26.2.2014 | 18:55
"Tækifærissinnuð vinstri-ó-mennska !"
Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvernig á því standi að þeir menn sem byggðu upp vinstri hreyfinguna hérlendis á sínum tíma, hafi verið svo miklu heilsteyptari menn að gerð en þeir sem á eftir þeim komu og þóttust kjörnir til að taka við kyndlinum af þeim. Ef við tökum til dæmis menn eins og Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og Sigfús Sigurhjartarson, sjáum við að þessir menn lifðu í samræmi við hugsjónir sínar og sjónarmið. Það gaf þeim tiltrú og vægi. Þeir hlupu ekki út og suður í málum eins og síðar varð svo algengt, þeir stóðu á sínu og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu !
Og það mætti nefna allmarga fleiri af þeirra kynslóð sem stóðu sig engu síður og voru heilir í málum og sjálfum sér samkvæmir. Þeir sem lærðu að starfa undir handleiðslu slíkra manna, stóðu sig líka sæmilega sumir hverjir, en eftir 1960 og aðallega þó eftir 1970 fór eigingirnin og sérgæskan að spila alvarlega inn á sálarlíf margra þeirra vinstri manna sem þóttust þó vera fæddir til að leiða aðra !
Þetta mátti auðveldlega sjá og greina í stigvaxandi mæli á þessum tíma, jafnt í forustu Alþýðubandalagsins sem og í verkalýðshreyfingunni. Ég er hér að tala um þá sem þóttust í raun vera vinstri menn, en á þá ekki við krata, sem hættu flestir að vera vinstri menn fyrir 1960 og voru eftir það að mestu taglhnýtingar íhaldsins með einum eða öðrum hætti !
Eftir 1980 er viðvarandi forusta Alþýðubandalagsins orðin lítið annað en hugmyndafræðileg flatneskja. Þar er enginn maður eftir sem hefur burði til að halda uppi sósíalískum sjónarmiðum og verkalýðstengingin er þá orðin býsna veik. Á þeim tíma breytist Alþýðubandalagið raunverulega í þann krataflokk sem Brynjólfur Bjarnason sá fyrir þegar í byrjun að það myndi að lokum umpólast í. En það var ekki nóg með það, heldur urðu margir, sem í forustu höfðu verið í flokknum, ekki bara kratar, heldur sýnilega mjög tækifærissinnaðir kratar ! Þeir sem í raun vildu halda í sósíalískar hugsjónaáherslur og fyrri viðhorf til verkalýðsbaráttu áttu því brátt engan pólitískan bakgrunn í Alþýðubandalaginu !
Nýju kratarnir sem komu fram í birtingu hins útþynnta Alþýðubandalags, fóru brátt að verða svo aðsópsmiklir sem slíkir, að gömlu tækifærissinnuðu krötunum í Alþýðuflokknum þótti nóg um. Það er þannig mikil spurning hver yfirtók hvern í því sambandi ? Margrét Frímannsdóttir var svo gerð að formanni, enda líklega valin með hliðsjón af því hvernig ástandið var orðið í flokknum og hún rak svo endahnútinn á Alþýðubandalagið, þó það væri að öllum líkindum andlega sálað nokkrum árum fyrr. Þar virtist að minnsta kosti engin hugsjónaglóð til staðar síðustu tíu árin eða svo !
Og nú væri fróðlegt að kanna hvar ýmsir fyrri forvígismenn Alþýðubandalagsins eru staddir í núinu og hvernig þeir hafa ræktað sinn hugsjónalega lífsgarð" á síðustu 15-20 árunum ? Hver skyldi ferill slíkra einstaklinga hafa verið á umræddum tíma og skyldu þeir hafa verið að fást við eitthvað á þessum árum sem hefur haft einhvern samhljóm við fyrri feril og störf ?
Ég er hræddur um að í allnokkrum tilfellum höfum við þar dæmi um sósíalista sem hafa farið á handahlaupum yfir í markaðshyggju, auðsöfnun og brask ! Ég heyrði meira að segja þau orð viðhöfð fyrir skömmu um einn sem gæti alveg átt heima í þessum hópi, sögð um hann varðandi fjölskylduframfærslu og einkahagsmuni, að hann skaffaði vel ? Og í því tilefni þykist ég viss um að svo sé - að viðkomandi maður skaffi vel núorðið !
En hann er samt í mínum huga orðinn vesæll umskiptingur þess sem hann var. En líklega hefur hann aldrei verið heilshugar í þeim málum sem hann talaði fyrir hér á árum áður, enda brotalamirnar hvað það snertir löngu komnar skýrt fram í persónugerðinni. En hann hefur líklega talið sig hafa þroskast, eins og þeir sjálfstæðisflokksmenn segja um sjálfa sig, sem voru vinstri menn ungir en féllu svo í eiginhagsmunahítina og urðu þaðan í frá afskræmi þess sem þeir voru !
Það er enginn vafi á því að tækifærissinnaðir vinstri menn hafa sumir hverjir auðgast með endemum á undanförnum árum, engu síður en hliðstæður þeirra til hægri, og einhvernveginn hef ég nú öllu meiri skömm á þeim fyrir vikið. Það er nöturlegt að sjá slíka menn, með hliðsjón af fyrri ferli þeirra, gengna í bláu björgin, heltekna af sérgæsku og eiginhagsmunapoti, enda þóttust þeir hinir sömu til annars vígðir á sínum tíma !
Heilindi eru sannarlega ekki öllum gefin og fyrrverandi sósíalistar sem skaffa vel" í dag eru að minni hyggju öðrum mönnum fyrirlitlegri, enda eru þeir sem svíkja hugsjónir yfirleitt öðrum líklegri til að geta svikið allt !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 12
- Sl. sólarhring: 242
- Sl. viku: 1292
- Frá upphafi: 367417
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1132
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)