26.11.2014 | 19:06
Enn einn verjandi Hallgerðar langbrókar !
Guðni Ágústsson heitir maður sem er stundum býsna upphafinn í máli og framgöngu, en stundum sagður skemmtilegur. Ekki veit ég neitt um það hversu skemmtilegur hann er, en meðan hann var valdamaður í Framsóknarflokknum og ráðherra í þeim ríkisstjórnum sem byggðu upp forsendurnar fyrir efnahagshrunið, fannst mér löngum sem maðurinn væri frekar að leika skemmtikraft en að vera ábyrgur stjórnmálamaður.
Í þeirri stöðu sem hann var, fannst mér þjóðinni löngum meiri þörf á því að hann stæði í Framsóknarlappirnar gegn íhaldsþjónkun Halldórs og Valgerðar, en til þess hefur hann líklega aldrei haft þann slagkraft sem þurfti.
Oftast fóru því meint skemmtilegheit mannsins að mestu framhjá mér sem slík, en nógir virtust samt vera til sem vildu fullvissa manninn um að hann væri virkilega skemmtilegur. Það virðist hafa gert það að verkum að hann varð nokkuð snemma afskaplega sannfærður um eigið ágæti og oft dettur manni í hug véfréttin í Delí þegar Guðni lætur í sér heyra.
Nú hefur þessi umræddi maður sent frá sér bók sem heitir Hallgerður. Hún er víst einhverskonar syndaaflausnar-samantekt um Hallgerði Höskuldsdóttur Dala-Kollssonar, en Guðni segir það ljóst að hún hafi - í gegnum aldirnar - legið óbætt hjá garði. En er það allskostar rétt að svo sé ?
Það hafa nefnilega margir tekið að sér að verja Hallgerði á ýmsum tímum og rithöfundurinn Friðrik Á. Brekkan skrifaði til dæmis heila sögu um hana sem heitir Drottningarkyn. Árið 1903 flutti Þorvaldur nokkur Guðmundsson fyrirlestur í Reykjavík um Hallgerði og varði hana, en hann var þekktur maður á þeim tíma og flutti marga fyrirlestra þar sem hann kom fram með skýringar á ýmsu varðandi söguleg mál sem þóttu varpa nýju ljósi á margt. Haraldur Eyjólfsson bóndi í Gautsdal skrifaði greinarkorn til varnar Hallgerði í Húnavökuritið 1979 og svo mætti lengi telja.
Svo Hallgerður hefur nú kannski ekki legið svo óbætt hjá garði, sem Guðni vill vera láta, en kjarni málsins er þó sá að það breytir enginn mynd þeirri sem gefin er af henni í Njálu. En ef við viljum gefa okkur að hinn ókunni höfundur sögunnar hafi viljað sverta Hallgerði umfram réttar forsendur af einhverjum ástæðum og þar með fylgt röngum línum, getum við líka spurt okkur hver sé trúverðugleiki sögunnar yfir höfuð ? Verið gæti að söguskoðun af því tagi, sem rifi niður heildarmynd Njálu, eyðilegði fleira en unnt væri að bæta !
Nú er það svo að ferill manna og orðstír fylgir þeim lifandi sem dauðum. Það hafa margar manneskjur orðið alræmdar í Íslandssögunni fyrir afbrot og ódáðir og ef Guðni Ágústsson ætlar að taka alla þá fyrir sem hafa að sumra áliti legið óbættir hjá garði af þeim sökum, er hann líklega með bók sinni um Hallgerði að skapa upphaf að býsna stórum bókaflokki !
Hann þarf til dæmis ekki að fara út úr Njálu fyrsta kastið. Hann getur skrifað bók um Mörð Valgarðsson eða Valgarð gráa, Þorgeir Starkaðarson eða Hrapp Örgumleiðason eða jafnvel Grana Gunnarsson. Í öðrum fornsögum okkar getur hann svo fundið menn eins og Þorbjörn öngul, Hænsna Þóri, Þórólf bægifót og fullt af sambærilegum persónum sem hann gæti talið að skrifað hafi verið illa um í þessum sögum að ósekju. Kannski að Guðni verði sjálfskipaður verjandi þeirra allra og kannski að hann sé manna hæfastur til þess að taka það að sér ?
Svo getur hann tekið fyrir seinni tíma menn, Gissur Þorvaldsson, Þorvald Vatnsfirðing, Jón skráveifu Guttormsson, Axlar Björn og Svein skotta, svo einhverjir séu nefndir. Það liggja ábyggilega fjöldamargir óbættir hjá garði samkvæmt formúlu Guðna og það í gervallri Íslandssögunni. En það er hinsvegar nokkuð ljóst að í flestum tilfellum er ástæðan fyrir umsögnum um sögupersónur ósköp einföld eins og segir hér að framan, - orðstír manna og gerðir fylgja þeim dauðum sem lifandi !
Það sem ég er hinsvegar nokkuð hissa á, er hversvegna maður eins og Guðni, sem lifir trúlega í notalegum veruleika, á skítsæmilegum ráðherra-eftirlaunum, er að pæla í þessum hlutum og tala um að rétta hlut einhvers sem liggur - að hans mati - óbættur hjá garði, og það eftir þúsund ár !
Af hverju skyldi maður sem tengist að hluta ábyrgðarmálum efnahagshrunsins, vera svo fullur samúðar í garð einhverrar manneskju frá liðinni tíð, sem reyndist að öllum líkindum sér og sínum heldur illa á sinni lífsleið ?
Af hverju fer hann svo langt að skrifa bók til að verja slíka manneskju á þeim forsendum að sagan hafi dæmt hana of hart ? Er ekkert málefni nærtækara þessum fyrrverandi ráðherra, til dæmis örlög allra þeirra sem liggja óbættir hjá garði vegna afleiðinga efnahagshrunsins og afglapa stjórnmálaforustunnar í landinu segjum síðastliðin tuttugu ár eða svo ? Er þar ekki ýmislegt sem mætti skoða og krefjast réttlætis fyrir ?
Er það einhver samkennd sem liggur að baki þessum bókarskrifum, samkennd sem nær yfir aldahaf, - er viðkomandi kannski að segja um leið með sinni túlkun á málunum eitthvað í eftirfarandi dúr ég hef nú sjálfur reynt þetta, ég hef verið rægður og misskilinn, orðið fyrir sögulegu einelti og pólitískum hrakningum, og þó gerði ég eiginlega aldrei neitt af mér !
Er þetta sem sagt einhverskonar yfirfærð meining í þá átt að biðja um skilning varðandi ýmsa feila á ferlinum og kannski þá helst meintan ábyrgðarskort á fyrirhrunsárunum ?
Það er að minnsta kosti augljóst að sumir verða víst að vera eins og þeir eru, því þeim er sýnilega ógerlegt að fara úr því fasta hlutverki sem þeir hafa lengi leikið - sjálfum sér til dýrðar :
Guðni sæll á sviðinu
sönnum skákar trúðum.
Langbrókar í liðinu
lætur hann vaða á súðum !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 289
- Sl. sólarhring: 298
- Sl. viku: 1163
- Frá upphafi: 375645
Annað
- Innlit í dag: 248
- Innlit sl. viku: 971
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 239
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)