18.5.2014 | 10:51
Hugleiðingar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga !
Lýðræði virðist í augum margra, ekki síst nú á dögum, vera einhverskonar alfrjáls leikur, þar sem engin sérstök gildi eigi að ráða og menn eigi að geta átt sér vegi sem liggi til allra átta. Þeir sem líta þannig á málin virðast hugsa með sér : Ég vil engar hugsjónir, enga ótvíræða stefnu, ekkert sem bindur, það sem skiptir máli er bara ég og mín löngun til frama !"
Svo streyma gyllingar-framboðin inn í veruleikann, Flokkur mannsins, Flokkur fólksins, Besti flokkurinn, Flokkur umbótasinna. Og nöfnin eru auðvitað sérvalin með það í huga að þau trekki sem mest. Og á næsta leyti eru vafalaust ný framboð með enn sterkari tilvísun til gæða, Flokkur Sannleikans, Flokkur réttlætisins, Velferðarflokkurinn, Flokkur Allra góðra mála o.s.frv !
Skyldum við aldrei fá að sjá þessa fljótsprottnu framboðshópa ganga fram undir því sem kalla mætti réttari og eðlilegri nöfn fyrir þá, svo sem Flokkur tækifærissinna, Flokkur Blekkinganna, Sérhagsmunaflokkurinn, Kjötkatlamafían o.s.frv. En, nei, ónei, það sem undir liggur í þessu verður seint afhjúpað, þó mikið og fagurt sé talað - og einkum fyrir kosningar - um að allt eigi að vera gagnsætt og uppi á borðinu !
Eitt af því sem fylgir lýðræðislegum stjórnarháttum er að fólk á að eiga rétt á því að kjósa. Þegar kosningar falla niður eins og dæmi eru til um, vegna þess að ekki hefur komið fram nema eitt framboð, þykir mörgum fúlt að fá ekki að kjósa. Það er því alveg til í dæminu að sett séu upp framboð framboðsins vegna. Það er að segja, ekki er neitt sérlega verið að stilla á stefnumál, heldur að halda í það mál - eitt og sér - að fá að kjósa !
Þetta virðist svona fyrir ýmsum svipað því og að fara á ball. Kosningar eru tilbreyting og mega ekki falla niður, fólk er að skemmta sér og vill fá að kjósa. Og ef einhver álpast til að segja: Bíddu, en um hvað er verið að kjósa ?" Þá getur svarið þessvegna orðið : Það skiptir engu máli, við eigum bara rétt á því að fá að kjósa !"
Svo það að ímynda sér bara að boðið sé upp á eitthvert val virðist vera mörgum hugstæðara en að kryfja það til mergjar hvað í framboði felst og vita hvort eitthvað sé þar á föstu byggt. Myndi margur segja að nokkur grunnhyggni fælist í slíkri afstöðu og lítil löngun til að leiðast af dómgreindarlegum forsendum.
Það er ný og gömul saga, að framgjarnt fólk sem fær ekki brautargengi í framboðsmálum eða sæti á listum sem fyrir eru, hlaupi út í það að stofna nýtt framboð, í einhverri fýlu eða óánægju með að hafa ekki fengið að komast að. Oft eru slík framboð byggð á því einu, að viðkomandi manneskja fær aðra til liðs við sig út á eigið nafn og stöðu, svo aðrir sem koma að málum hafa oftast þá einu línu til viðmiðunar að - fylgja foringjanum" !
Og stundum og reyndar oftast eru nú slíkir foringjar með þeim hætti að þeir verða engir burðarásar lýðræðisins í ljósi reynslunnar, þótt flöggin hafi verið fögur í byrjun og margt fallegt sagt. En sjálfskipuð forusta er heldur ekki fyrirbæri sem lyft er upp af fólkinu í krafti einhverra réttlætismála eða heilbrigðrar baráttusóknar í þágu fjöldans. Það er oftast gamla viðmiðið eitt á ferð, að einhver vill hlaða undir sjálfan sig, og telur sig hafa orðið afskiptan þegar jólagjöfum var síðast úthlutað !
Þegar raunverulegt val er ekki fyrir hendi, þegar hráskinnaleikur einn er í gangi, á fólk alltaf það val að mæta á kjörstað og skila auðu. Þá má segja að kjósendur virði hinar lýðræðislegu leikreglur, en segi með auðu atkvæði sínu - ég verð að skila auðu vegna þess að ég tel að ekkert það sé í boði sem ég get treyst og trúað til góðrar framgöngu. Það hefur sinn tilgang að kynna þá afstöðu. Autt atkvæði segir nefnilega sína sögu. Það segir að viðkomandi kjósandi telji ekki boðið upp á neitt sem hægt sé að kjósa. Þá er það kannski svona eins og einu sinni var sagt nú eru úlfshalar einir á króki" og fyrir mér er valið ekki neitt !
Lýðræði viljum við öll vafalaust hafa, en birtingarmyndir lýðræðisins geta verið mjög mismunandi og sumar hreint ekki geðfelldar. Það er til dæmis þekkt á okkar landi í sveitarstjórnarkosningum að efstu menn á listum eru oft og iðulega starfsmenn sveitarfélaga, jafnvel forustufólk í verklegum rekstri sveitarfélagsins, allra handa stjórar. Mér hugnast ekki að fólk í slíkum stöðum séu sínir eigin yfirmenn, enda tel ég að hagsmunagæslan sé þar komin yfir eðlileg mörk. Einn ágætur einkaframtaksmaður sagði mér fyrir nokkru, að hann hefði sagt við einn slíkan : Þú ert ekki bara báðum megin við borðið í þessu máli, þú ert allt í kringum borðið !"
Spilling er ekki einfalt mál. Menn í valdastöðum vefjast oft inn í ranga hluti hægt og sígandi, og brátt er svo komið að þeir sjá ekki lengur hvað staða þeirra er orðin óeðlileg og fara að verja það sem þeir hefðu nokkrum árum áður talið óverjandi.
Samfélag manna þarf að byggja á sáttmála um að haldið sé vel utan um öll þau mál sem snerta sameiginlega velferð. Þar er traust grundvallaratriði, og enginn ætti að kjósa sér fulltrúa í almannakjöri nema á þeim forsendum að trúa því að viðkomandi manni sé treystandi til að inna þær skyldur af hendi á forsvaranlegan hátt sem hann er að sækjast eftir að takast á hendur.
Eftir höfðinu dansa limirnir" segir spakmælið og samfélag sem býr við forustu sem ekki er sátt um eða skortir heilbrigðan stuðning fjöldans, mun alltaf finna það á eigin gengi og innri móral að eitthvað er ekki eins og það þyrfti að vera.
Raunverulegt lýðræðislegt VAL þarf því að koma til, svo hægt sé að tryggja sem best samfélagslega sátt og að fólk geti fundið og sannreynt í málum að ekki sé verið að hygla einhverjum á kostnað annarra og skekkja heilbrigð viðmið. Ef réttsýni og sanngirni ræður ferð í samfélagsmálum þurfa menn sem þar eru við stjórn ekki að hafa áhyggjur af stuðningi fólksins, hann verður þá sjálfkrafa fyrir hendi í krafti þess trausts sem skapað hefur verið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)