7.8.2015 | 16:16
Ránshönd sauðargærunnar !
Þegar lífeyrissjóðakerfið var sett á fót átti það að liggja klárt fyrir að fjármagnið sem safnaðist innan þess kæmi frá fólkinu, yrði fólksins vegna til og væri eign fólksins, yrði ávaxtað með sem tryggustum og áhættuminnstum hætti og skilaði sér til fólksins þegar þar að kæmi með viðunandi útkomu. Raunverulega áttu þeir samningar sem gerðir voru varðandi þetta kerfi að innifela í sér hluta af launakjörum fólks sem yrði svo ráðstafað með sem bestum hætti til aukningar á velferð fólks á efri árum. Þarna voru sem sagt afskaplega fallegir hlutir settir á blað og samþykktir sem slíkir !
Það er samt skoðun mín að önnur eins svikamylla hafi líklega aldrei verið sett upp í þessu landi og hefur þó margt slæmt verið gert í arðráns-efnum hérlendis síðustu áratugina og ekki síst í seinni tíð. Óþverralegri atlaga að almannakjörum hefur aldrei verið gerð svo ég viti, enda sviksemin og óhreinleikinn í þessu með ólíkindum. Allt átti þarna að vera fyrir fólkið að sagt var, en reyndin varð þveröfug, enda lá það víst alla tíð í bakhöndinni - sem var auðvitað blá og búraleg !
Eftir að þetta öfugsnúna kerfi var búið að hreiðra um sig fyrir alvöru, er það skoðun mín að sú skipan hafi komist á, að arðrán gagnvart almennum launþegum hafi orðið meira innan verkalýðshreyfingarinnar en utan hennar, og þarf engan að undra það eins og fyrirkomulagið er orðið í dag. Fjöldi fólks trúði því samt í byrjun að þarna væri verið að stíga farsælt skref fyrir almenna launþega, en því miður var það ekki svo. Blekkingin var svo mögnuð að margir ágætir verkalýðssinnar voru blindir fyrir henni til endadægurs !
Þegar ég var á tiltölulega ungum aldri kosinn í stjórn verkalýðsfélags, taldi ég mér skylt að kynna mér reglugerðir varðandi lífeyrissjóði og hvernig það kerfi virkaði fyrir hagsmuni almennra launþega. Ég taldi mig fljótt finna það að þarna væri ýmislegt gruggugt á ferðinni. Skemmst er frá því að segja, að síðan þá hef ég orðið því harðari andstæðingur lífeyrissjóðakerfisins sem ég hef betur kynnst því hvernig það er því telja má að það sé ættað beint úr helvíti, sem er eins og flestir ættu að vita - hákapítalískur staður !
Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í Neskaupstað lýsti þessu kerfi eitt sinn sem framlengingu á launamisréttinu í landinu og vissulega má það til sanns vegar færa. Og þá ættu menn svo sem að vita hvaðan það er ættað. Það er mín skoðun að enginn sem þiggur laun á vegum þessa kerfis sé að vinna fyrir fólkið heldur gegn því. Það er sárt til þess að vita að sumir menn sem unnu mikið í þágu verkalýðshreyfingarinnar hér á árum áður skyldu falla í þá gildru að verja þetta margbölvaða svika og arðránskerfi sem ég tel hiklaust að hafi spillt meira fyrir hag launafólks í landinu en með nokkrum tölum verður talið !
Þetta kerfi er svo mikill óþverri að mínu mati, að það virkar eins og tiltekinn maður sagði fyrir nokkrum árum þegar honum nægði ekki að segja að annar tiltekinn maður hefði rekið hníf í bakið á honum, að hann talaði um heilu hnífasettin í því sambandi. Ég tel að lífeyrissjóðakerfið virki í raun með samsvarandi hætti gagnvart hagsmunum launþega. Þar eru heilu hnífasettin í gangi að baki manna !
Þetta fjármagn fólksins hefur iðulega verið notað eins og menn væru í glórulausu fjárhættuspili og þegar fé glatast þannig er það bara látið koma niður á fólkinu. Afkoma sjóða er þá sögð ekki nógu góð og allra handa ástæður týndar til skýringa og því verði að skerða lífeyrinn um svo og svo mikið ! Stjórnunin á fjármagni fólksins virðist alfarið orðin slík að hún vinnur gegn lífsafkomu manna !
Aldrei virðist um neina ábyrgð að ræða þegar sjóðir rýrna og skerðast. Þeir eru ófáir mennirnir sem hafa sest upp hjá þessum sjóðum sem óformlegir bankastjórar, lifað í vellystingum á fólksins fé árum saman og þóst heldur en ekki miklir verkalýðssinnar. Í mínum augum er þar um að ræða einar verstu afætur sem til eru í landinu.
Það eru einkum þeir sem þykjast alla tíð vera að gera gott, en eru í raun úlfar í sauðargærum, sem verða að verstu martröð fólksins. Þeir sem éta sjálfir það fóður sem ætlað er smáfuglunum og það í stórum stíl eru ekki merkilegir fuglar og eiga aðeins megnustu fyrirlitningu skilið !
Það er margt í lífinu sem býður upp á baráttu. Verkalýðshreyfingin sjálf varð öll til í gegnum baráttu, þá baráttu þurfti að heyja á hörðum forsendum árum saman vegna þess að þeir sem höfðu arðrænt fólkið vildu geta haldið því áfram óáreittir. En þegar miklir sigrar höfðu unnist og verkalýðshreyfingin var orðin lifandi staðreynd og afl sem ekki var hægt að sniðganga lengur, fóru arðránsöflin og sérgæskuliðið að leita að nýjum leiðum til að koma sínu fram og hafa pening af fólkinu. Það sem þetta andskotahyski fann þá til ráða var ekki hvað síst þetta lífeyrissjóðakerfi sem er látið vinna öfugt við gefnar forsendur. Það er að minni hyggju hrópandi dæmi um það hvernig tókst að hefja stórfelldara arðrán innan vébanda en áður hafði þekkst utan þeirra !
Það er nánast öllu spillt og engu hlíft þegar græðgi og siðleysi fylgjast að. Ágirnd er rót alls ills segir á vísum stað og lífeyrissjóðakerfið virðist alfarið rekið með ágirndina eina að leiðarljósi. Þar hefur sú fjármagnshít verið sett á laggir sem aldrei verður mettuð. Hún sýgur blóð fólksins ár og síð !
Það er löngu orðið mesta hagsmunamál almennra launþega í þessu landi að lífeyrissjóðakerfið verði afnumið og málum komið í það horf að eftirlaunakerfi landsmanna verði í samræmi við eðlilega heilbrigða velferð á siðlega vísu !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 127
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 907
- Frá upphafi: 357088
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 723
- Gestir í dag: 115
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)