Leita í fréttum mbl.is

"Treystu mér, ég er lćknir !"

Fyrirsögn ţessa pistils er jafnframt heiti nýlegs sjónvarpsmyndaflokks og langar mig til ađ pćla ađeins í ţví sem felst í ţeirri stađhćfingu sem ţarna kemur fram. Í almennum skilningi er ţó kannski ekki neitt athugavert viđ hana í sjálfu sér en í raun segir hún talsvert meira en hún getur stađiđ undir međ sannferđugum hćtti.

Ţađ er ekkert sem segir ađ ţú eigir ađ treysta lćkni bara vegna ţess ađ hann segist vera lćknir og jafnvel ţó ađ hann sé ţađ. Lćknar eru alls ekki allir ţannig ađ ástćđa sé til ađ treysta ţeim. Ţeir eru upp og ofan eins og annađ fólk. Traust er hinsvegar nokkuđ sem lćrist viđ reynslu og viđkynningu.

Ţú getur kynnst lćkni sem reynist ţannig ađ allri gerđ ađ ţú myndir hvenćr sem vćri leggja líf ţitt í hans hendur – í öruggu trausti. En ţú gerir ţađ ekki bara vegna ţess ađ hann sé lćknir, heldur vegna ţess ađ hann hefur sýnt ţađ og sannađ međ daglegu framferđi sínu ađ hann er ţađ sem hann á ađ vera og stendur sem slíkur undir nafni.

Ţađ er ţví á misskilningi byggt ađ manni sé treystandi bara vegna ţess ađ hann sé lćknir. Hann getur hafa útskrifast úr háskóla sem lćknir, hann getur haft alla pappíra í lagi varđandi ţađ, en hvort hann er í raun og sannleika lćknir sem ţú getur treyst, ţađ er nokkuđ sem ţú kemst ađeins ađ raun um í gegnum samskipti ţín viđ hann.

Og ţví miđur virđist ţađ hafa fariđ í vöxt á seinni árum ađ lćknum sé ekki treystandi bara vegna ţess ađ ţeir hafi menntunarlegar forsendur til ađ vera lćknar. Alls kyns reynslusögur sem ganga fólks á milli af samskiptum ţess viđ lćkna, virđast stađfesta ţađ ađ full ástćđa sé til ţess ađ bíđa međ traustiđ ţar til samskiptin hafa byggt undir ţađ međ áţreifanlegum hćtti !

Ţađ er eins međ ţetta og svo margt annađ í samfélagi nútímans, ađ fólki virđist yfirleitt í allri umrćđu yfirborđsins vera uppálagt ţetta og hitt á ţeim forsendum einum ađ menntun sé og hljóti ađ vera 100% ígildi ţess sem hún er sögđ vera !

Ţađ eru eflaust miklir hagsmunir tengdir ţví ađ koma á slíku viđhorfi, en ţađ breytir engu um ţá stađreynd ađ ţađ er rangt. Ţađ getur átt ađ vera búiđ ađ slípa einstaklinginn sem demant, en ţađ er ţađ sem skólaganga og menntun á ađ gera til ađ áskapađir hćfileikar manna skili sér, en reynslan ein mun fćra heim sanninn um ţađ hvort viđkomandi einstaklingur kemur til međ ađ skína međ sönnum hćtti og hvort yfirleitt sé um einhvern demant ađ rćđa !

Sum störf geta međ góđum, siđrćnum rökum talist störf sem ţarf köllun til ađ rćkja vel. Lćknismenntađur mađur sem hefur ekki í sér neina köllunarskyldu til líknarverka er ekki mađur sem sjálfgefiđ er ađ treysta vegna ţess eins ađ hann er bókađur á lista mannfélagsins sem lćknir. Guđfrćđimenntađur mađur sem hefur ekki í sér neina köllunarskyldu viđ prests-starfiđ eđa trúarlega hollustu gagnvart Almćttinu, er ekki mađur sem ákjósanlegur er sem bođberi fagnađarerindisins eđa huggari fyrir sál í neyđ. Og áfram mćtti eflaust nefna margt í hliđstćđu sambandi varđandi ađrar stéttir.

En alls stađar er traust sú undirstađa mannlegra samskipta sem skiptir höfuđmáli. Menn kynnast og smám saman byggja ţeir upp traust sín á milli ţegar reynslan sýnir ađ ţađ eru fullar forsendur til ţess. Yfirlýsingar eins og fyrirsögn ţessa pistils gera kröfu til trausts á litlum sem engum forsendum !

Á Íslandi myndi tćpast ţykja trúverđugt nú um stundir ađ mađur segđi : „Ég er bankamađur, treystu mér !“ Ţađ ţýđir hinsvegar enganveginn ađ ţađ sé hvergi til bankamađur hérlendis sem hćgt sé ađ treysta. Reynslan sker úr í ţví máli sem öđrum. En í víđari skilningi getur ţú ađ öllum líkindum veriđ nokkuđ viss um ađ ţú búir í ţokkalega heilbrigđu ţjóđfélagi, ef ţú telur ţig geta sagt á fullum forsendum: „Ég treysti lćkninum mínum, prestinum mínum og bankastjóranum mínum !“

Og gott hlýtur ţjóđfélagiđ ađ vera ef ţú telur ţig yfir höfuđ geta sagt međ fullum sanni : „Ég treysti náunga mínum til alls góđs !“

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1025
  • Frá upphafi: 377539

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 884
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband