9.9.2016 | 21:35
Nokkur orð um stóra smáþjóð !
Ýmsu má velta fyrir sér varðandi það hvernig íslensk þjóð varð til ? Varð hún kannski til vegna þess að nokkrir mikilmennskubrjálaðir stórbændur og þrælahaldarar flýðu Noreg á sínum tíma undan komandi alkonungsvaldi og miðstýringu ? Erum við ekki bara Norðmenn undir öðru nafni ? Svona og í svipuðum dúr mætti svo sem lengi spyrja !
En í alvöru talað, tíu, tólf aldir, hvað er það á heildarborði tímans ?
Við íslensku Norðmennirnir eða norsku Íslendingarnir, erum hvað sem öðru líður skilgreindir sem sérstök þjóð í dag, og teljum okkur alveg hafa öll skilyrði til þess að vera fullgild þjóð. Jafnvel þótt mælikvarðar á slíkt séu nú reyndar mjög á reiki og mörg dæmi til um hreinar og beinar villur í þjóðlegum skilgreiningum nútímans, verður líklega að teljast að við Íslendingar fullnægjum að mestu leyti þeim skilyrðum sem ætti að vera krafist í þeim efnum.
En hversvegna við flýðum frá Noregi vegna hins komandi stórkonungs-valds, til að setja hér upp þjóðfélag þar sem smákóngar vildu sitja á hverri þúfu, það ætti að segja flestum að allt frá byrjun hafi þónokkur böggull fylgt skammrifi í margrómaðri frelsisleit landans !
Íslenska þjóðveldisuppsetningin endaði náttúrulega með styrjöld milli smákónganna sem fór með land og þjóð beint í konungsginið sem menn þóttust vera að forða sér frá tæpum fjórum öldum fyrr. Og vistin þar varð íslenskri þjóð síður en svo farsæl. Sú ófarnaðarsaga skrifast alfarið á reikning íslenskra smákónga !
En svo kom að því að Noregur sjálfur hrökk í fangið á Danmörku með Ísland í farteskinu og allöngu síðar í fangið á Svíþjóð, en skildi þá Ísland eftir í Danaveldi eins og hvern annan aumingja !
Eini maðurinn sem reyndi að frelsa okkur á öllum þessum langa ófrelsis- tíma var danskur, en hann var gerður að athlægi í þjóðarsögunni fyrir vikið, uppnefndur og úthrópaður. Samt var hann meiri Íslendingur í sér í þeirri viðleitni en margur Íslendingurinn var, enda oft á fyrri tíð talað um danska Íslendinga og slíkum jafnan líkt við verstu menn, saman ber það sem segir í Íslendingabrag Jóns Ólafssonar.
Svo kom fram á tuttugustu öldina. Þá kom loks að því, fyrst og fremst vegna breyttra aðstæðna í evrópskum veruleika, að þjóðin fékk fullveldi, en laut þó áfram danska kónginum. Fegursta ákvæðið í fullveldis-samningnum var um hlutleysi gagnvart pólitík og deilum annarra þjóða.
Aldrei hefur betra framlag verið lagt fram sem leiðsögn fyrir íslenska þjóð inn í framtíðina og hefði því verið fylgt af heilindum hefði Ísland átt að geta orðið virðingarvert Sviss norðursins í samfélagi þjóðanna !
En þau mál fóru allt öðruvísi en til var stofnað 1918 og það er raunaleg saga og sýnir kannski í hnotskurn efni þessa pistils.
Árið 1944 varð íslenska lýðveldið til - á breskum og bandarískum forsendum - og þar með var hlutleysisákvæðinu fagra frá 1918 fargað.
Lýðveldis-ábyrgðarmennirnir bresku og bandarísku kærðu sig ekkert um slíkt ákvæði og þeir réðu á bak við tjöldin. Íslenska mikilmennskan var nefnilega við það tækifæri sem löngum endranær ósjálfstæð og undir erlendri stýringu !
Og enn í dag sýna fjölmörg dæmi okkur - að undir allri stórmennskunni kúrir lítil þjóð með þrúgandi minnimáttarkennd, þjóð sem veit ekki enn hvernig hún á að halda á málum í síbreytilegum heimi, þjóð sem snýst í stöðuga hringi og á erfitt með að taka ákvarðanir og einkum þó farsælar ákvarðanir. Einmitt þessvegna bíða svo mörg samfélagslega knýjandi mál úrlausnar og fást ekki afgreidd. Hvað með flugvallarmálið, hvað með hátæknispítalann, hvað með þetta og hvað með hitt ?
Hvað er að því að vera smáþjóð og viðurkenna það sem einfalda staðreynd og hegða sér í eðlilegu og vitrænu samræmi við stærð og getu ?
Við hegðum okkur oft heimskulega og eigum sennilega margt óskemmtilegt skilið fyrir vikið, en þó á ég erfitt með að trúa því að við eigum skilið svo afleitt forustulið sem raun ber vitni, lið sem er vita gagnslaust til góðra verka en fullt af lýðskrumi.
Það eina sem þetta ráðsmennskulið okkar virðist geta tekið höndum saman um í núinu, er að hrúga múslimum inn í landið og leggja þeim allt upp í hendurnar á alblindum forsendum þess sem kallað er fjölmenningarlegt fordómaleysi en er bara rakin heimska !
Næsta kynslóð sem mun glíma við afleiðingarnar af þeirri vitleysu, mun vita hverjir eiga sökina í þeim efnum, þegar fyrir liggur að fólkið í landinu á ekki samleið lengur og friðurinn er úti !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 28
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 862
- Frá upphafi: 357130
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 690
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)