15.3.2014 | 10:43
HVAÐ ER SORP ?
Íslendingar hafa líklega nú til dags töluvert annað viðhorf til þess hvað sé sorp en þeir höfðu hér áður fyrr. Og kannski gildir það sama um þá sem hnöttinn byggja í víðasta skilningi. En þó er umhverfissóðaskapur vissulega mikið vandamál í veröldinni, enda ganga margir á skítugum skónum um sameiginlegt allsherjarheimili mannkynsins og slíkt ætti auðvitað hvergi að líðast. !
Í hádegisfréttum fyrir nokkrum mánuðum var greint frá því að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á því að flytja hingað til lands sorp til urðunar á Suðurnesjum. Þarna eru að sjálfsögðu peningar í spilinu og sumir sjá möguleika á því að græða en aðrir fá bara óþef í vitin. En það undarlega er, að svo virðist sem furðu margir Suðurnesjamenn séu ekkert allt of hrifnir af slíkum sorptengslum við það sem margir töldu að hefði nánast lengi vel verið þeirra andlega föðurland.
Eins og oft vill verða í okkar örþjóðfélagi, virðist umræða varðandi sorpmál eins og annað geta býsna fljótt farið út í það að verða pólitísk þar sem hver reynir að koma höggi á annan. Og margt bendir reyndar til þess að tengslin milli pólitíkur og sorps séu svo sterk að varla sé unnt að greina þar á milli.
Og sú var tíðin að andlegt sorp streymdi inn í landið frá Bandaríkjunum í gegnum hernámsstöð þeirra hér og Suðurnesin virtust þá hin sælustu yfir því. Eitthvað virðast því viðhorfin hafa breyst í þessu tilfelli og heldur til hins betra, að ætla mætti ! En almennt talað, hafa flestir áhuga á því að losna við sorp og viljinn stendur yfirleitt til þess að koma því fyrir sem fjærst eigin landi og eigin náttúru.
Það er hreint ekki lítið sem gengur af í nútíma neyslusamfélagi og vandinn við að koma rusli fyrir fer stöðugt vaxandi. Gamla stefið lengi tekur sjórinn við" er löngu gengið sér til húðar því sorp og allskyns viðbjóður flýtur um öll höf í dag og líklegt er að kjarnorkuúrgangi og allskyns eiturefnum hafi víða verið sökkt í sjó í áratugi og fyrir þann mikla glæp mun mannkynið áreiðanlega fá að gjalda síðar. En svo virðist sem slíkum málum sé lítið vísað til úrlausnar hins alþjóðlega samfélags, sem þó ætti auðvitað að halda uppi vörnum fyrir lífvænlegt umhverfi okkar allra. En þar ræður hinsvegar pólitíkin ríkjum og spurningin hver eigi að borga hreinsunarkostnað svífur þar jafnan yfir óhreinum vötnum og enginn veit eða vill vita svarið við henni !
Nú er farið að flytja sorp langar leiðir til urðunar og virðist flutningskostnaður ekki skipta þar nokkru máli. Sum sveitaryfirvöld vilja ólm taka við sorpi og urða þau í sínu umdæmi og fá pening með því móti í kassann, en önnur hafa þá sýn að verða ekki ruslakistur fyrir aðra og vilja halda sínu nágrenni sem hreinustu. Hver og einn getur metið fyrir sig hvort sjónarmiðið sé heilbrigðara ?
Rætt var um það fyrir nokkru að einhverjir ábyrgir heimsborgarar tækju það verkefni að sér, að taka við eiturgasi úr hergagnabúri sýrlenska hersins og sjái um að eyða því með einhverjum hætti. Helst voru Norðmenn orðaðir við það, enda miklir hreinsunaraðilar, eins og til dæmis á makrílnum í hafinu !
Ég skil eiginlega ekkert í því að íslensk yfirvöld skuli ekki hafa hlaupið til og boðið í þann pakka ? Þarna gæti þó verið um talsverðan pening að ræða og allir vita að náttúruvæn sjónarmið þvælast yfirleitt ekki fyrir brjósti íslenskra ráðamanna. Svo erum við í hópi staðfastra þjóða og slíkar þjóðir hafa hingað til ekki veigrað sér við því að vinna skítverk fyrir heiminn, þó engir slái Bandaríkjunum við í þeim efnum og allra síst á okkar dögum. Það er nefnilega ekki til sá hornkrókur í veröldinni þar sem Bandaríkin hafa ekki unnið skítverk - í þágu heimsins, náttúrulega !
En ég var víst að tala um sorp ! Það var samt ekki að ófyrirsynju að hugurinn leitaði þá ósjálfrátt til Bandaríkjanna, því umhverfissóðaskapur hefur löngum þótt vera þar mikill !
Þegar hvíti maðurinn kom til Norður Ameríku, voru vötnin miklu tær og hrein og full af fiski og fugla og dýralíf gjörsamlega óspillt, enda hafa engir menn gengið betur um jörðina en indíánar. En mengunin og viðbjóðurinn sem safnast hefur þar fyrir eftir tiltölulega stuttan umgengnistíma hvítra manna segir sitt um rányrkjuna og eyðingarstefnuna sem í gangi hefur verið og er gagnvart náttúrunni. Þar hefur mörgu verið fórnað og spillt fyrir stundarhagnað fárra !
Everglades-fenin á Florida eru af mörgum talin hafa verið notuð mikið til að sökkva þar efnaúrgangi og öðrum spilliefnum. Það mun þá líklega sanna sig með einhverjum illum eftirköstum í framtíðinni og þá verður varla hugsað með mikilli virðingu eða hlýju til þeirra umhverfissóða sem unnu slík hervirki gegn náttúrunni og Móður jörð til að hámarka eigin gróða !
Já, hvað er sorp ? Nú, sorp er í efnislegum skilningi allt sem spillir náttúrulegu umhverfi okkar og hnattrænum lífskostum og jafnframt allt efni sem afvegaleiðir hugarfarslegt heilbrigði okkar og knýr andlegt gildismat okkar svo langt niður að samfélagsleg átumein koma fram með þeim hætti að siðlaus holdsveiki fer að ráða öllu í sálarlífinu.
Ætli við séum nú á tímum ekki farin að nálgast nokkuð mikið þá hættulegu örlagastöðu ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.5.2014 kl. 18:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 92
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 365559
Annað
- Innlit í dag: 88
- Innlit sl. viku: 573
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)