Leita í fréttum mbl.is

Kerfissamfélag vafninga og vélráđa !

Fréttir eru međ ýmsu móti og sumt af ţví sem varpađ er út fyrir almennings eyru og augu eru í raun engar fréttir. Ţar er oftar en ekki á ferđinni hugsunargelt uppfyllingarefni sem er eingöngu sett fram til ađ fylla dagskrár-ramma.

Ţađ er gömul sögn ađ vitleysa ríđi ekki viđ einteyming og ţađ er hreint ekki sjaldan sem manni kemur ţađ í hug ţegar bođiđ er upp á geldar frétta-uppskriftir um ekki neitt. Ţađ er ađ segja um hluti sem eru svo augljósir oft og tíđum ađ ţeir hafa í raun ekkert fréttagildi.

Ţarf ţađ til dćmis ađ teljast einhver frétt, ađ núverandi fjármálaráđherra skuli í tillögum sínum um fjárlagagerđ skera niđur hjá embćtti Sérstaks saksóknara ?

Ég hefđi taliđ ţađ fyrirfram alveg borđliggjandi mál og ţađ vafningalaust !

Ţađ hefur ekki nokkur mađur sem tilheyrđi ţeim hákarlaklíkum sem mynduđu stormsveitir frjálshyggjunnar fyrir hrun, veriđ hlynntur ţví ađ veriđ sé ađ rannsaka - og ţá meina ég rannsaka - fjármálaferil einkavćđingargullkálfanna og annarra sem hlunnfóru íslensku ţjóđina meira en nokkur dćmi eru til um fram til ţessa.

Ţegar embćtti Sérstaks saksóknara var sett á fót, álitu margir og međal ţeirra ég, ađ ţar vćri fyrst og fremst veriđ ađ búa til eitthvađ sem róađ gćti almenning, eitthvađ sem gćti látiđ menn halda ađ eitthvađ yrđi gert. Svo yrđi apparatiđ bara blásiđ af ţegar óróinn vćri ađ baki.

Og ég er enn ţeirrar skođunar ađ ţannig hafi kerfiđ og pólitíkusarnir stađiđ ađ ţessu embćtti og auđvitađ hafi aldrei veriđ ćtlast til ađ eitthvađ kćmi ţar út úr málum. Ekki fremur en međ Landsdóminn sem átti bara ađ vera öryggisúrrćđi í kerfinu - til skrauts - en ekki notkunar !

Og nú er fjármálaráđherra, í krafti ţeirrar ríkisstjórnar, sem mynduđ er af sömu stjórnmálaöflum og hönnuđu hruniđ, ađ draga úr ćtluđum umsvifamćtti ţessa embćttis Sérstaks saksóknara og auđvitađ er ţađ fyrsta skrefiđ í ţví ferli ađ láta embćttiđ hverfa á nćstunni, helst náttúrulega eins ţegjandi og hljóđalaust og hćgt er !

Arftakar hrunforingjanna líta sem sagt svo á ađ nú sé lag, nú sé búiđ ađ róa almenning niđur og slá ţađ miklu ryki í augu fólks, ađ hćgt sé ađ taka upp fyrri siđi eins og ekkert sé.

Og ţegar litiđ er til ţess hvađ umrćtt embćtti hefur lítiđ getađ afrekađ varđandi ţađ ađ koma lögum yfir fjársvikarana og landráđahyskiđ sem hér lék lausum hala fyrir hrun, ţykir manni furđulegt ađ margreyndir, pólitískir blekkingameistarar skuli ekki leyfa embćttinu ađ baksa eitthvađ áfram enn um sinn, ţví ekki ćtti eftirtekjan ađ ţurfa ađ hrćđa ţá, ţví hún gćti varla veriđ öllu rýrari ?

Ţađ virđist nefnilega vera svo á Íslandi, ađ ţađ sé ekki nokkur leiđ ađ koma lögum yfir menn sem eru verulega lođnir um lófana. Ţeir virđast standa ofar lögunum og ţađ virđist ekki skipta neinu máli hvađ ţeir gera af sér, ţeir eru sýknađir af öllu og beđnir auđmjúklegast afsökunar og réttarkerfiđ stendur á haus gagnvart slíkum greifum hátignar og hroka - hér í ţessu stéttlausa samfélagi !

En venjulegur plebeji, mannrćfill sem hnuplađi kannski einum milljónasta af ţví sem gullgreifarnir hafa stoliđ úr ţjóđareign - hann myndi fá ađ finna fyrir ţví ađ ţađ vćru sko lög í landinu ! En ţau lög virđast bara hafa veriđ sett sem víti fyrir almenna ţegna ţessa lands, hina lágu, en ţau ná ekki til ţeirra háu og hafa líklega aldrei átt ađ gera ţađ !

Embćtti Sérstaks saksóknara hefur í raun ekkert ađ gera međ ađ vera til ţegar ţađ á bara ađ vera eitthvađ sýndarverkfćri í allri spillingarfor stjórnkerfisins  -  en ef ţví vćri ćtlađ ađ starfa međ skilvirkum hćtti og fengi ađ starfa međ slíkum hćtti - ţá vćru verkefnin sannarlega yfirfljótandi og fyrirliggjandi hreinsunarstarf hreint ekki svo lítiđ !

En ţađ á ekkert ađ rannsaka, ţađ á ekki ađ hreinsa neitt upp, og skilgetnir, pólitískir erfingjar valdablokkarinnar sem olli hruninu, vita ţađ manna best. Landsdómur og embćtti Sérstaks saksóknara eru bara uppsett kerfisatriđi til ađ láta fólk halda ađ lýđrćđi sé ástundađ af ráđamönnum hér í bananaríkis-spillingu  norđurhjarans.

Ţađ er vafningalaust sagt - ekki neinar fréttir fyrir almenning ađ valdamenn hegđi sér í samrćmi viđ ţá hagsmunaútgerđ sem ađ baki býr og gerir ţá út !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 206
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 1062
  • Frá upphafi: 358533

Annađ

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 911
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 199

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband