Leita í fréttum mbl.is

Sérsveitar-lausnarmengiđ !

 

Allt ţarf nú á tímum ađ vinna sér borgaralegt traust, en í mörgu virđast farnar undarlegar leiđir til ađ öđlast ţađ traust. Nýlegt dćmi varđandi mengunarslys í frárennsliskerfi Reykjavíkur sýnir gjörla hvernig stundum er haldiđ á málum.

 

Borgararnir fengu fyrst ekkert ađ vita og voru býsna manna-legir ţar sem ţeir gösluđu í saurmenguđum sjónum. Svo kom viđurkenning á ţví ađ í heila tíu sólarhringa hefđu mál veriđ í ólagi og skapađ mengunarleka. Viđkomandi ráđamenn sögđu svo ađ engin hćtta hefđi veriđ á ferđum - og eins og venjan er í slíkum tilvikum, - ađ fariđ yrđi yfir alla verkferla svo ţetta kćmi ekki fyrir aftur !

 

Áfram silađist svo umrćđan, ţar til í ljós kom ađ reyndar hefđi lekinn nú stađiđ yfir lengur en í ţessa margnefndu tíu sólarhringa. Ţađ var eins og veriđ vćri ađ prenta hina slćmu veruleikamynd út í áföngum til ađ draga úr slćmum viđbrögđum. Ef til vill má segja ađ slík upplýsingameđferđ geti hafa veriđ hugsuđ sem einhverskonar áfallahjálparleiđ fyrir almenning af hálfu valdakerfis borgarinnar, ef ţađ er ţá eitthvađ hugsađ í ţessu sambandi sem ég reyndar efast um !

 

Á tímabili var ţví borgaralegt traust á forsjá yfirvalda í ţessu máli skiliđ eftir algerlega í lausu lofti. Menn gláptu hver á annan og sumir sögđu: “ Er okkur ćtlađ ađ vađa hér um og synda saman - í fjölskyldulegri einingu, í einhverjum skađlegum skítapolli ?”

 

Ég held ađ svona mál kalli á ţađ, ađ Reykjavíkurborg komi sér upp sérsveit, ţví eins og vitađ er leysir sérsveit öll vandamál. Ef borgin hefđi á ađ skipa slíkri sveit yrđu borgaraleg vandamál varđandi lífsöryggi auđvitađ miklu betur tryggđ !

 

Alkunnugt er ađ valdamenn hafa frá fyrstu tíđ sett úrvalssveitir sínar í ađ leysa hin verstu vandamál. Próbus Rómarkeisari setti rómverska herinn í ţađ á sínum tíma ađ rćsa fram fúamýrar og fen til ađ skapa borgurum betri búsetuskilyrđi og heilbrigđara umhverfi. Ađ vísu leit herinn á ţessi verkefni sem niđurlćgingu fyrir sig og drap keisarann, en ţađ er aukaatriđi. Ađalatriđiđ er ađ eđlilegt er ađ láta úrvals heraflann vinna ţjóđhagsleg verk fyrir heildina !

 

Ţađ sem hefur bjargađ Vesturlöndum í seinni tíđ eru auđvitađ sérsveitirnar. Ţćr ráđa yfir háţróuđum mannafla, geta skotiđ beint í mark á nokkurra kílómetra fćri, ţurfa ekki ađ fara eftir venjulegum lögum og geta verndađ borgaralegt samfélag međ óborgaralegum ađferđum og tryggt međ pólitískri hjálp áróđurslegt öryggi !

 

Hvađ ţurfum viđ meira ? Hvort sem viđ ţurfum ađ kljást viđ kúkamengun eđa ađra óáran í mannlegu samfélagi, sendum bara sérsveit í máliđ. Sérsveitir tryggja skítsćmilega lausn á öllum málum. Og ţađ er sennilega ekki síđur ţörf á ţví ađ minni sveitarfélög komi sér einnig upp sérsveitum til ađ tryggja borgaralegt öryggi ţví til dćmis er vitađ ađ fráveitumál eru víđar í lamasessi en í Reykjavík !

 

Ţar ţarf greinilega sérsveitir hér og ţar í ţjóđfélaginu. Ef til vill vćri hćgt ađ koma á fót sérsveitum sem vakiđ gćtu Verkalýđshreyfinguna til síns rétta lífs, ţađ vćri gott ađ fá sérsveitir til ađ hrista peningagrćđgina úr Íţróttahreyfingunni svo aftur verđi fariđ ađ rćkta land og lýđ, ţađ vćri vissulega ţörf á ţví ađ setja sérsveitir í ađ gera lífeyrissjóđakerfiđ mannlegt og bankakerfiđ sömuleiđis. Já, verkefnin eru vissulega mörg og ađkallandi, en verkamennirnir – eins og jafnan fyrr - fáir !

 

Lausnarmengiđ innifelur ţví augljóslega í sér ađ viđ ţurfum miklu fleiri sérsveitir. Ţađ er beinlínis ţjóđarnauđsyn ađ fá sem flesta Bruce Willis gćja, menn sem geta allt, í sérsveitir til ađ bjarga höfuđvandamálum lands og ţjóđar – allt ofan í klóakiđ !

 

Og rosalega eru sérsveitarmenn nú flottir ţegar ţeir eru komnir í gallana ? Ţađ falla eiginlega allir kylliflatir fyrir sjarmanum – ekki síst ţeir sjálfir !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 680
  • Frá upphafi: 365578

Annađ

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 592
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband