Leita í fréttum mbl.is

Verđlaunafáriđ !

Eitt af ţví sem er afskaplega dćmigert fyrir taumlausan nútímann er hin yfirborđskennda og nánast allsráđandi egofýsn fólks á svo til öllum sviđum, sem snýst í langflestum tilfellum um tóman hégóma. Fjölmargt fólk virđist svo upptekiđ af ţví sem ţađ er ađ gera hverju sinni ađ ekkert annađ kemst ađ og allt annađ sýnist einskisvirđi í augum ţess. Samfélagiđ virđist allt orđiđ undirlagt af einhverjum persónulegum eylöndum sem stjórnast hvert og eitt af ţví ađ álíta sig allt ađ ţví nafla alheimsins !

 

Ţessi allt um lykjandi afburđamennska eigin lífssýnar kallar auđvitađ á andsvör frá međvirkum tíđaranda og ţau felast međal annars í ţví ađ sí og ć er veriđ ađ veita fólki af ţessu tagi einhver verđlaun. Forsetinn er notađur ótćpilega til ţess ađ afhenda slík verđlaun ţví matarmeira ţykir ađ taka viđ ţeim úr hans höndum.

Svo eru allskyns samtök - oftast kennd viđ menningu og mannauđ - ađ útdeila verđlaunum og viđurkenningum í allar áttir. Mađur skilur eiginlega ekki hvernig stendur á öllum vandamálum ţjóđfélagsins ţegar fyrir liggur ađ svona gífurleg verđlaunahćfni er alls stađar sögđ til stađar !

 

Háskólarnir dćla út fólki sem komiđ er međ allskonar gráđur sem eiga ađ vera algildur mćlikvarđi á hćfni viđkomandi til starfs og dáđa. Fólk viđ nám í ćđstu menntastofnunum skrifar í ţúsundatali meistararitgerđir um tiltekin viđfangsefni og fćr menntagráđur og manngildis-stimplun í samrćmi viđ ţađ.

Allt ćtti ţetta auđvitađ ađ virka sem bein ávísun á farsćld samfélagsins, sem fćr ţá ađ njóta starfskrafta allra ţessara gildismiklu gráđumeistara, en niđurstađan virđist ekki fylgja vćntingum og ć erfiđara virđist afburđafólkinu ganga viđ ţađ verkefni ađ stýra samfélagsmálunum til heillaríkra og góđra lausna. Hvernig skyldi annars standa á ţví ?

 

Fyrr á tímum voru menn líka ađ stunda háskólanám og ţeir skrifuđu lćrđar ritgerđir um viđfangsefnin og fengu margir gott orđ fyrir ţekkingu og vitsmuni, en ekki voru ţó ritgerđir ţess tíma allar sjálfkrafa sagđar meistararitgerđir. Mat eftirtímans sá um ađ úrskurđa slíkt ef ţurfa ţótti og mun ţađ vafalítiđ meira í takt viđ eđlilega dómgreind en ótímabćr sýndarţörfin í ţessum efnum nú til dags.

 

Einhvernveginn lćđist ađ manni sá grunur ađ menntun í dag sé komin međ ólíkt meira holhljóđ tómarúmsins en ţekktist áđur og ţví sé umbúđum hennar flaggađ meira en fyrr. Ţví meiri umbúđir, ţví minni kjarni !

Ţađ sem áđur hét ritgerđ heitir nú meistararitgerđ og eftir 10-15 ár međ sama áframhaldi mun líklega enginn námsmađur á háskólastigi skrifa annađ en stórmeistararitgerđ !

 

Hvađ skyldi nú vera gert viđ allar ţessar ţúsundir meistararitgerđa, sem eru vćntanlega fullar af samţjöppuđu mannviti, og hver skyldi ávinningur mannfélagsins hafa orđiđ - svona eftir á séđ - af menntun allra hinna gráđum prýddu ritgerđarsmiđa ?

 

Ég óttast ađ uppskeran sé lítil og í engu samrćmi viđ ţađ sem reynt er ađ telja fólki trú um. Lćrdómstitlar fólks í nútímanum eru orđnir legio ađ tölu en velferđ samfélagsins hefur ekki aukist ađ sama skapi en sérgćskan hinsvegar margfaldast !

 

Í nútímanum virđist fólk mennta sig fyrst og fremst til ađ hafa ţađ gott. Ţar rćđur egofýsnin för. Í fćstum tilvikum virđist ţar einhver hugsjón ađ baki. Fólk vill fá hátt kaup fyrir ađ sýsla í ró viđ pappíra og ávinningur samfélagsins af slíku sýsli er ađ ţví er virđist algert aukaatriđi. Lćrdómsgráđan ein á ađ tryggja kjörin hvort sem hún skilar einhverju til gagns og gćđa eđa ekki !

 

Og til ţess ađ öllu sé haldiđ til skila á Hégómastöđum og hiđ útvalda liđ finni ađ ţađ sé virt og metiđ eins og ţađ ćtlast til, er ýmislegt lagt til međ ţví af hálfu gráđukerfisins og ţá er náttúrulega komiđ ađ verđlaunum og viđurkenningum. Svo er tálţörfinni til hámarks uppfyllingar sett ţađ höfuđhégóma-fyrirbćri sem heitir Fálkaorđa, til ţess ađ tryggja ađ sumir í sérflokki fái jafnan fullvissu-stimpil á eigiđ ágćti. Og enn og aftur er ţá forsetinn notađur til ađ gera gjörninginn frambćrilegri !

 

Allt er ţetta auđvitađ bölvađur hégómi og innihaldslaus sýndarmennska og síst til ţess falliđ ađ gera samfélagiđ manneskjulegra og jafnréttisbetra. Miklu fremur er ţarna unniđ ađ ađgreiningu fólks og eins og ađalsréttindin voru notuđ í gamla daga er menntunarstigiđ nú notađ til ađ auka hroka og sérgćsku ţeirra sem telja sig öđrum fremri !

Ţađ er međ ólíkindum hvađ mannskepnan er í rauninni sjálfhverf og sjálfselsk og ţar virđist fátt geta bćtt úr og eitt er víst ađ ţađ hefur sannast áţreifanlega í oföldum nútímanum ađ ekki virkar ţađ sem kallađ er hćrra menntunarstig til neinna mannfélagsbóta, heldur eykst sérgćskan sem ţví nemur, jafnt hjá konum sem körlum !

 

Eitt af ţví sem sagt er merkja síđustu tíma er ađ menn séu alltaf ađ verđlauna hver annan. Og víst er ţađ svo ađ verđlaunagripir eru orđnir svo ađ magni til í nútímanum ađ sumir ţekktir keppnismenn hafa jafnvel byggt hús yfir drasliđ sitt og hugsa sér líklega ađ sitja ţar í sćlli egóvímu liđinna dýrđardaga síđarmeir.

En svo fer ţetta dótarí auđvitađ ađ mestu í ruslatunnurnar ţegar ţeir eru dauđir. Pétur Salómonsson fann jafnvel riddarakross Fálkaorđunnar á öskuhaugunum hér áđur fyrr og sést best á ţví hvar hégóminn lendir ađ lokum !

 

Mađurinn er ekkert án Skapara síns. Hann getur hreykt sér í sjálfumgleđi í einhvern afmarkađan tíma en svo fer honum óhjákvćmilega ađ hrörna. Allt er hverfult í ţessum heimi og ekki síst hégóminn. Og mannsćvin er ekki löng, jafnvel ekki ţegar best lćtur. Ţađ kemur ađ ţví ađ silfurţráđurinn slitnar og gullskálin brotnar, skjólan mölvast viđ lindina og hjóliđ brotnar viđ brunninn. Og hvađ tekur viđ eftir ţađ ?

 

Ţađ veit svo sem enginn lifandi mađur, en eitt tel ég ađ fullvíst sé - ađ ţeir sem hafa allt sitt líf hér á jörđ keppt eftir vindi, fánýtum hlutum og tómum hégóma, ţurfa ekki ađ ímynda sér ađ ţeir komist í ţćr ađstćđur ađ eyđa öđru tilverustigi í hliđstćtt verđlaunafár vit-leysunnar og ţeir gerđu hér !

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband