6.7.2013 | 00:32
Með ýmsum hætti erum við mennirnir !
Fyrir nokkru átti ég tal við tvo kunningja mína. Þeim varð tíðrætt um ruglið í Biblíunni, en urðu þó fljótlega báðir að viðurkenna að þeir hefðu aldrei lesið bókina..... Ég taldi að það gæfi ekki góða mynd af dómgreind þeirra að fullyrða að eitthvað væri rugl sem þeir hefðu ekki haft fyrir að kynna sér !
Annar staðhæfði þá að það væri til dæmis rugl að halda því fram að maður gæti gengið á vatni ! Ég benti honum á að þegar Guð ætti í hlut gerðist ýmislegt sem kallað væri yfirnáttúrulegt. Þar væri vísað til þess að það sem gerðist væri ofar skilningi manna og engin leið að skýra það. Ótal atburðir hefðu gerst með slíkum hætti og menn þyrftu að mínu áliti að hafa verulega þröngsýna hugarstarfsemi til að hafna þar öllu sem rugli.
En ég sagði þessum kunningjum mínum jafnframt að ég vissi það fullvel, að þegar menn sem væru gjörsamlega fastir í því efnislega stæðu frammi fyrir einhverju af yfirnáttúrulegu tagi, væru viðbrögð slíkra einatt afneitun og vantrú !
Einu sinni fyrir löngu sagði Norðurálfumaður, sem var á ferð um lönd í Arabaheiminum, við þarlendan mann, að hann skautaði á vötnum í sínu landi. Viðmælandinn taldi hann fara með rugl, það gæti enginn hlaupið um á vatni ! Norðurálfumaðurinn reyndi að útskýra það fyrir manninum að vatnið breyttist í fast efni við frostkulda, en hinn hafði aldrei heyrt um slíkt og hélt fast við að þetta væri rugl og við það sat. Hann hafði þó þá afsökun að hann átti ekki auðvelt með að fara og kanna þetta, maður í öðrum heimshluta. En menn sem lifa í landi sem telst kristið og fjölyrða um rugl í Biblíunni, og sýna sjálfum sér ekki þá virðingu að kynna sér málið og dæma svo, eru í raun varla viðræðuhæfir !
Það hefur aldrei vantað efnishyggjumenn í þessari veröld, og sumir þeirra eru menn sem virðast vera nánast líkaminn einn án sálar hvað þá anda ! Menn af því tagi lifa oftast alfarið í gegnum veskið sitt og andleg mál eru þeim eins framandi og heiðarleiki er í pólitík.
Slíkir menn halda því oft fram að þeir hafi fæðst fyrir tilviljun og lifi fyrir tilviljun, og líklega álíta þeir að þeir muni svo að lokum deyja fyrir tilviljun !
Ekki vildi ég grundvalla líf mitt og lífsskoðanir á svo ótryggri undirstöðu !
Ég geri samt í sjálfu sér enga kröfu til þess að menn séu kristnir. Hver maður hefur rétt til að fara að eigin vilja í trúarlegum efnum og það er sjálfsagt að virða það. En þegar menn gera lítið úr kristinni trú án þess að vita hvað þeir eru að tala um, get ég ekki virt þá afstöðu. Ég held meira að segja að menn sem tala með slíkum hætti, hafi ekki gert sér neina grein fyrir þeim lífsgæðum sem kristindómurinn hefur áunnið þeim til handa og haldi að þau hafi bara áunnist af sjálfu sér eða fyrir tilviljun !
En það er nú hinsvegar svo í þessu lífi, að við njótum margs sem aðrir hafa blætt fyrir og lágmarkið finnst mér að menn reyni eitthvað til að skilja það og vera þakklátir fyrir það. Og engu blóði hefur verið úthellt af meiri fórnarvilja og elsku til okkar mannanna en því blóði sem forðum var úthellt á Golgata. Sú fórn hefur líka haft víðtækustu og yfirnáttúrulegustu áhrifin til góðs í gegnum gervalla sögu mannkynsins og það ljós sem þá var kveikt mun lifa áfram eftir að þessi veröld okkar líður undir lok !
Og það er nöturlegt að upplifa það, að gersamlega ókunnir þeirri miklu fórn, skuli menn ganga um gleiðir og kokhraustir í kristnu landi, menn sem hafa ekki nennt að lesa Biblíuna, en þykjast samt vita það upp á hár að í henni sé ekkert nema rugl !
Það er með ólíkindum hvað sumir menn geta verið mikið á móti því fagnaðarerindi sem hefur engan annan tilgang en að veita blessun inn í líf þeirra !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)