4.10.2014 | 09:30
Brotalamir í menningargeiranum ?
Við Íslendingar teljum okkur trúlega lifa á miklum menningartímum og vera mikið hámenningarfólk, að minnsta kosti á sú lýsing við allmarga af þeim sem nú lifa. Við erum líklega talsvert hrokafull og merkileg með okkur og þykjumst vita allt betur en áður var vitað. Samt er ekkert nýtt undir sólinni og flestar hugsanir manna í dag eiga sér gamlar hliðstæður, til dæmis í Grikklandi hinu forna.
Þekkingin er undirstaða dyggðarinnar" sagði Sókrates forðum og gott væri ef svo væri í raun, en miðað við reynslu sögunnar síðastliðin 2000 árin, hefði honum verið nær að segja Dyggðin er undirstaða þekkingarinnar," því líklega hefur það aldrei verið augljósara en á okkar tímum hvað þekking mannanna er brotakennd og leiðir oft í villu. Og síst er það sjálfgefið að þekkingin ein leiði menn til gæsku !
Ef svo væri mætti spyrja, hvers vegna var Sókrates dæmdur til dauða og hversvegna er grimmd og mannvonska uppi um allan heim í dag, í yfirflæðandi mæli ? Ef yfirlýst aukin þekking mannsins á okkar tímum er forsenda gæsku, ætti heimurinn að vera betri í dag en hann hefur verið, en því er síst að heilsa. Menn nota nefnilega þekkingu sína að mestu leyti til að hlaða undir eigið sjálf en samfélagið má eiga sig !
Maðurinn býr samt sannarlega yfir mörgum hæfileikum, hann er listhneigður, og skapandi, þyrstur í að heyra um sögur og ævintýri allskonar, forvitni hans er takmarkalaus og hann vill helst vera með nefið niðri í öllu. En hann lifir í veröld sem er komin nánast alveg á fljótandi ferli hvað siðagildi varðar og þarf ekki að líta langt til baka til að sjá afturförina í þeim efnum !
Flest sem maðurinn gerir og framkvæmir, er og hefur verið flokkað á ýmsa vegu. En sú flokkun sem virðist gilda í þeim efnum í dag hefði líklega ekki verið mikils metin fyrir 50 árum, hvað þá einni öld !
Til dæmis er mat manna á listum í dag komið svo óralangt frá því sem áður gilti, að fjölmargt er talið til listaverka nú á tímum sem hefði verið álitið einskisvirði hér áður og tilheyra rusli frekar en list. Og listfræðingarnir, sem eiga náttúrulega að vera fróðustu menn samtímans um það hvað sé list, eiga stóran þátt í því hvernig málum er komið. Þeir einir vilja fá að túlka og tjá listaverkin og eftir þeirra umfjöllun er oft svo, að enginn er meira klumsa en listamaðurinn" sjálfur !
En fólk með allar hugsanlegar listagráður endasendist í dag um heiminn á styrkjum frá háskólum og menningarstofnunum, og er að eigin sögn og annarra að vinna að list sinni, þó árangurinn sé oft og tíðum mjög svo undarlegur að margra dómi.
En það virðist ekki vanta menningarstyrkina og oftar en ekki eru slíkir fjármunir teknir af skattborgarafé og geta menn rétt ímyndað sér hvort ekki væri hægt að nýta þá fjármuni með skynsamari hætti í þágu náungans og samfélagsins í blæðandi heimi !
Í okkar landi er menningin með ýmsu móti en auðvitað fyrst og fremst sköpuð af fólkinu sjálfu með einum eða öðrum hætti. Samt er kerfið farið að styðja við menninguna með ýmsum fjárfrekum leiðum. Það hafa verið byggð menningarhús á landsbyggðinni um leið og steypt hefur verið undan eðlilegu atvinnulífi þar.
Svonefndir menningarfulltrúar eru á launum um land allt og þeir hafa líkast til allra manna mest að gera. Án þeirra væri menningin víst dauðadæmd. Þeir telja sig áreiðanlega standa undir menningarmeiðnum, eins og Atlas átti að gera undir hnettinum samkvæmt fyrri tíma trú, en reyndin er auðvitað allt önnur !
Það er svo undarlegt með allskyns fulltrúa kerfisins, í menningarlegu tilliti sem öðru, já, og ýmsa aðra sem skipaðir hafa verið vegna ætlaðra þarfa heildarinnar, að sýn þeirra á menningarverðmæti sem annað, virðist geta verið afskaplega sjálfhverf og er það býsna oft.
Það sem þeir meta kannski mikils, ef skyldmenni eða jábræður eiga í hlut, kann að vera dæmt dautt og ómerkt ef um einhvern er að ræða sem ekki hefur hegðað sér rétt gagnvart hágöfugri menningarnáðinni. En staðreyndin er auðvitað sú, að menning þarf á flestu öðru frekar að halda en einhverri stýrandi stórabróðurs hönd af kerfisins hálfu !
Og eins og dæmin sanna, getur stundum verið starfað" með mjög svo einkennilegum hætti - í þágu okkar allra og menningarinnar í landinu", af slíkum svartálfum menningarljósakerfisins !
Það er ekkert nýtt í sögunni að menn misnoti vald sitt og beiti því með öðrum hætti en heiður og sanngirni geta mælt með, en alltaf er það þó hvimleitt að sjá dæmi um slíkt. Ég gæti alveg hugsað mér, af eigin nauðsyn og annarra, að taka saman ritgerð þar sem tíunduð væru dæmi um vinnubrögð af því tagi sem hér er talað um. Ég get séð það fyrir mér, að sú ritgerð gæti verið framlag til seinni tíma og upplýsing um það hvernig stundum hefur verið staðið að verkum í nafni menningar og lista !
Ég tel mig eiginlega hafa fullar forsendur til að skilgreina nokkur dæmi um mismunun af umræddu tagi í slíkri ritgerð og myndi auðvitað fjalla þar umbúðalaust um þennan vanda, sem ég tel að geti hugsanlega verið nokkuð víða til staðar í svokölluðum menningargeira, ekki síst við þær undarlegu geðþótta aðstæður sem þar virðast oft talsvert mikið ráðandi og leiða mál til verri vegar.
Það er sennilega margt sem getur komið til sem ástæða þegar sumum er hyglað og hampað og reynt að þagga aðra í hel. Stundum er það líklega vegna þess að viðkomandi menningarpostula eða áhrifamanni hefur ekki fundist sér sýnd nægileg virðing af einhverjum og því þurfi að hegna þeim sem þar á í hlut ; svo getur bara ómerkileg hefnigirni verið undirrótin, vegna einhvers sem áður hefur gerst og þá geta dvergsmáar útgáfur af Hriflu-Jónasi verið víða á ferð !
En hver sem ástæðan kann að vera fyrir sýnilegri útilokunarstarfsemi og mismunum í valdsviðhorfum gagnvart einstaklingum á menningarsviði sem öðru, er ljóst að þar er þá á ferðinni einhver sálræn brotalöm sem gerir þá sem haga sér með slíkum hætti, óhæfa til að gegna störfum samkvæmt eðlilegum og réttum viðmiðum í almannaþágu !
Það er stundum sagt um mál sem hafa ekki fengið fullt ferli, að ekki séu öll kurl komin til grafar. Í þeim efnum sem ég þekki til varðandi svona mál, fyndist mér rétt að ég legði mitt til að einhver kurl kæmu þar til grafar - þó síðar verði !
Það er alltaf óviðunandi að menn sem eru í vinnu hjá okkur öllum, haldi á málum með þeim hætti að mismuna mönnum og þar með auðvitað hluta af þeim sem borga þeim laun. Slíkt gera bara menn sem eiga við andlegar brotalamir að stríða !
Menning er það sem fólkið sjálft skapar, í gegnum listhneigð sína og fegurðarþrá. Þar sem fólk getur lifað við örugga afkomu og eðlileg vaxtarskilyrði huglægrar mennsku, mun heilbrigð menning alltaf eiga sitt góða athvarf.
Opinber afskipti af menningu eru sjaldan til góðs og síst til lengdar. Þau enda oftast með því að snúast bara um fjárframlög og hyglingar sem snúa menningu fljótt upp í andstæðu sína eins og dæmin sanna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 816
- Frá upphafi: 356661
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 648
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)