur afhelgađi til dćmis voriđ 1991 55 daga í árinu vegna ásóknar verslunar og gróđahyggju. Sumir telja ţađ hafa veriđ stćrstu einstöku ađgerđina til afhelgunar ţjóđfélags okkar frá upphafi vega.

Morgunblađiđ lýsti ţví margsinnis yfir ađ ţar hefđu úreltar hömlur veriđ afnumdar og enginn mótmćlt, en sannleikurinn er hinsvegar sá, ađ međ ţessari ađgerđ fćrđu menn sig töluvert nćr ţví ađ láta lögmál hins veraldlega átrúnađar ríkja allar stundir.

En ţrátt fyrir ţá ađför eiga enn ađ vera til fjórir alhelgir dagar á dagatalinu, ţađ er Jóladagur, Föstudagurinn langi, Páskadagur og Hvítasunnudagur og hver ţeirra helgast ákveđnum höfuđţćtti kristninnar. Jóladagur tengist fćđingu Frelsarans, Föstudagurinn langi dauđa Hans sem friđţćgingarfórnar á krossi, Páskadagurinn upprisu Hans og sigri lífsins og Hvítasunnudagurinn helgast gjöf Heilags Anda !

Ţađ vćri engin kristni til ef Kristur hefđi ekki fćđst inn í ţennan heim !

Ţađ vćri engin kristni til ef Hann hefđi ekki fórnađ lífi sínu fyrir okkur öll !

Ţađ vćri engin kristni til ef Hann hefđi ekki risiđ upp og sigrađ dauđann !

Ţađ vćri engin kristni til ef Heilagur Andi hefđi ekki veriđ gefinn !

Öll ţessi fjögur höfuđatriđi ţurftu ađ koma til svo ađ kćrleiksblessun himinsins nćđi til okkar mannanna og ekkert megnađi ađ hindra ţađ.

Og ţessvegna er kristnin ósigrandi, ţađ sigrar enginn himininn og engum er ţađ betur ljóst en ţeim sem varpađ var út úr himninum á sínum tíma međ sínu uppreisnarliđi. Eina takmark sálnaóvinarins er og hefur ţví veriđ ađ draga eins marga međ sér í glötun og hann frekast getur.

En viđ eigum lifandi von og dauđinn ţarf ekki ađ vera hlutskipti okkar !

Tilbođ himinsins um hlutdeild í hinu eilífa lífi stendur okkur enn til bođa fyrir blóđ Jesú Krists !

Fallinn heimur á ekki ađ vera takmark okkar heldur hin nýja Jerúsalem !

En til ţess ađ taka viđ ţeirri blessun sem bođin er, ţurfum viđ ađ vera kristin og játast Kristi og taka ţátt í sigurhrópinu " Hann er upprisinn !"

Ţađ sigurhróp sé ţví áfram lifandi kveđja kristins fólks um allan heim, ţegar ţađ fellst í fađma og fagnar á páskum upprisu FRELSARANS !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 286
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1015
  • Frá upphafi: 389525

Annađ

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 817
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband