Leita í fréttum mbl.is

Skáldiđ og Ögmundur í Önnuhúsi !

Skáldiđ stóđ viđ skrifpúltiđ og tyllti sér á tćr. Ţađ fann fyrir vaxandi ţreytu í fótunum og kominn virtist einhver dođi yfir hugsunina. Ţađ var líklega réttast ađ hćtta skriftum í bili og hvílast örlítiđ.

Skáldiđ varp öndinni hálf ţunglega og leit upp á vegginn á móti púltinu og grandskođađi samkvćmt venju málverkiđ sem hékk ţar af Ögmundi í Önnuhúsi. Ţađ hafđi oft gefiđ innblástur ađ horfa á mynd hins kćra vinar frá liđnum árum, en nú var jafnvel Ögmundur áhrifalaus.

Skáldiđ lagđi ritblýiđ niđur og gekk hćgum skrefum yfir í svefnherbergiđ og lagđist ţar upp í rúmiđ. Ţar festi ţađ augun á loftinu og hugsađi ekki neitt. Hvíldi sig fyrir nćstu skriftalotu, hvíldi fćtur sem stóđu og stóđu međan stćtt var, hvíldi huga sem enn fćddi af sér orđ á blađ.

Skáldiđ lá ţannig um tíma, en setti svo hendur aftur fyrir höfuđ sér og spennti ţćr saman ţar. Svo leiđ drykklöng stund. Allt var hljótt og húsiđ sjálft virtist halda niđri í sér andanum. Öll hin kunnuglegu hljóđ ţess virtust ţögnuđ og skroppin frá. Skáldiđ hóstađi ofurlítiđ og krosslagđi fótleggina ofan á rúmteppinu. Síđan leiđ aftur drykklöng stund í ţögn hússins.

En svo reis skáldiđ skyndilega á fćtur, gekk út ađ glugganum, greip kíkinn sem lá ţar og horfđi í gegnum hann löngum augum út dalinn. Mikiđ var umhverfiđ fallegt og ţrungiđ ţessu undarlega lífi sem fyllti landiđ. Skáldiđ fann til djúprar gleđi einhversstađar inni í sér og andvarpađi ósjálfrátt af heimatilbúinni vellíđan. Ţađ lagđi kíkinn frá sér og gekk fram ganginn, niđur stigann og inn í borđstofuna, settist ţar í djúpa hornstólinn og kveikti sér í vindli.

Konan hafđi fariđ í bćinn. Skáldiđ horfđi upp í loftiđ og mćlti af munni fram :

Hetjan mig á höndum ber,

hollust sínum manni.

Finn ég ţađ ađ ávallt er

Auđur í mínum ranni !

Skáldiđ hló ađ hugarsmíđ sinni og klárađi vindilinn. Svo stóđ ţađ upp úr stólnum, liđkađi axlirnar ađeins og gekk síđan föstum skrefum fram og upp stigann og brátt stóđ ţađ viđ skrifpúltiđ aftur, tilbúiđ fyrir nćstu vinnulotu. Ţađ leit upp á myndina af Ögmundi vini sínum og nú var bjart yfir henni, enda lá innblásturinn í loftinu. Ţađ var ekki eftir neinu ađ bíđa, hefjast varđ handa og grípa flugiđ.

Skáldiđ greip ritblýiđ og textinn rann fram í hugann og frá hönd á blađiđ eins og bunuhreinn lćkur úr urđ á fjöllum. Gangverk snilldar var enn einu sinni komiđ af stađ og annađ skipti ekki máli.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 124
  • Sl. sólarhring: 259
  • Sl. viku: 904
  • Frá upphafi: 357085

Annađ

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 720
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband