24.6.2017 | 08:57
Eftirlitsvald í eigin þjónustu !
Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum árum tekið á sig miklar byrðar vegna hins stöðugt aukna eftirlitskerfis sem hrúgað er upp í kringum það. Allt þetta eftirlit er sagt þjóna hagsmunum almennings og tryggja betra öryggi og aðbúnað fyrir allt vinnandi fólk, en skyldi það vera svo í alvöru ? Nei, segi ég !
Eftirlitsaðilar fá stöðugt meiri völd og vægi í samfélaginu og nú er svo komið að mörgum er farið að blöskra sú útþensla sem virðist á öllu í kringum þetta sívaxandi eftirlitsfargan. Það stuðlar ekki að trausti í samfélaginu þegar menn uppgötva að þeir eru alltaf undir smásjá. Fyrirfram og oft af algerri tilefnisleysu, grunaðir um allar vammir og skammir.
Eftirlitið er líka býsna oft þannig að það virðist vernda sérhagsmuni forréttindahópa á kostnað almanna-hagsmuna. Valdhroki og yfirgangur eftirlitsaðila er að verða slíkur að sumir hafa á orði að hér sé í raun og veru að skapast ógeðfellt lögregluríki !
Nú er það svo, að vitað er að við erum að mennta fólk í mörgum greinum langt umfram þarfir þjóðfélagsins. Svo þegar þetta hálærða fólk kemur út úr skólunum heimtar það að fá laun og aðstæður sem hæfa menntunarstiginu. Oft virðist þetta fólk ekki sérlega spennt fyrir almennri vinnu og því að þurfa að taka til hendi. Það kýs því helst að fitla við pappíra í ró og næði og sitja á skrifstofu !
Mér er minnistætt viðtal sem haft var í útvarpinu fyrir nokkrum árum við konu eina sem var búin að fá gráðuna sína og komin út á vinnumarkað. Hún var öskureið og sagði að sér hefði ekki boðist neitt starf sem hæfði hennar menntun og spurði hverslags þjóðfélag þetta væri eiginlega ?
Mér hefur ekki boðist neitt nema að skúra og skeina sagði hún að síðustu yfir sig hneyksluð. Altekin af yfirgildishugsun var aumingja manneskjan þegar farin að upplifa sjálfa sig sem nafla alheimsins !
Það er nú svo ! Víðasthvar er þörf á fólki sem getur og vill vinna störf sem þörf er fyrir. En því miður virðumst við vera komin með allt of stóran hóp af ofmenntuðu fólki sem hvorki virðist vilja né geta unnið þjóðhagslega gagnleg störf. Og hvað er þá til ráða ?
Jú ! Lausnin á þeim vanda er víst að verulegu leyti fengin í gegnum hin sístækkandi eftirlitskerfi. Þessi hópur sem hér um ræðir fær sem sagt vinnu við eftirlitsstörf og það hentar honum prýðisvel. Menn fá vald til að ráðskast með aðra, hafa það á tæru að gráðan þeirra sé virt og yfirleitt eru launakjörin látin vera í sem bestu samræmi við hið hæfnisprúða menntunarstig - og eru þá ekki allir ánægðir ?
Nei, því miður ! Áþjánin af þessu fyrirkomulagi bitnar á almenningi og gerir honum á margan hátt lífið leitt. Eftirlitsmennirnir eru alls staðar á ferð og segja fólki, strangir á svip, hvað það má og hvað ekki. Reglugerðarfargan og kerfisdrottnun er á hverju strái. Það ástand fer svo að valda skemmdum á mörgu í samfélagi sem á að búa við lýðfrelsi. Það eru sett höft á alla framtakssemi !
Vinnuveitendur margir hverjir eru farnir að sligast undan síauknum aukakostnaði við almennan atvinnurekstur, en þeir og skattborgarar landsins eru auðvitað látnir borga kostnaðinn af öllu eftirlitinu !
Og ekki bætir um málin, að það hefur margsýnt sig að þetta eftirlit er hreint ekki að skila sér eins og skyldi. Kannast menn ekki við tilfellin þegar eitthvað gerist sem ekki á að geta gerst ? Þá kemur yfirmaður viðkomandi eftirlits-stofnunar fram í fjölmiðlum mjög ábúðarmikill og segir fullur ábyrgðar: Við erum að fara yfir alla verkferla hjá okkur og endurskipuleggja allt í ljósi aðstæðnanna svo þetta gerist ekki aftur ! Svo líða sex mánuðir eða ár þá gerist þetta aftur, og sagan endurtekur sig !
Það virðist hreinlega svo að kjarni málsins varðandi allt þetta mjög svo innihaldslausa eftirlit, sé í raun og veru aðeins sá að búa til vinnu fyrir menntað fólk sem er ekki tilbúið að leita sér sjálft að atvinnu þar sem þörf kynni að vera fyrir það. Þess í stað krefst það þess að ríkiskerfið sjái til þess að það fái starf við sitt hæfi, á launum sem það er sæmilega sátt við og sem taka mið af menntun þess !
Þjóðhagslegt menntunarmat er náttúrulega hvergi inni í dæminu og kemur að mati þessa hrokafulla og einsýna liðs hreint ekki málinu við. Hver og einn á bara að fá að mennta sig í því fagi sem hann kýs sér og svo á ríkið að sjá til þess að menn fái klæðskerasaumað uppihald og framfærslu í framhaldinu. Það virðist vera krafa hinnar mjög svo menntuðu sjálfhverfu í mannlífinu !
Að sjálfsögðu er allt í lagi með það að menn sæki sér menntun eftir eigin vali, en af hverju eiga aðrir svo að greiða kostnaðinn af því að skapa þeim vinnu og framfærslu eða réttara sagt þægilegheitastöðu ? Og af hverju eru búin til einskonar kerfisleg gervistörf fyrir þetta lið sem að mjög litlu leyti eru náttúrulega að skila sér til gagns fyrir þjóðarbúið og ganga raunar í flestu þvert á almenna velferð ?
Til hvers menntum við þetta fólk, ef niðurstaðan er sú að stór hluti þess mun verða í raun alla tíð eftirleiðis á okkar framfæri ? Já, og þannig í raun afætulið í samfélaginu og skerðingarvaldur á þeim lífskjörum sem að öllu eðlilegu ættu að geta verið til staðar fyrir starfandi þegna samfélagsins ?
Kostnaðurinn við alla eftirlitsmennskuna verður nefnilega alltaf langtum meiri en hugsanlegur ávinningur af henni og í því felst viðvörun sem má ekki hundsa. Og spyrja má líka í því sambandi hver eigi að gæta varðanna, ef þörf er á eftirliti með öllu og öllum ?
Eftirlitsaðilar virðast hegða sér á margan hátt svipað og fjölmiðlamenn. Þeir segjast alltaf vera í þjónustu almennings og hafa upplýsingaskyldu gagnvart honum. Þessi óumbeðna almenningsþjónusta er svo notuð sem algilt leyfi til þess að vaða ofan í hvers manns kopp og óvirða lýðræðislegt mannfrelsi.
Í báðum tilfellum er þjónusta fyrrgreindra aðila við almenning að öllu samantöldu vægast sagt mjög umdeilanleg og hreint ekki sjálfri sér samkvæm. Báðir brugðust þar t.d. mjög illa í hruninu !
Til þess að samfélagið virki sem skyldi, þurfum við ekki ónýta þjónustuaðila, heldur aðila sem skila sínu og gera gagn !
Að minni hyggju er það eftirlitskerfi sem búið er að koma hér upp, - að sögn - til að auka öryggi mannfélagsins, fyrst og fremst og að mestu leyti, í þágu þeirra sem eiga að teljast þar í vinnu. Gagnsemin að öðru leyti virðist mér í langflestum tilvikum afar takmörkuð í þjóðhagslegu tilliti.
Það eru hinsvegar mestar líkur á því að það þjóðfélag skapi sér bestar forsendur til farsældar sem hefur vit á því að láta ekki heilan her hrokafullra eftirlitsmanna mergsjúga innviði sína og drepa mannlega drift í dróma. En það er einmitt það sem virðist nú farið að plága íslenskt athafnalíf og eðlilegt mannlegt frelsi langtum meira en góðu hófi gegnir !
En svona fer þegar fólk í oftrú á eigin menntun gerir kröfur sem á engan hátt eru því þjóðfélagi til eflingar og gagns sem það lifir í og grefur þannig undan öllu sem heilbrigt getur talist. Þannig skapast samfélagsmynd sem er dæmd til að hrynja því hún er ekkert annað en pýramídi á hvolfi, yfirbyggingin þenst út meðan undirstaðan dregst saman, svo fer allt um koll !
Mikið þætti mér það ánægjulegt, ef það væri einhver með viti á alþingi sem endaði allar sínar ræður með því að segja: Auk þess legg ég til að öll hin óþörfu eftirlitskerfi verði lögð niður !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)