16.12.2017 | 13:02
Um gerendur og þolendur !
Nú er umræða dagsins, eflaust fyrir atbeina ákveðinna aðila, komin á það stig sem ég hef haft fullan grun um að hún færi fyrr en síðar. Það er byrjað að reyna að skipta um hlutverk í hinum mikla þjóðarharmleik sem sögulega hefur fengið nafnið Hrunið !
Nú er nefnilega verið að gera þolendur þar að gerendum og gerendur að þolendum. Þeir sem urðu fyrir mótmælum og andúð í kjölfar Hrunsins vegna græðgisathafna sinna, skulu nú leiddir fram sem saklausir píslarvottar, fórnarlömb múgsefjunar og skrílsláta, og sagt frá því hversu ægilega þeim hefur liðið allar götur síðan !
En það er ekkert nýtt að reynt sé að vekja samúð með röngum aðilum og þarna er blygðunarlaust verið að fara þá leið og allri sök skal komið á almenning !
Nú á sem sagt veislufólkið frá því fyrir Hrun að fá sakleysisvottun í gegnum hliðholla fjölmiðla og allskyns óhreinan áróður. Það vissi víst ekki til þess að það hefði gert neitt rangt og virðist ekki vita það enn og nú vill það fá leiðréttingu mála fyrir það sem það hefur mátt þola. Heyr á endemi !
Spillingarstyrkir, sjálflaunataka, fjárplógsstarfsemi, allskyns svikræði við almenna velferð, allt slíkt og meira til á nú ekki að skipta neinu máli lengur. Það eina sem ámælisvert virðist vera í augum gjammandi varðhunda veisluhaldaranna sem komu hér öllu í þrot, er að réttlát reiði almennings skyldi fá að beinast að einstaklingum sem voru svo óttalega varnarlausir og berskjaldaðir og höfðu ekki enn komið sér upp einkahersveitum til að gæta sín eins og þekkist erlendis !
Lögreglunni er ámælt fyrir að hafa ekki varið forréttindahyskið nógu vel á þessum örlagatímum og það er talað um að einum hafi verið fórnað fyrir hina og auðvitað hafi konur farið verst út úr öllu af því að þær voru konur !
Komu konur eitthvað við sögu í Hruninu ? Voru þær ekki stikkfríar þar eins og í öðru ? Það þyrfti kannski að fara miklu betur ofan í saumana varðandi þá hluti og varpa ljósi á eitt og annað í þeim efnum ?
En ég verð nú að segja að ausandi tilfinninga og táraflóð í sjónvarpi frá sumu af þessu veislufólki virkar nú ekki sterkt á mig en sjálfsagt þeim mun betur á ýmsa aðra. Ég tel mig nefnilega vita hverjir voru gerendur og hverjir voru þolendur í Hruninu og það fær mig enginn til að gleypa við hinum nýju söguskýringum. Ég taldi mig vita það fyrir að þær myndu koma, því ákveðin öfl vilja alltaf fá að leiðrétta staðreyndir. Áróðursútvarp íhalds og einkavæðingar hefur sýnt það - að mínu mati - varðandi þessa hluti og aðra, að þar viti menn gjörla fyrir hvað og hverja þeir starfa !
Mér er minnistætt þegar Helgi Hjörvar var í viðtali í fyrrnefndu áróðursútvarpi í marslok 2017 og útvarpsmaðurinn hvæsti á hann : ,, Þið sátuð í 4 ár og gerðuð ekki neitt ! Þarna kom fram enn eitt dæmið um öfuga hugsun gagnvart gerendum og þolendum, af hálfu þeirra sem eiga að gæta hagsmuna þeirra sem aldrei mega verða sakaðir um eitt eða neitt. Gerendur afsakaðir og þolendur ásakaðir !
Því miður svaraði Helgi þessu ekki eins og hann hefði átt að gera, hann fór bara í keng en þarna átti hann að svara málsvara íhaldsins af fullri hörku: ,,Þetta er alrangt hjá þér, hverjir sátu að völdum í 16 ár þar á undan og skildu við allt í rúst ? Hverjir skildu við þannig, að í þessi fjögur ár gátum við ekki annað en staðið í stöðugum skítmokstri eftir þá og þeirra verk, hugsaðu um það og svaraðu því ?
Er nú búið að gleyma þúsundum landsmanna sem voru sviknir og vélaðir af vikadrengjum auðvaldsins í bönkum og fjármálastofnunum ? Hvað um allt gamla fólkið sem var fullvissað um að peningar þess væru vel ávaxtaðir, en missti svo allt sitt, missti allt sparifé ævinnar, heiðarlega fengið en með botnlausu vinnustriti ?
Þar má finna þolendur þess óheiðarleika og þess siðleysis sem var í fullum gangi árin fyrir Hrunið. Þar var efnahagslegt ofbeldi í fullum gangi og kerfið lét það átölulaust, gaf því jafnvel blessun sína. Þar bjargaði enginn, þar var ekkert öryggi til, þó hundruðir manna væru á háum launum í ýmsum embættum til að tryggja að ekkert slíkt glæfraspil gæti átt sér stað !
Þar var hið ónýta öryggiskerfi sem gerði ekkert í fjögur ár og meira til, nema hirða launin sín, en tilteknir útvarpsmenn myndu trúlega aldrei fást til að sjá þá staðreynd eða viðurkenna hana á nokkurn hátt. Þeir eru gerðir út til annarra verka !
Og nú á að búa til þolendur úr gerendunum ? Nú ætlar ,,varnarlið sérhagsmuna-klíkunnar að þvo skítinn af sínu hyski og setja geislabaug á það allt saman !
Nei, það þýðir ekki að bjóða mér upp á slíkt. Ég á og hef lesið Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það er hrikaleg lesning um siðlaust framferði !
Ég læt ekki ljúga því að mér að hýenur séu heiðursdýr, að hreysikettir séu trúverðugir, að rottur séu virðingarverðar, að gerendur glæpa séu þolendur !
Það verða víst alltaf til sníkjudýr sem sækja í brauðmolana af borðum hinna ríku, einhverjir sem hlaupa til þegar peningagreifinn og valdsherrann sigar. Slík og þvílík þý eru greinilega að reyna að velta sök á almenna borgara í umræddum efnum og hvítþvo þá sem brugðust öllum samfélagsskyldum sínum. En það mun ekki takast því íslenskur almenningur er ekki neitt samansafn af huglausum hálfvitum !
Samúð mín er og verður með þolendum Hrunsins, hinum raunverulegu þolendum þess sem látið var gerast, þolendum þeirra efnahagslegu glæpa sem drýgðir voru gegn þúsundum landsmanna og almennri velferð þjóðarinnar. Gerendur verða í smáu sem stóru að axla sína ábyrgð og bera sitt óafmáanlega brennimark !
Þeir eiga ekki að fá neina syndakvittun fyrir framferði sitt og þaðan af síður að fá þá stöðu að þeir hafi verið þolendur ranglætis. Þeir geta áfram komið í skipulögð viðtöl og látið leigupenna skrifa bækur um sakleysi sitt og óverðskuldaðar þjáningar, en þeir bera markið sem allir þekkja og myndu þar af leiðandi skammast sín ef þeir kynnu það. Látum ekki villa okkur sýn og telja okkur trú um að gerendur séu fórnarlömb !
Spillingar-veislukóngarnir og fylgjendur þeirra, þeir sem voru arkitektar Hrunsins, hafa aðeins að litlu leyti uppskorið það sem þeir sáðu til með himinhrópandi græðgi sinni sem öll var á kostnað alþjóðar. Varnarlið þeirra - í kerfinu og utan kerfisins, getur aldrei þvegið þá hreina í augum þjóðar sem enn er í sárum eftir siðlaus glæfraverk þeirra !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)