Leita í fréttum mbl.is

Vald ađ ofan, vald ađ neđan !

Saga mannkynsins er meira og minna saga ţeirra sem hafa kúgađ ađra og haldiđ völdum međ ofbeldi og yfirgangi. Á öllum öldum hefur alţýđa manna, plebejarnir, barist fyrir almennum mannréttindum gegn grćđgisfullum klíkum sérréttindasinna, hinna óseđjandi patrísea !

Smám saman mynduđu yfirgangsseggirnir stéttavald ađals og forréttinda og ţóttust hafa ţegiđ vald sitt ađ ofan – frá guđum ţeim sem ţeir sögđust trúa á. Síđan var almenningur knúinn til ađ berjast í öllum ţeim styrjöldum sem hin spillta yfirstétt stofnađi til og var ţađ kallađ ađ verja föđurlandiđ !

Í rómverskri sögu kemur fram í rćđu Tíberíusar Gracchusar alţýđuforingja hver stađa plebeja var 130 árum fyrir Krist : “ Herforingjar vorir hvetja liđsmenn sína til ađ berjast fyrir grafir og ölturu forfeđra sinna. Sú herhvöt er ósönn og innantóm. Ţér getiđ hvergi bent á ölturu feđranna. Ţér eigiđ enga forfeđragröf. Ţér berjist og deyiđ til ţess ađ fćra öđrum auđ og sćllífi. Ţér eruđ kallađir drottnarar heimsins en ţó eigiđ ţér hvergi eitt fótmál lands !”

Ţannig talađi Tíberíus Gracchus en patrísear drápu hann fyrir umbótastefnu hans. Gajus bróđir hans sem líka var kosinn alţýđuforingi hlaut sömu örlög um áratug síđar. Ţeir brćđur urđu píslarvottar í hugum almennings og umbótastefna ţeirra vann á hćgt og sígandi. Á ýmsum tímaskeiđum varđ höfđingjavaldiđ ađ láta undan síga fyrir kröfum alţýđunnar um viđurkennd mannréttindi, en jafnan sótti í sama horfiđ ţegar ţeir úrkynjuđust sem áttu ađ verja ţau réttindi, en ţađ vildi löngum fara svo.

Enn í dag er spilađ á margskonar blekkingastrengi af misvitrum forráđamönnum ţjóđa og friđi spillt á svipađan hátt og löngum fyrr.

Milljónir manna hafa veriđ sviptar lífi á ţeim forsendum ađ ţurft hafi ađ verja föđurlandiđ og jafnvel ţeir sem ráđast á ađrar ţjóđir segjast einatt gera ţađ til varnar eigin landi. Áróđursbrögđin eru ćvaforn og ekkert virđist geta breytt ţví háttalagi manna ađ standa í styrjöldum – og ţađ jafnvel ađ sögn - í ţágu friđarins !

Í byrjun 20. aldar var ríkisstjórnarstađa ţess ráđherra sem sá um hernađarleg málefni skilgreind sem hermálaráđherra, en ţegar fram í sótti ţótti sú skilgreining ekki nógu heppileg og eftir ţađ voru allir stríđsmálaráđherrar nefndir varnarmálaráđherrar.

Allir voru sem sagt ađ verja sig – en gegn hverjum ?

Tveir menn hafa líklega búiđ viđ mest hatur hćgri manna á síđari tímum. Ţađ eru auđvitađ ţeir menn sem hafa veitt valdi ađ neđan mest brautargengi. Ţađ eru ţeir Maximilien Robespierre og Vladimir Lenín.

Enn í dag, á tíma sem er kenndur viđ mikla menntun og áđur óţekkta vídd varđandi alla upplýsingu, sitja menn í svipuđu fari og áđur varđandi afstöđu til mála.

Fjölmargir styđja hiđ guđlega vald konunga og forréttindastétta og sumir án ţess ađ gera sér grein fyrir ţví. Lýđrćđiđ er vanvirt víđa í rćđu og riti af mönnum sem vita ekki hvađ ţeir gera. Ţeir virđast svo bundnir af helsi fyrri alda ađ ţeir geta ekki sćtt sig viđ valdstjórn sem kemur ađ neđan. Reynt er jafnan á margvíslegan hátt ađ koma böndum á lýđrćđiđ, svo ţađ skađi sem minnst forréttindi hinna útvöldu, sem eru auđvitađ patrísear nútímans.

Beint lýđrćđi er hugtak sem fćr marga forréttinda-sinnađa hlöđukálfa til ađ skjálfa á beinunum. Ţađ er nefnilega svo erfitt mál ađ beisla slíkt lýđrćđi. Ţađ er komiđ í verklega framkvćmd áđur en hćgt er ađ setja ţví skorđur.

Á Íslandi var barátta alţýđunnar viđ forréttindaliđiđ oft hatrömm, en hér var á sama hátt og erlendis patríseavald viđ lýđi. Menn hétu ekki greifar, barónar og lávarđar hér, en hliđstćđurnar međ sama vald í höndum voru til hér í fullum hertygjum. Ţađ var stórbćndavaldiđ og kirkjuvaldiđ sem lagđi sameiginlega klafa á allt mannlegt frelsi.

Tuttugasta öldin breytti stöđu mála en ţađ ţurfti baráttu til. Hugsjónastefnur utan úr löndum sem heiđruđu ţađ vald sem kemur ađ neđan, ţađ vald sem kemur frá alţýđunni, frá fólkinu sjálfu, ruddu veginn hér sem annarsstađar. Nú halda margir ađ ţau réttindi sem unnust ţar hafi veriđ sjálfgefin !

Og patríseaklíkurnar stunda sem löngum fyrr sína moldvörpustarfsemi. Ţćr grafa undan lýđrćđinu og öllu valdi fólksins yfir eigin málum. Ţćr stefna sem ávallt fyrr ađ valdi ađ ofan, konungsvaldinu alrćmda, valdi hins eina útvalda yfir öllum öđrum, misréttinu í sinni svörtustu mynd, viđbjóđi allra alda frá dögum Nimrods !

Verjumst öllum skollabrögđum patrísea og sérgćskusinna, ţeirra sem alltaf vilja hefja sig yfir ađra og virđast ţrá ţađ eitt ađ koma öđrum í ánauđ og lifa á svita annarra.

Höldum vörđ um lýđrćđiđ og tryggjum áfram ađ ţađ vald ráđi sem kemur frá fólkinu sjálfu og fćđist fram í raunveruleika hins almenna lífs !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 837
  • Frá upphafi: 357105

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband