15.11.2016 | 13:22
Hver er undirstaða lífsins trúin á Guð !
Einu sinni var sagt að trúin flytti fjöll, en það var meðan fólk var ennþá til sem treysti á forsjá Guðs og leit á trúna sem lifandi taug milli Guðs og manns. Og vissulega er það undirstrikað af Kristi sjálfum í Heilagri Ritningu að hægt sé að flytja fjöll með mætti trúar. En nú á tímum virðist trú manna á Almættið ekki mikil að vöxtum og býsna margir telja sig greinilega svo menntaða og upplýsta að þeir nota hvert tækifæri til að gera lítið úr trúarlegri innlifun annarra og í þeirra augum er enginn Guð til. Hæðst er oft að trúuðu fólki og allt sem tengist guðstrú ( og góðum siðum ) er sagt vera hindurvitni og hégiljur. Slík afstaða til mála er auðvitað í fullum takti við neysluþjóðfélag nútímans og allt markaðshyggjuæðið og efnishyggjuna sem í gangi er - enda er það Mammon sem ræður !
Nú flytja því líklega fáir fjöll með trúarsannfæringu sinni einni saman, en Vegagerðin flytur hinsvegar björg og stóra steina með mikilli varfærni af stöðum og á staði að fyrirmælum álfasérfræðinga, sem eru að eigin sögn með tengslanet yfir í þann heim sem í grjótinu býr. Og fólk í dag, ekki síst það sem telur sig upplýst og menntað, sér ekki neitt athugavert við að trúa slíku. Það er jafnvel litið svo á að slíkt beri vitni um víðsýni og frjálsa hugsun. Og ekki þykir ástæða til að horft sé í kostnað skattpenings eða meiriháttar tilfæringa, svo tryggt sé að ekki séu styggð einhver hulin öfl sem sögð eru hefna sín ef illa sé að þeim farið !
Staðreyndin er auðvitað sú að svonefnd hindurvitni eiga sér ekkert minni stuðning meðal fólks í nútímanum en í liðnum tíma. Það er hlegið að heimsku manna sem sagt er að hafi forðum fest trú við stokka og steina, en í dag trúir upplýst og menntað fólk á orkusteina og allskyns uppmagnaða hluti og þykist jafnvel gildismeira fyrir vikið. Og hver skyldi þá vera munurinn á fávisku fortíðarinnar og nútíðarheimskunni ? Ætli það væri mælanlegt að nokkrum mun ef út í það færi !
Það liggur hinsvegar fyrir að heimska fortíðarinnar er gengin yfir og ætti samkvæmt því mörg hver að vera liðin tíð, en heimska nútíðarinnar er í ráðandi stöðu og heimtar að henni sé fylgt. Sá sem stendur í gegn vondum tíðaranda og mælir honum í mót, er því oftast líklegur til að fá á baukinn fyrir það með einum eða öðrum hætti.
Fólk sem telur sig upplýst á nútímavísu vill auðvitað ekki að því sé núið um nasir að það sé í allskyns kukli og andlegu fikti, þó það í raun hafi ekki hugmynd um við hvað það er oft að fást. En meðan það sparkar í kristindóminn eins og það getur og afneitar tilvist Guðs, gleypir það við hvaða heiðingdómi sem er, bæði þeim sem skilið var við hér fyrir árþúsundi og allskonar skurðgoðadýrkun austan úr heimi. Og nú kallast það víðsýni og fordómaleysi að fást við slíkt. Nákvæm lýsing á nútímamanninum og viðhorfum hans er annars gefin í Biblíunni, í Tímóteusarbréfi II, 3. kafla, versum 1-5 og við þá umsögn þarf engu að bæta !
Sú kynslóð sem nú er að verða í eldri kantinum ólst upp við það að sungnir voru sálmar áður en gengið var inn í bekk í grunnskólum þess tíma, en nú má helst ekki minnast á kristindóm í skólunum. Það á víst að vera innræting af versta tagi. En kynning á flestu öðru efni þykir sjálfsögð í skólum, jafnvel þó býsna margt fljóti þar með sem seint mætti telja uppbyggilegt fyrir vaxandi kynslóð. En svokallað frjálslyndi virðist æði oft vilja ganga af öllu siðferði dauðu og gerir það iðulega - öllu samfélaginu til óþurftar !
Maðurinn þarfnast aga og hann hefur alltaf þarfnast aga. Þegar hann elst upp agalaus eins og helftin af ungu fólki hefur gert síðustu hálfu öldina eða svo, koma brotalamirnar fljótt í ljós. Og sá sem ekki hefur lært aga er ekki fær um að kenna öðrum aga. Þessvegna er heimurinn sem aldrei fyrr fullur af uppreisn og óhlýðni, andspyrnu gegn öllu því sem mælir réttilega með lögum og reglu.
Það er í sjálfu sér ekki svo erfitt mál að lesa þau tímanna tákn sem fyrir löngu hafa verið boðuð, en eitt er svo afgerandi marktæk viðmiðun hvað nútímann snertir, að hann snýr öllu við. Túlkun á gildum verður öfug við það sem áður var og allt á nú að vera eðlilegt samkvæmt alfrelsi því sem menn heimta sér til handa. Hin ævagömlu lögmál, sem hafa verið stoðkerfi samfélagsbygginganna um aldir, falla því hvert af öðru undan þeim og senn munu hvelfingar þeirra hrynja yfir okkur og fullkomna eyðilegginguna !
Bandaríski dómarinn Robert Jackson sagði eitt sinn: Það er ein af mótsögnum vorra daga, að mannfélag nútímans þarf að óttast menntaða manninn - fyrst og fremst ! Ástæða þess ótta er fólgin í þeirri staðreynd, að við tökum vitsmunalegum framförum án þess að sambærilegar siðferðilegar framfarir séu með í för.
Babylonski andinn sem stjórnar veröldinni í dag er andi myrkurs og dauða. Við getum séð áhrif hans hvar sem er um allan heim, ef við bara höfum sálarleg augu okkar opin. Í dag eru menn að verða valdhafar víða um heim sem hefðu ekki þótt koma til álita fyrir 20-30 árum, menn sem kunna sig ekki, menn sem ausa fúkyrðum og tala eins og götustrákar, menn sem kasta sprekum á alla ófriðarelda og segjast samt ætla að tryggja frið og viðvarandi hagsæld !
Og það vantar ekki að nútíminn gleypir við blekkingum slíkra sendiboða, sem eru gerðir út af ríki myrkurs og dauða, og trúir því sem enginn heilbrigð hugsun mælir með, að framundan séu góðir tímar !
En blindir leiðtogar geta enga farsæld boðið og veröldin er á leið inn í meiri hörmungar en nokkur getur ímyndað sér. Þau öfl eru alfarið að tryggja sér völd og framgang sem hafa í raun þá stefnu, að tortíma heiminum og hinu villuráfandi mannkyni sem býr á þessari heillum horfnu jörð og er að dansa þar frá sér alla undirstöðu lífsins !
Eina leiðin til bjargar fyrir mannkynið er að snúa sér sem fyrst frá gullkálfinum og ganga aftur gömlu göturnar með Guði !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 595
- Frá upphafi: 365493
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)