20.11.2015 | 23:33
Staðreyndir um stöðu innflytjendamála í Danmörku !
Í þessum pistli ætla ég að fara nokkuð yfir innflytjendamál í Danmörku en þar virðast mér komin til sögunnar einu sýnilegu merkin um að stjórnvöld á Norðurlöndum séu að vakna til vitundar um þær hættur sem hafa verið skapaðar hingað til - af pólitískum sofandahætti og ótrúlegu ábyrgðarleysi - í gegnum innflytjendamálin.
Danir vöknuðu upp við vondan draum við það fár sem varð þegar skopmyndirnar af Múhameð spámanni voru birtar í dagblaðinu Jyllandsposten árið 2005. Allt í einu var eins og þeir skynjuðu allharkalega að eitthvað væri að, að eitthvað væri öðruvísi í landinu þeirra en þeir höfðu haldið. Öryggið sem þeir töldu sig hafa búið við virtist allt í einu orðið svo brothætt !
Og síðan hafa Danir dregið lærdóm af þeirri aðvörun sem þeir óneitanlega fengu og farið í að þétta þjóðarskútuna sína sem var orðin býsna múslimalek. Það hafa þeir gert með lagasetningum sem eiga að koma í veg fyrir að kerfið verði eins berskjaldað fyrir ríkishollustu-snauðum innflytjendum og það hafði áður verið.
Skopmyndadeilan var heimssögulegur atburður. Þá var það staðfest sem lengi hafði leikið grunur á, að áhrifamiklir imamar í Danmörku studdu alls ekki gildismat dansks lýðræðisþjóðfélags. Þeir léku tveimur skjöldum og unnu að því að skaða orðstír Danmerkur heima fyrir og erlendis með lygum og prettum. Í ljós komu umfangsmikil tengsl þeirra við islamista í múslimaheiminum, til að mynda samstarf við Yusuf-al-Qaradawi, hugmyndafræðilegan leiðtoga Múslimska bræðralagsins, en hann er mjög áhrifamikill islamisti. Þá skildist mörgum Dönum loksins að þeir stæðu frammi fyrir ótrúlegum innri óvini og bregðast þyrfti við ógninni með samvirkum hætti.
Danir byrjuðu reyndar að breyta innflytjendalöggjöf sinni 2002 og fengu strax á sig mikla ádeilu. Þeir voru sakaðir um rasisma og fordóma og allan þennan venjulega pakka sem fjölmenningarsinnar, sem segja má að séu hinir nytsömu sakleysingjar islamistanna, nota til að þagga niður í fólki með andstæðar skoðanir. En Danir létu það ekki á sig fá og héldu áfram að vinna að lagfæringum og endurbótum á þessum málum innan kerfisins.
Flestir sósíaldemókratar voru samt á þeim tíma fastir á sinni fjölmenningar rás undir forustu Poul Nyrup Rasmussen, en Karen Jespersen, þáverandi félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Rasmussens og fleiri stjórnmálamenn hlustuðu á umræðuna og tóku t.d. mark á gildismiklum varnaðarorðum prófessors Poul Christian Matthiessen sem hann setti fram í grein í Jyllandsposten 1999.
Þrátt fyrir það neitaði flokksforusta sósíaldemókrata að breyta um stefnu og meðal annars vegna þess töpuðu þeir þingkosningunum 2001. Almenningur var farinn að hafa miklar áhyggjur af því að danska þjóðfélagið væri að klofna í aðskilda hópa. Þjóðin vildi nýja og skýra heildarstefnu í málum innflytjenda, en áralangur heigulsháttur sósíaldemókrata varðandi þessi mál og tregða til að viðurkenna gerð mistök olli því að þeir töpuðu líka kosningunum 2005.
Sama ár birti prófessor Matthiessen ný viðvörunarorð í Jyllandsposten. Grein hans var hlaðin af traustum rökum fyrir þeim hættum sem þjóðfélagið stæði frammi fyrir vegna innflytjenda sem neituðu að aðlagast og væru margir hverjir fjandsamlegir dönskum lífsgildum.
Matthiessen benti á að allir fyrri innflytjendahópar sem komið hefðu til Danmerkur hefðu aðlagast, hollenskir bændur á 16. öld, franskir húgenottar á 17. öld, sænskir og pólskir verkamenn á 19. öld, gyðingar frá Rússlandi um aldamótin 1900 og fólk frá Chile á áttunda tug 20. aldar. En þeir sem koma í dag hópast saman í sérhverfi og mynda háværa kröfuhópa og skapa víðtæka erfiðleika í samfélaginu sem bitna á þeirri þjóðarsamheldni sem ríkt hefur í landinu til þessa!
Á þessum tíma, síðla sumars 2005, vöktu þessi orð Matthiessens ekki uppnám eins og fyrri orð hans 1999. Breiður hópur stjórnmálamanna var þegar búinn að viðurkenna að aðlögun innflytjenda í landinu væri almennt séð klúður. Tölfræðin sagði líka sína sögu og menn gátu ekki svo auðveldlega hundsað þær niðurstöður.
Um 200.000 innflytjendur í Danmörku hafa múslimskan bakgrunn eða um 3,5% af heildaríbúafjölda landsins. Um 85-90% kvenna frá Sómalíu, Líbanon, Írak og Afghanistan eru algjörlegan utan vinnumarkaðar og þannig utanveltu í dönsku samfélagi. Skýrslur hafa sýnt að opinberir ráðgjafar sem hafa átt að vinna að því að hjálpa þessum konum til þátttöku í atvinnulífinu, hafa í raun unnið þveröfugt að málum og talið sig vera að gera rétt með því.
Múslimskir eiginmenn virðast óttast það mjög mikið að þeir missi vald sitt yfir konunum þegar þær fara út á vinnumarkaðinn. Sjónarmið þeirra er að þær eigi að vera heima og fyrrnefndir ráðgjafar hafa myndað vanheilagt bandalag með þeim varðandi þetta og talið sig styrkja heimilin með því. Allskonar sýndarmennska er svo í gangi til að blekkja kerfið og forðast tilboð um vinnu. Í skoðanakönnun 2006 kom í ljós að aðeins 2% múslimskra innflytjenda í landinu sögðust í fyrsta lagi líta á sig sem danska borgara !
Útgjöld danska ríkisins vegna innflytjendamálanna og afleiðinga þeirra eru nú varla undir 40 milljörðum danskra króna árlega og fátt sem bendir til að þau lækki að ráði næstu árin, jafnvel þó verulegar stefnubreytingar verði í málaflokknum. Hvaðan skyldu þessir peningar vera teknir og frá hverjum ?
Ýmislegt bendir þó sem fyrr segir til þess að Danir séu að átta sig mun betur á vandanum en Svíar og Norðmenn. Þeir hafa sett nýjar reglur sem eru í þróun og breytt barnabótum unglinga í menntastyrki og eru að þreifa sig áfram með löggjöf sem á að skila því sem ætlast er til. Flestir Danir gera sér nú grein fyrir því að erindrekstur islamista út um alla Evrópu stefnir að því takmarki einu að þvinga þjóðir álfunnar til undirgefni við þeirra hugmyndafræði skref fyrir skref !
Danir virðast vera farnir að skilja að ýmsar skýrslur sem þeir hafa ásamt öðrum tekið gildar fram að þessu, hafa í raun verið einræður í þágu islam, byggðar á umburðarlyndisheimskunni sem hefur þjónað islamistum betur en flest annað út um alla Evrópu, ekki síst á altari hrossakaupanna hjá ESB í Brussel !
Danir eru að öllum líkindum það þjóðlegir í sér að þeir eru hreint ekki tilbúnir til að afneita eigin menningu eins og Svíar gerðu í raun 1997 þegar þeir lögðu fram nýja stefnu stjórnvalda sem fólst í því að fórna öllu því sem sænskt er fyrir fjölmenningu sem enginn veit í raun hvað er eða til hvers leiðir.
Í þeim gjörningum sannaðist sem víðar og oftar hvað það er sem er oft leiðandi í því að koma á svonefndri rétthugsun og skapar forsendur fyrir ýmisskonar einræðishreyfingar. Það eru hin margreyndu og alræmdu svik svonefnds menntafólks við almennt lýðræði !
Endurtekin hryðjuverkaárás á Frakkland af hálfu islamista sýnir að baráttan er við ytri óvini sem svífast einskis og sem styðjast við aðstoð innri óvina. Í Frakklandi er talið að séu um það bil 5 milljónir múslima, en tölur eru þar allt frá 4 milljónum til 6. Ef við gefum okkur að aðeins 10% þeirrar tölu feli í sér þjóðhættulega einstaklinga, sem hlýtur að teljast varlega áætlað, þá erum við að tala um 500.000 manns sem er hreint ekki lítið mál að fást við sem óvini innan eigin landamæra !
Fjölmenningarstefnan hefur verið algjör eiturbikar fyrir þjóðir Evrópu. Helmuth Schmidt fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, sem er nýlátinn, viðurkenndi að hugmyndin um fjölmenningarsamfélagið væri misheppnuð, en enn situr fjöldi stjórnmálamanna til hægri og vinstri í sömu villunni og neitar að horfast í augu við staðreyndir. Sumir þeirra virðast þegar hafa gengið algerri uppgjöf á vald í þessum málum, svo sem í Svíþjóð og jafnvel Noregi.
Stjórnmálaforustulið Norðurlanda er þannig mikið til enn á fullri ferð á ótryggu fjölmenningarhafinu, öslar þar áfram eins og Titanic forðum, upplýst og sjálfumglatt, en múslimski borgarísjakinn er beint fyrir stafni. Verður komist fyrir hann eða sekkur allt í svartnættisdjúp sharia laga í komandi tíð ?
Enginn veit en það er samt ljóstýra í myrkrinu. Danmörk er að vakna til varnar að einhverju leyti og kannski munu Danir vekja Norðmenn til meiri umhugsunar um þessi mál. Svíar eru hinsvegar sokknir svo djúpt að þeim virðist varla viðbjargandi. Þjóð sem afsegir eigin menningu hlýtur að vera komin býsna langt út í foræðið og vandséð að hún geti aftur fengið fast land undir fætur.
Það er því enganveginn ljóst hvað verður á komandi árum, en eitt er víst, að stefna Norðurlanda í innflytjendamálum hefur skapað svo mikil vandamál á heimaslóðum, að það mun seint sjást fyrir endann á þeim, jafnvel þó farið verði að hugsa eitthvað um lífshagsmuni þeirra sem í þessum löndum hafa búið og byggt upp þá velferð sem þar er. Ef slík hugsun vex og verður til í endurnýjuðum styrk og skapar þannig vegferð sem verður til heilla fyrir þau Norðurlönd sem við þekkjum og viljum viðhalda sem slíkum, þá geri ég ráð fyrir að hún muni helst vaxa upp í hinum danska þjóðargarði og dreifa sér þaðan.
Vonandi gerist það áður en allt verður um seinan !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 815
- Frá upphafi: 356660
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 647
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)