29.12.2013 | 11:40
,,Bölvaðir bankarnir´´ !
Þeir eru hreint ekki svo fáir í þessu landi sem minnast ekki á bankana öðruvísi en að hnýta við breytileg nöfn þeirra einhverju sem í eina tíð hefði verið kallað óprenthæft ! Og það er afskaplega skiljanlegt því þannig hafa bankarnir komið fram undanfarin ár gagnvart fólki og efnahag þess, að það er með ólíkindum.
Trú hins almenna manns á trúverðugleika og viðskiptalega tillitssemi þessara stofnana er því verulega sködduð, enda hefur ágengni á mannlega þáttinn að margra mati, farið þar langt yfir öll mörk og engin ábyrgðarkennd lánardrottna verið viðurkennd eða öxluð. Eftir situr, að það virðist ekkert nema glórulaus, ómanneskjuleg gróðahyggja stjórna þessum stofnunum sem virðast helst orðnar að einhverjum vélrænum auðsöfnunar-skrímslum !
En það ber að taka skýrt fram, að það er auðvitað ekki við almennt starfsfólk að sakast í bönkunum, ekki fremur en í heilbrigðiskerfinu. Það er yfirstjórnin og kerfið sjálft sem er ómanneskjulegt !
Það þarf að koma upp nýju bankakerfi í landinu sem tekur mið af heilbrigðum lífsforsendum, kerfi sem er fólkvænt, kerfi sem hefur uppbyggileg, þjóðleg sjónarmið að leiðarljósi en ekki það að arðræna fólk linnulaust !
Við þurfum að losna við Landsbankann, Arionbankann og Íslandsbankann, - þetta eru allt höfuð á sömu ófreskjunni og þríhöfða skrímsli er aldrei geðslegt. Við þekkjum það frá olíufélögunum ! Við þurfum að fá viðskiptabanka sem við getum treyst og starfar á mannfélagsvænum grundvelli !
Og Seðlabankinn með sína paradísarfugla má alveg fara sömu leiðina, eins og hann hefur verið rekinn. - Þannig hefur hann hvort sem er aldrei verið til mikils gagns á þjóðarvísu - fyrst og fremst verið notalegt peningahreiður fyrir aflóga pólitíkusa og málglaða hagfræðinga, menn sem tala mikið og virðast birta margt án ábyrgðar, eins og alþjóð er kunnugt !
En spyrja má í þessu sambandi, hvar er þá íslenskt þjóðaröryggi til húsa, hver gætir að fjöreggi okkar, efnahagslegu öryggi landsmanna ? Er það forsetaembætti hins ætlaða lýðveldis, er það ríkisstjórn eða þing, stofnanir sem allar fengu falleinkunn vegna efnahagshrunsins ?
Framyfir síðustu aldamót var hér líka svonefnd Þjóðhagsstofnun sem átti að hafa eftirlit með þjóðarefnahag á faglegum grundvelli. En hún var líklega orðin of sjálfstæð og þar af leiðandi þyrnir í augum sumra pólitíkusa. Og einn daginn heyrði þessi stofnun sögunni til !
Það var talin geðþóttaákvörðun íslenska Zarsins, að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Stefna hans miðaðist náttúrulega að mjög takmörkuðu leyti við þjóðarhag og stofnunin var því álitin óþörf með öllu. Einnig var talið að menn þar hefðu verið farnir að líta nokkuð stórt á sjálfa sig og jafnvel verið með derring við sjálfan höfuðpaurinn, sem var óþolandi virðingarleysi við sjálfa uppsprettu Valdsins !
Og svo er það líka ef til vill spurning út af fyrir sig hvort stofnun, þó að hún sé látin heita Þjóðhagsstofnun, sé í raun og veru að vinna eitthvað í þágu þjóðarhags ? Pólitíkin vill iðulega taka svo yfir í slíkum kerfiseiningum, að sjálfstæð og fagleg vinnubrögð fá ekki byr í seglin, en pantaðar niðurstöður fara þess í stað að ráða. En hvernig sem það hefur verið, virðast margir þó líta svo á, að eitthvað hafi verið spunnið í Þjóðhagsstofnun fyrst hún var lögð niður með þeim hætti sem gert var.
Við Íslendingar verðum eins og allir aðrir, hver þjóð í sínum veraldarreit, að geta borið traust til stjórnvalda og þjónustustofnana í landinu. Við þurfum banka sem geta staðið undir því að vera bankar fólksins, traustar peningastofnanir sem hafa þjóðfélagslega velferð að markmiði. Margir af gömlu sparisjóðunum voru einmitt slíkar stofnanir, þeir stóðu fólkinu nær og glötuðu ekki jarðtengingunni, tengingunni við fólkið og lífvæn gefandi markmið fyrir tilvist þess í landinu. Bankarnir hafa jafnan verið eins og rotnir ávextir miðað við þann anda sem bjó í gömlu sparisjóðunum, enda aldrei notið trausts á við þá. Traust skapast nefnilega best við heilbrigð og gefandi samskipti !
Ég hef aldrei heyrt menn bölva sparisjóðum í sand og ösku, enda er ljóst að þeir hafa alltaf staðið fólkinu í landinu nær og verið því nátengdari. Við þurfum banka sem starfa meira í líkingu við þá sparisjóði sem byggt hafa sitt á þjóðlegum grunni ærlegra gilda. Það mun farsælast fyrir land og þjóð að búa við banka sem byggjast upp á þeim merg og þá mun fólk geta séð jákvæðari mynd af þeim og hætta brátt við breytta reynslu að tala um - bölvaða bankana"!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 169
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 738
- Frá upphafi: 365636
Annað
- Innlit í dag: 164
- Innlit sl. viku: 649
- Gestir í dag: 164
- IP-tölur í dag: 162
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)