Leita í fréttum mbl.is

Um afnuminn móđurrétt !

Sú var tíđin, ađ ćttsveitarskipulag var viđ lýđi hjá flestum ţjóđum og ţá var venjan ađ menn röktu ćtt sína í kvenlegg. Skýringin var sú ađ samlífi og mökum kynja voru ţá ekki settar neinar skorđur og ţađ gerđi ţađ ađ verkum ađ fađerni barna var međ öllu óvíst. Ţađ varđ til ţess ađ ćttir voru raktar í kvenlegg - eftir móđurrétti, - og var ţađ venjan sem fyrr segir hjá flestum ef ekki öllum fornţjóđum. Fjölhjúskapurinn var söguleg stađreynd á ţeim tímum.

Međ ţessu fylgdi ţađ, ađ konur nutu mikillar virđingar og álits ţar sem ţćr voru jafnframt mćđur, - og hiđ eina foreldri sem vitađ varđ um međ vissu. Ţessi virđingarstađa kvenna leiddi til fullkomins kvenríkis um tíma ađ mati sumra frćđimanna, og ţó ţađ hafi nú líklega ekki veriđ svo, er ljóst ađ stađa kvenna í ćttsveitaskipulaginu var afar mikilvćg og viđurkennd sem slík.

Ţróunin frá hinu frjálsa samlífi ćttsveitarsamfélagsins yfir í einkvćni og frá móđurrétti til föđurréttar er mjög athyglisverđ og má finna ţćtti varđandi hana í mörgum ritverkum frá fornum tíma, svo sem leikritinu Oresteia eftir Aeschylos. Svissneski frćđimađurinn Johann Bachofen taldi ţađ verk í raun áhrifamikla lýsingu á baráttunni milli hnignandi móđurréttar og vaxandi föđurréttar.

Kollvörpun móđurréttarins á sínum tíma var í raun heimssögulegur ósigur kvenţjóđarinnar. Karlmađurinn tók viđ stjórnartaumunum, líka á heimilinu, konan lćkkađi í tign, hún var ţrćlkuđ, hún varđ ambátt fýsna hans og einbert tćki til barneigna. Og eftir ţví sem tíminn leiđ viđ ţá stöđu mála, breiddist gleymskan yfir hina fyrri stöđu, sem lítil ástćđa ţótti til ađ minnast af handhöfum ríkjandi réttar.

En ađ ţví kom ađ menn fóru ađ rannsaka forsöguna međ faglegum hćtti og leita upplýsinga varđandi ţađ hvernig samfélagslegum málum hafđi veriđ háttađ áđur. Sú uppgötvun og niđurstađa Bandaríkjamannsins Lewis H. Morgans, framsett 1877 í riti hans Ancient Society, or Researches in the Lines of Human Progress from Savagery, through Barbarism, to Civilization, ađ kvenleggs-ćttsveitin, forsenda móđurréttarins, hafi veriđ undanfari föđurréttar-ćttsveita menningarţjóđanna, er geysilega mikilvćgur lykill ađ ţví ađ skilja söguna rétt.

Rannsóknir Morgans í ţessum efnum leiddu hinsvegar til niđurstađna sem voru ţess eđlis ađ margir vildu sem minnst af ţeim heyra. Ţađ verđur ađ segjast eins og er, ađ á seinni hluta nítjándu aldar, í algleymi karlaveldisins, voru niđurstöđur Morgans ţannig hreint ekki velkomnar og full tilhneiging víđa til ađ gera lítiđ úr ţeim og ţagga ţćr helst í hel.

Hugmyndin um ađ konan hafi alltaf veriđ ambátt mannsins, er til okkar komin frá tiltölulega nýliđnum tíma eđa 18. öldinni, upplýsingatímabilinu svonefnda, og er fjarri öllum sanni. Valdastađa kvenna í öllum fornum samfélögum var sem fyrr segir miklu öflugri en yfirleitt hefur veriđ viđurkennt og ţađ var líklega nauđsyn seinni tíma karlaveldis sem gerđi ţađ ađ verkum ađ reynt var ađ tala sem minnst um ţađ sem áđur var. En stađreyndin er sú ađ móđurrétturinn var viđ lýđi áđur en föđurrétturinn kom til og stađa kvenna ţar af leiđandi allt önnur og sterkari en síđar varđ.

Móđurrétturinn var sem fyrr segir nánast almennur í flestum löndum til forna og ţađ er til dćmis taliđ sannađ ađ Skotar hafi fyrst búiđ viđ móđurrétt og nćgir ţar ađ benda á ađ Beda segir frá ţví ađ konungsćtt Pikta, sem yfirleitt eru taldir frumbyggjar Skotlands, hafi rakiđ kyn sitt í kvenlegg. Og ţótt föđurréttur tćki yfir síđar í skoskum byggđum, var ćttsveitarskipulagiđ áfram til stađar og sérstaklega í Hálöndunum. Ţar var ţađ öldum saman mjög fast í sessi, en ađ lokum notuđu Englendingar tćkifćriđ til ađ berja og brjóta ţađ niđur eftir Jakobína uppreisnina 1745. Hálöndin urđu aldrei söm eftir ţá blóđtöku !

Viđ ţá breytingu ađ tekinn var upp sérhjúskapur, ţar sem konan tilheyrđi ađeins einum manni, var brotiđ ćvagamalt bođorđ fyrri skipunar mála. Ţađ var sem sé brotinn réttur annarra karla úr samverinu til sömu konunnar. Fyrir ţađ brot varđ ađ friđţćgja svo sátt mćtti ríkja og ţađ var gert međ ţví ađ konur gáfu sig öđrum körlum á vald um tiltekinn tíma. Ţar var oft um mjög breytilega samninga ađ rćđa, og stundum hćgt ađ kaupa sig frá kvöđinni, ţví oftast voru ţessi mál mjög erfiđ viđfangs og sköpuđu víđa sálarlegar undir sem seint eđa aldrei greru.

Babylonskar konur urđu til dćmis ađ selja fram blíđu sína einu sinni á ári í hofi Mylittu, sem var babylonsk ástargyđja. Ađrar ţjóđir í Litlu-Asíu sendu ungar stúlkur til hofs Anaitis, sem var armensk ástargyđja, og ţar urđu ţćr ađ dveljast árum saman. Í vistinni ţar áttu ţćr ađ iđka frjálsar ástir međ ţeim elskhugum er ţćr veldu sér, og máttu ţćr ekki giftast fyrr en ađ loknum ţessum tíma. Slíkir siđir voru lengi vel sameiginlegir öllum ţjóđum frá Miđjarđarhafi austur ađ Ganges og sveipađir allskonar trú og dulrćnu. En smátt og smátt dró úr kröfunni um ţetta ástar endurgjald kvenna fyrir lausn úr samveri til ţeirrar stöđu ađ bindast einum manni.

Sennilegt er ađ svonefndur jus primae nochtis siđur (réttur hinnar fyrstu nćtur) sé kominn til í upphafi í gegnum ţessa friđţćgingu, sem leifar frá fjölhjúskapnum.  En ţegar fram í sótti urđu ţađ eingöngu furstar og lénsdrottnar sem kröfđust ţessa réttar í krafti ţeirrar valdastöđu sem ţeir höfđu. Sú krafa varđ ákaflega illa ţokkuđ og áriđ 1486 gaf Ferdinand kaţólski út úrskurđ í Aragóníu fyrir sitt ríki, sem bannađi ţessum valdsherrum ađ nota sér ţennan rétt, enda gekk hann ţvert á öll ţau siđabođ sem giltu í sérhjúskapnum og jafnframt kaţólskum trúarsiđ.

Margt má um ţessi mál segja frekar, en ég lćt hér stađar numiđ, en ćtla ađ ljúka ţessum pistli međ íslenskri smásögu sem kemur inn á gildi móđur og föđurréttar.

Eitt sinn snemma á síđustu öld rćddust ţeir viđ í Alţingishúsinu ţingmennirnir Jón Ţorláksson og Magnús Torfason, en báđir voru ţeir komnir af Finni Jónssyni biskupi í Skálholti. Jón var kominn af honum í kvenlegg, en Magnús Torfason var ađ vanda stór í stykkjum og stćrđi sig af ţví ađ vera kominn í beinan karllegg af biskupi og vćri sá ćttleggur göfugri. Ţá sagđi Jón Ţorláksson fastmćltur og međ fyllsta öryggi: „ En minn er vissari " !

Ţar međ var ţeim umrćđum lokiđ. Magnús Torfason vissi ađ hann var ţarna kominn út á hálan ís og fyrst máliđ tók ţessa stefnu kaus hann ađ rćđa ţađ ekki frekar. Ţađ er nefnilega í nokkuđ mikiđ ráđist ađ stćra sig af karllegg í gegnum margar kynslóđir, ţví hver veit hvađ boriđ hefur viđ í samskiptamálum kynja á svo langri leiđ eđa hvađa karlar hafa lagt ţar til efniviđinn í nýja einstaklinga ?

Ţađ er enganveginn víst og gefiđ, ađ allt sé ţar eins og sýnist og sagt er vera međ karllegginn, en móđurćttin ćtti hinsvegar ekki ađ vera neitt vafamál !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband