16.8.2015 | 17:20
Varðandi almannaöryggi í Reykjavík !
Oft virðist svo að mikið sé gert úr því í umræðu að ýmsir staðir á landinu séu hættulegir til búsetu og jafnvel gefið í skyn að það sé í raun og veru bara vitleysa að búa þar. Oftast er umræða af því tagi eitthvað sem á bakland sitt á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt á víst að vera öryggið sjálft í búsetulegum skilningi sumra. En þá er það spurningin - er það raunverulega svo ?
Það hefur sem kunnugt er löngum verið mikið talað um Vík í Mýrdal með hliðsjón af hugsanlegu Kötlugosi, eins hefur verið mikið talað um þá staði þar sem snjóflóðahætta getur skapast og svo framvegis. Allt hefur það iðulega verið notað af borgríkissinnuðum búsetusérfræðingum á suðvesturhorninu sem innlegg í umræðuna og þá sem skýlaus dæmi um það hvað landsbyggðin sé og geti verið dýr í rekstri fyrir þjóðarbúið !
En eins og spurt var hér að framan, hversu örugg og trygg er þá höfuðborgin Reykjavík sem búsetustaður fyrir fólk þegar allt kemur til alls ? Hvaða náttúruhamfarir gætu hugsanlega orðið í Reykjavík ?
Er ekki tiltölulega stutt síðan jarðskorpan hristist þar töluvert í jarðskjálftum ? Hvað með eldgos ? Hver er skilgreind hættumatsstaða á því að hafist geti eldgos í Reykjavík eins og til dæmis gerðist í Vestmannaeyjum ? Ef eitthvað slíkt gerðist, er þá til rýmingaráætlun fyrir Reykjavík ? Eða er einhver hugsanleg hætta á því að þúsundir manna gætu lokast þar inni í einhverju eldsvíti og kæmust hvorki lönd né strönd ?
Hvernig eru stjórnstöðvar Almannavarna byggðar upp og er einhver áætlun fyrir hendi um stjórnstöð utan Reykjavíkur sem gæti tekið við, ef allt fer í óefni í höfuðborginni af völdum náttúruhamfara ?
Hver er öryggislegur grundvöllur höfuðborgarsvæðisins varðandi hugsanlega ógnaratburði og eru einhverjar skýrar áætlanir fyrirliggjandi um það hvernig tekið skuli á málum ef þar yrðu náttúruhamfarir, svo sem meiriháttar jarðskjálfti eða eldgos ?
Er kannski bara treyst á það að allt muni lafa áfram í óbreyttu fari og ekkert hugað afgerandi að þessum málum vegna þess að opinská umræða um lífsöryggi íbúa höfuðborgarsvæðisins sé ef til vill talin skaðleg hagsmunum öflugra aðila ?
Það hefur nokkrum sinnum komið fram í fréttum að ýmsir atburðir hafa gerst hérlendis sem ekki áttu að geta gerst samkvæmt virku eftirlitskerfi og réttum reglum. Það hefur sem sagt sýnt sig að eftirlit hefur brugðist og farið hefur verið á svig við réttar reglur. Í slíkum tilfellum hefur ekki alltaf verið hægt að forða slysum og verðmætatjóni þó aðeins hafi verið við menn að eiga !
En hvernig skyldi það vera þegar náttúruöflin eru annarsvegar ? Getum við alfarið treyst því að þegar náttúran fer afgerandi út af sporinu með einhverjum hætti, sé vandlega útfærð og úthugsuð viðbragðsáætlun til staðar, heilstæð björgunaráætlun fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem býr á Reykjavíkursvæðinu ?
Ég vona að svo sé, því staðreyndin er auðvitað sú að ýmislegt getur gerst á höfuðborgarsvæðinu ekki síður en úti á landsbyggðinni þegar ógurlegir frumkraftar hins náttúrulega umhverfis okkar taka upp á því að fara hamförum. Þá er sannarlega eins gott að hlutirnir virki eins og fólki hefur verið talin trú um að þeir geri. Það er nefnilega hreint ekki svo lítið í húfi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 118
- Sl. sólarhring: 313
- Sl. viku: 898
- Frá upphafi: 357079
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 714
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)