Leita í fréttum mbl.is

Međ ýmsum hćtti erum viđ mennirnir !

Fyrir nokkru átti ég tal viđ tvo kunningja mína. Ţeim varđ tíđrćtt um rugliđ í Biblíunni, en urđu ţó fljótlega báđir ađ viđurkenna  ađ ţeir hefđu aldrei lesiđ bókina..... Ég taldi ađ ţađ gćfi ekki góđa mynd af dómgreind ţeirra ađ fullyrđa ađ eitthvađ vćri rugl sem ţeir hefđu ekki haft fyrir ađ kynna sér !

Annar stađhćfđi ţá ađ ţađ vćri til dćmis rugl ađ halda ţví fram ađ mađur gćti gengiđ á vatni ! Ég benti honum á ađ ţegar Guđ ćtti í hlut gerđist ýmislegt sem kallađ vćri yfirnáttúrulegt. Ţar vćri vísađ til ţess ađ ţađ sem gerđist vćri ofar skilningi manna og engin leiđ ađ skýra ţađ. Ótal atburđir hefđu gerst međ slíkum hćtti og menn ţyrftu ađ mínu áliti ađ hafa verulega ţröngsýna hugarstarfsemi til ađ hafna ţar öllu sem rugli.

En ég sagđi ţessum kunningjum mínum jafnframt ađ ég vissi ţađ fullvel, ađ ţegar menn sem vćru gjörsamlega fastir í ţví efnislega stćđu frammi fyrir einhverju af yfirnáttúrulegu tagi, vćru viđbrögđ slíkra einatt afneitun og vantrú !

Einu sinni fyrir löngu sagđi Norđurálfumađur, sem var á ferđ um lönd í Arabaheiminum, viđ ţarlendan mann, ađ hann skautađi á vötnum í sínu landi. Viđmćlandinn taldi hann fara međ rugl, ţađ gćti enginn hlaupiđ um á vatni ! Norđurálfumađurinn reyndi ađ útskýra ţađ fyrir manninum ađ vatniđ breyttist í fast efni viđ frostkulda, en hinn hafđi aldrei heyrt um slíkt og hélt fast viđ ađ ţetta vćri rugl og viđ ţađ sat. Hann hafđi ţó ţá afsökun ađ hann átti ekki auđvelt međ ađ fara og kanna ţetta, mađur í öđrum heimshluta. En menn sem lifa í landi sem telst kristiđ og fjölyrđa um rugl í Biblíunni, og sýna sjálfum sér ekki ţá virđingu ađ kynna sér máliđ og dćma svo, eru í raun varla viđrćđuhćfir !

Ţađ hefur aldrei vantađ efnishyggjumenn í ţessari veröld, og sumir ţeirra eru menn sem virđast vera nánast líkaminn einn án sálar hvađ ţá anda ! Menn af ţví tagi lifa oftast alfariđ í gegnum veskiđ sitt og andleg mál eru ţeim eins framandi og heiđarleiki er í pólitík.

Slíkir menn halda ţví oft fram ađ ţeir hafi fćđst fyrir tilviljun og lifi fyrir tilviljun, og líklega álíta ţeir ađ ţeir muni svo ađ lokum deyja fyrir tilviljun !

Ekki vildi ég grundvalla líf mitt og lífsskođanir á svo ótryggri undirstöđu !

Ég geri samt í sjálfu sér enga kröfu til ţess ađ menn séu kristnir. Hver mađur hefur rétt til ađ fara ađ eigin vilja í trúarlegum efnum og ţađ er sjálfsagt ađ virđa ţađ. En ţegar menn gera lítiđ úr kristinni trú án ţess ađ vita hvađ ţeir eru ađ tala um, get ég ekki virt ţá afstöđu. Ég held meira ađ segja ađ menn sem tala međ slíkum hćtti, hafi ekki gert sér neina grein fyrir ţeim lífsgćđum sem kristindómurinn hefur áunniđ ţeim til handa og haldi ađ ţau hafi bara áunnist af sjálfu sér eđa fyrir tilviljun !

En ţađ er nú hinsvegar svo í ţessu lífi, ađ viđ njótum margs sem ađrir hafa blćtt fyrir og lágmarkiđ finnst mér ađ menn reyni eitthvađ til ađ skilja ţađ og vera ţakklátir fyrir ţađ. Og engu blóđi hefur veriđ úthellt af meiri fórnarvilja og elsku til okkar mannanna en ţví blóđi sem forđum var úthellt á Golgata. Sú fórn hefur líka haft víđtćkustu og yfirnáttúrulegustu áhrifin til góđs í gegnum gervalla sögu mannkynsins og ţađ ljós sem ţá var kveikt mun lifa áfram eftir ađ ţessi veröld okkar líđur undir lok !

Og ţađ er nöturlegt ađ upplifa ţađ, ađ gersamlega ókunnir ţeirri miklu fórn, skuli menn ganga um gleiđir og kokhraustir í kristnu landi, menn sem hafa ekki nennt ađ lesa Biblíuna, en ţykjast samt vita ţađ upp á hár ađ í henni sé ekkert nema rugl !

Ţađ er međ ólíkindum hvađ sumir menn geta veriđ mikiđ á móti ţví fagnađarerindi sem hefur engan annan tilgang en ađ veita blessun inn í líf ţeirra !

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 994
  • Frá upphafi: 377794

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 870
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband