Leita í fréttum mbl.is

Ađ viđhalda lýđrćđislegri vöku !

Ţađ er alltaf ţörf á nýliđun í lýđrćđislegu starfi, en best er auđvitađ ađ reynsla og ţroski í félagslegu starfi geti átt fulla samleiđ međ ferskleika nýrra sjónarmiđa. Viđ ţurfum öll ađ gera okkur grein fyrir ţví ađ veröldin er ekki eitthvađ sem kallast getur fast viđmiđ, ţar er allt breytingum undirorpiđ.

En ţegar einhverjir eru búnir ađ koma sér svo vel fyrir á heimslega vísu, ađ ţađ fer ákaflega notalega um ţá, vilja ţeir yfirleitt engu breyta. Ţađ sem ţeir halda ađ sé og vilja ađ sé ríkjandi ástand, ţjónar ţeim best. Fólk í slíkum sporum verđur afturhaldssamt og andvígt framfarasinnuđum sjónarmiđum.En ţađ áttar sig ekki á ţví ađ breytingarnar gerast samt og hljóta óumflýjanlega ađ eiga sér stađ.

Hver ný samtíđ elur af sér breytt viđhorf og ţó ađ afturhaldssinnuđ stjórnvöld hafi oft getađ tafiđ fyrir framrás breyttra sjónarmiđa, nćr krafa tímans fram međ einum eđa öđrum hćtti. Sums stađar međ hćgri en sterkri undiröldu, annars stađar, ţar sem kúgun hefur kannski veriđ ţess meiri, međ skyndilegri flóđöldu sem sópar öllu gamla draslinu burt í einum svip. Slík skyndibreyting ţjóđfélagslegra ađstćđna er oft kölluđ bylting og heitir ţađ líka međ réttu.

Ţađ er óţekkt í sögunni ađ byltingar í ţessum farvegi komi frá hćgri. Hćgri viđhorf eru sem fyrr segir í eđli sínu íhaldssöm og beinast fyrst og fremst ađ ţví ađ halda í ţađ sem er, halda í ţann feng sem fortíđin hefur skilađ í hendur manna, oft međ ţeim hćtti ađ um hreinan ránsfeng er ađ rćđa. Viđ ţćr ađstćđur skapast ótti í hópi sérhagsmunaafla viđ allar breytingar sem hugsanlega gćtu orđiđ til ţess ađ ránsfengurinn verđi tekinn af mönnum í krafti einhverrar réttlćtisvakningar, sem vill uppgjör viđ gamalt ranglćti.

Félagslegar vakningar í ţjóđfélagslegum skilningi, sem beinast ađ leiđréttingum á fornu misrétti, nokkurskonar skuldaleiđréttingar, koma yfirleitt frá vinstri. Öflin sem standa fyrir rétti hins almenna manns til ađ geta gengiđ uppréttur, eru vinstrisinnuđ og fćđast međal fólksins sjálfs. Í gamla tímanum var allt vald í krumlum kónga og ađals, forstokkađra hćgrimanna sem pláguđu og mergsugu mannfólkiđ. Ţessvegna er saga mannsins fyrir tuttugustu öldina fyrst og fremst saga forréttindahópa sem nutu valda og allrahanda fríđinda. Almennur mannréttur komst hvergi ađ !

Ţađ var samt stöđugt reynt ađ brjóta ţá samţjöppuđu afturhalds-skjaldborg yfirvalda ţeirra tíma sem réđi og skammtađi jafnan öđrum skít úr hnefa og sagan greinir frá mörgum merkilegum tilraunum til ţess. Seinni hluti nítjándu aldar sótti ţar í sig veđriđ eftir ađ fyrri hluti ţeirrar aldar hafđi veriđ ađ mestu lokađ kerfi fyrir áhrif Metternichs og annarra steinrunninna forustumanna afturhaldsins.

1848 léku vindar mannfrelsis og mannvitundar um Evrópu alla og álfan lék á reiđiskjálfi. Ţrýstingurinn var orđinn svo mikill ađ yfirvöld urđu ađ láta undan síga í mörgum löndum fyrir framrás breytinganna. En víđa var ţeirri frelsissókn mćtt međ fullu hervaldshelsi og vćgđarlausu ofbeldi afturhaldsins.

Ţegar hin afar íhaldssömu yfirvöld í Austurríki höfđu ekki bolmagn til ađ sigra ungversku frelsishreyfinguna undir forustu Kossúths, tók Nikulás I Rússakeisari, útvörđur afturhaldsins í Evrópu, til sinna ráđa. Hann sendi rússneska heri yfir steppurnar til ađ bćla niđur ungverska frelsisandann. Honum rann ţar blóđiđ til skyldunnar, ađ hjálpa keisaranum í Vínarborg til ađ halda sínu svo afturhaldiđ í álfunni vćri tryggt. Rússnesku blóđi var hiklaust úthellt til ađ varđveita austurrísk yfirráđ yfir örlögum annarrar ţjóđar. Svo blint og blóđugt var afturhaldiđ á ţeim tíma !

En atburđirnir 1848 settu sitt mark á öldina og framrásin varđ ekki stöđvuđ. Hún tafđist ađ vísu, en safnađi í sig krafti međ hverju árinu, ţrátt fyrir svívirđilegt sérhagsmuna stjórnvaldsferli Estrups og annarra slíkra víđa um lönd.

Og ađ ţví kom ađ alda hinnar almennu mannréttindakröfu reis svo hátt ađ hún varđ ekki stöđvuđ. Ţađ var fyrst og fremst í gegnum hina félagslegu framrás tuttugustu aldarinnar, í gegnum hugsjónir verkalýđshreyfingar og heildarhyggju sem hiđ ómennska sérhagsmunaveldi tók ađ láta undan síga og sannarlega var löngu kominn tími til ţess ađ ţađ félli í sína bölvuđu syndagröf.

En látum okkur ekki detta ţađ í hug ađ sérhagsmunaófreskjan sé dauđ. Hún hefur áfram mikil völd í ţessum heimi, sérstaklega fyrir áhrif illa fengins peningalegs gróđa, og hún liggur hvarvetna í leyni og bíđur átekta, bíđur fćris til ađ mylja niđur hinn almenna mannrétt og skapa ţađ sem hún kallar „eđlilegt ástand“ á ný. Viđ skulum ţví jafnan vera ţess minnug ađ afturhaldiđ ţráir í raun stöđuna eins og hún var fyrir 1848 !

Lýđrćđi er ekki eitthvađ sem vinnst til fullnustu. Engin ein kynslóđ getur tryggt ţar sigur til frambúđar fyrir ţćr kynslóđir sem á eftir koma. Sérhver kynslóđ verđur ţar ađ axla sína skyldu. Unga kynslóđin má ekki líta svo á ađ réttindi hennar hafi veriđ tryggđ af kynslóđ mömmu og pabba. Veröldin breytist og viđhorfin međ, nýir tímar krefjast nýrra og óslitinna vanda til ađ sópa uppsafnađan skít af gangstéttum mannfrelsisins. Lýđrćđiđ ţarfnast ţess ađ vakađ sé yfir ţví og sú vaka er í ţágu allra sem vilja stefnu mannlegrar velferđar međ hreinum hćtti yfir línuna !

Höldum ţeirri vöku í öllum lýđrćđislegum kosningum, hvort sem er til sveitarstjórna eđa ţjóđţinga. Ţađ er stór gildisliđur í ţví ađ varđveita hinn almenna rétt mannsins til ađ hafa áhrif á sín eigin örlög og ţar međ grundvallaratriđi í allri heilbrigđri hugsun varđandi samfélagslega velferđ !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 837
  • Frá upphafi: 357105

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband