Leita í fréttum mbl.is

Ađ mćra manndrápin !

 

 

Viđ virđumst lifa á tímum sem skilgreina ţađ sem nokkurskonar sport ađ drepa menn !

Jafnvel ríkisstjórnir veigra sér ekki viđ ţví ađ viđurkenna ađ ţćr geri út sveitir til slíkra hluta. Osama Bin Laden var ekki tekinn til fanga og fćrđur fyrir rétt til ađ svara fyrir meinta hryđjuverka-starfsemi sína. Hann var einfaldlega drepinn af mönnum sem gerđir voru út til ţess verknađar af ráđamönnum sem vilja láta kenna sig viđ lög og rétt ! Erum viđ í ć meiri mćli ađ taka upp verklagsreglur lögleysunnar ?

 

Hefđi Osama Bin Laden orđiđ ađ standa fyrir rétti og mćta ţar ábyrgđ gerđa sinna hefđi hryđjuverka-heimurinn fengiđ ađ sjá ţennan mann dreginn fyrir dóm eins og hvern annan glćpamann sem ekki virđir lög og rétt. Í stađ ţess var mađurinn gerđur ađ píslarvćttishetju í augum allra ţeirra sem viljugir eru til ađ ganga hans veg og ţeir virđast hreint ekki svo fáir !

Nú sýnist manni komin upp einhverskonar keppnisstađa hjá sérsveitum hins vestrćna öryggisvalds um ţađ hver geti drepiđ menn á lengstu fćri. Stríđsmenn frelsisins eru sjáanlega farnir ađ stunda eitthvađ slíkt. Heimabreskur afburđamađur í manndrápum hafđi unniđ sér ţađ til frćgđar fyrir nokkru ađ hafa drepiđ mann međ skoti á 2500 metra fćri. Og nú er stađfest ađ kanadísk-breskur yfirburđamađur í sama fagi hafi skotiđ mann á 3500 metra fćri, hvorki meira né minna – líklega í mitt enniđ eđa ţar um bil !

 

Forsćtisráđherra Kanada, hinn ađ ţví er virđist óţroskađi Justin Trudeau, hefur ţegar montađ sig af mikilli hćfni síns manns og segir í raun ađ umrćtt langskots-manndráp sé gott dćmi um afburđagóđa ţjálfun manndrápara á vegum kanadíska ríkisins !

 

Skilabođin virđast vera : Viđ erum mestir, viđ getum drepiđ menn á lengstu fćri, variđ ykkur bara ! Og nú ţegar heimahaga-Bretar og aflands-Bretar hafa sýnt svona mikla hćfni í miđur geđslegum verkum, er trúlegt ađ Bandaríkjamenn og ýmsir ađrir sport-idiotar fari nú ađ vilja sanna sig í ţessari nýju keppnisíţrótt hins frjálsa heims !

 

Í bók einni segir frá ţví ţegar tveir SS menn í einum af útrýmingarbúđum nazista veđjuđu um ţađ hvor vćri međ kraftmeiri byssu. Ţeir stilltu föngum upp í beinni línu og skutu ţá í höfuđiđ aftan frá. Annar drap ţrjá en hinn fjóra og var hann ţví úrskurđađur sigurvegari – hann drap fleiri og skaut lengra !

 

Fórnarlömbin voru ađ sjálfsögđu aukaatriđi í sportinu eins og ţau virđast vera hjá ţeim sem hafa nú tekiđ upp hliđstćđa siđi. Eftir situr hinsvegar ţađ kjarnaatriđi ađ mannslífiđ hefur veriđ óvirt međ svívirđilegum hćtti. Ţannig er ţađ líka međ öll manndrápstilfelli lögleysisins, ţegar menn eru drepnir án dóms og laga !

 

Hvađ er hryđjuverk og hvađ ekki ? Hvar erum viđ stödd ţegar lýđrćđislega kjörnir forustumenn á Vesturlöndum lofsyngja ţađ ađ ţeir hafi á ađ skipa manndrápurum sem ţykja öđrum fćrari ? Erum viđ ekki komin nokkuđ nálćgt opinberu aftökunum hjá ISIS og fer munurinn á fyrirlitningunni á mannslífinu ekki ađ verđa heldur lítill ?

 

Góđur málstađur skađast alltaf ţegar gripiđ er til löglausra og vondra verka í hans ţágu. Ef góđir gćjar eru til í einhverju stríđi, verđa ţeir ađ vera ţeir menn ađ geta stađiđ undir ţeim réttlćtis og mannúđarkröfum sem ţví hljóta ađ fylgja !

 

Menn verđa ekki góđir gćjar bara vegna ţess ađ ţeir eru Bandaríkjamenn, Bretar eđa Kanadamenn. Ţeir verđa ţađ og geta veriđ ţađ, ef ţeir sýna og sanna ađ ţeir séu ađ berjast fyrir góđum málstađ og séu menn til ţess. Verkin munu sýna ţar merkin og sanna hvernig innrćtiđ er !

 

Ţađ virđingarleysi gagnvart lífinu, sem felst í manndrápum og allri illri međferđ á fólki, er öllum yfirvöldum sem ţađ sýna til skammar. Ţá sem brjóta á lífsréttinum og svívirđa heilög vé, á ađ sćkja til saka á grundvelli laga og réttar og ţannig er siđmenningunni haldiđ viđ.

 

Međ lögum skal land byggja er hugtak sem viđ Íslendingar höfum ţekkt og virt hingađ til, en viđ eigum líka ađ vita ađ ólög eyđa hverju landi og jafnframt sérhverri von um friđ á jörđu. Hernađur og ofbeldi fer vaxandi í heiminum og ţeir sem ţar hafa ţóst vera öđrum skárri, virđast hreint ekki vera ţađ lengur !

 

Ađ drepa menn án dóms og laga virđist bara ţykja sjálfsagt mál núorđiđ og jafnvel Kanadamenn eru ţar komnir í sportiđ og toppmađur ţeirra sýnist vera yfir sig ánćgđur međ frammistöđu sinna manna !

Mikill er andskotinn sjáanlega í ţessu sem mörgu öđru !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 113
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 365580

Annađ

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 594
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband