21.5.2016 | 12:42
Spjall um væntanlegt forsetakjör !
Það hefur löngum virst erfitt fyrir marga sem notið hafa
valda að draga sig í hlé. Nú hefur það gerst sem
sjaldgæft er, að einn slíkur hefur gert það - að lokum !
Ólafur Ragnar hefur dregið framboð sitt til baka og sett
það aftur í gildi sem hann sagði um áramótin.
Það virðist sem svo, að sá þrýstingur sem líklega var
settur á hann af stuðningsmönnum að bjóða sig fram,
hafi í raun höfðað meir til þess sem hann hefur talið
skyldu sína að gera, en beinlínis þess sem hann hefur
langað til.
Ólafur gerði grein fyrir því í aðdraganda þess að hann
dró framboð sitt til baka, að staða mála hefði breyst
með þeim hætti að reynslumiklir menn hefðu komið
fram sem vel væru færir um að axla þær skyldur sem
forsetaembættinu fylgdu og geta menn svo sem haft
ýmislegt við þá skoðun að athuga í sjálfu sér, en þetta
sagði forsetinn fráfarandi hvað svo sem hann meinti í
raun og veru.
Það mætti því ætla að Ólafi Ragnari hafi eiginlega ekki
litist sem best á þau framboð sem fram voru komin fyrir
framboðs-yfirlýsingu hans upp úr miðjum apríl, og
kannski er hann í því ólíkur Sigurði Jónssyni sem eitt
sinn var hreppstjóri okkar Skagstrendinga, skynugur karl
og sérstæður.
Sigurður benti á Jón Áskelsson nágranna sinn á
Hólanesinu sem eftirmann sinn í starfi hreppstjóra, en
milli þeirra grannanna hafði þó verið fremur fátt. Jóni
þótti merkilegt að heyra að Sigurður hefði bent á hann
varðandi þetta og hugsaði með sér að líklega væri
karlinn skárri en hann hefði haldið.
Hann gerði sér því ferð yfir til grannans til að þakka
fyrir traustið. Sigurður pírði augun þegar hann heyrði
erindið og sagði: Hélstu að ég vildi að eftirmaðurinn
yrði betri ?
Svona geta nú viðhorfin verið breytileg en kannski er
Ólafur Ragnar ef til vill bara líkur Sigurði hreppstjóra
og vonar eindregið innst inni - eigin orðstírs vegna, að
eftirmaður hans á stóli forseta verði Davíð Oddsson !
Sumir frambjóðendur í þessum forsetakosningum hafa
látið liggja að því í fjölmiðlum að aðalástæðan fyrir
litlu fylgi þeirra samkvæmt skoðanakönnunum sé að
þeim hafi ekki gefist tími til að kynna sig. Það virðist
búa nokkuð merkilegt sjálfsálit bak við slíkar
skýringar,sem gefa þá í skyn að fylgið muni þjóta upp á
við ef viðkomandi nær því bara að koma því til skila
hversu frábær hann er.
Og maður spyr sjálfan sig, hvernig getur það verið að
svo frábærir einstaklingar þurfi að kynna sig fyrir
sinni litlu þjóð ? Atgervi þeirra ætti þá fyrir löngu að
vera orðið alþjóð kunnugt, skyldi maður ætla !
Í eina tíð var talið að ekki myndu bjóða sig fram aðrir
einstaklingar til forsetakjörs hérlendis en þeir sem
þegar væru orðnir þjóðkunnir af ferli sínum og störfum.
Nú er sýnilega öldin önnur. En auðvitað mega allir bjóða
sig fram, hvort sem þeir eru þekktir eða ekki, en
afleitt er þó alltaf ef lýðræðið er notað með þeim hætti
að verið sé að grafa undan því og allt að því fíflast
með þann rétt sem það gefur mönnum.
Tíminn líður og það býður alltaf breytingum heim. Nýir
menn koma á sviðið og þannig á það að vera.
Gamlir vendir sem löngu eru hættir að sópa eiga að lúta
því lögmáli sem tímanum fylgir og víkja fyrir nýjum.
En það er nú þetta sem ég minntist á hér í upphafi, það
er svo erfitt fyrir marga sem notið hafa valda að
víkja. Slíkir menn vilja koma aftur og aftur, íklæddir
nýju og nýju gervi. Þeir birtast kannski sem
borgarstjórar, formenn flokka, þingmenn og ráðherrar,
jafnvel forsætisráðherrar, svo verða þeir kannski
seðlabankastjórar og hver veit hvað. Allt vilja þeir
verða og virðast sumir hverjir kosta kapps að safna
vegtyllum fram í bláan dauðann.
Það er jafnvel reynt að húkka sér einhver völd löngu
eftir að flestallir eru búnir að fá sig fullsadda af svo
valdagírugu einstaklingsframtaki og sjá lítið gott við
það, enda hafa ávextirnir oft verið þannig að óbragðið
eitt situr eftir.
Það verður því að segjast eins og er, að þegar fréttist
af ótilteknu framboði stóðst Enginn Allrason ekki mátið
og orti smákvæði það sem hér fer á eftir. Enginn er
líklega að orða þar nokkuð sem margir gætu tekið undir
og það heilshugar.
Gleypugangurinn
Tignarstöðu stóra eygir,
stífur sér í slaginn fleygir
karl með höfuð hallt.
Samt með hroka hátt sig reigir
hann og með því nánast segir:
Verða vil ég ALLT !
Þjóðin undrast þessa takta
þar sem valdagræðgin rakta
birtist sjúk í sér.
Suma þyrfti vel að vakta,
vilja þeir í öllu blakta
á við heilan her !
Ekki má það endurvekja
er allan jöfnuð kýs að hrekja
og ber í sárin salt.
Heft sé mannsins frama frekja,
ferilinn þarf ekki að rekja.
Verði hann aldrei ALLT !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.5.2016 kl. 12:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 124
- Sl. sólarhring: 249
- Sl. viku: 904
- Frá upphafi: 357085
Annað
- Innlit í dag: 112
- Innlit sl. viku: 720
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 111
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)