Leita í fréttum mbl.is

Undir bláu brennimarki !

 

 


Íhaldinu er tjón ađ trúa,

tíđum vill ţađ sannast enn.

En verra er jafnvel viđ ađ búa

vinstri grćna hćgrimenn !

 

Hugmyndafrćđilega gengur síđasta stjórnarmyndun ţvert á pólitískar stöđulínur og svo virđist í flestu ađ Sjálfstćđisflokkurinn, eđa hiđ dćmigerđa íhald, hafi haft ţar vinninginn. Allir vita ađ Framsóknarflokkurinn hefur veriđ mjög hćgrisinnađur frá ţví ađ Halldór Ásgrímsson sveigđi hann til ţeirrar áttar, svo hann hefur bara veriđ í ţeirri stöđu síđan ađ vera fylgihnöttur Sjálfstćđisflokksins - eđa litla íhaldiđ !

 

Vinstri grćnir voru hinsvegar á góđri leiđ međ ađ tryggja sér ţá stöđu ađ vera forustuafliđ til vinstri ţegar ţeir tóku upp á ţví ađ skíta á sig međ ţeim hćtti sem ţeir gerđu. Afgerandi tilraun af ţeirra hálfu til ađ sameina félagshyggjuöflin í landinu til ríkisstjórnar-ţátttöku var aldrei gerđ. Ţar létu ţeir Framsókn véla sig af leiđ !

 

Ţó var stađan sú ađ Samfylkingin virtist undir róttćkari og vinstrisinnađri forustu en oftast áđur og raunhćfir möguleikar á ađ einangra íhaldiđ og koma ţví út úr landsstjórninni voru líklega betri en lengstum áđur !

 

Sjálfstćđismenn misstu 5 ţingsćti og núverandi formađur flokksins er talinn mađur spillingar í augum fjölmargra. Kjöriđ tćkifćri til ađ koma flokknum frá völdum var ţví fyrir hendi en ţví var ekki sinnt af forustu VG. Flokkurinn sem talinn var lengst til vinstri var allt í einu orđinn algerlega einsýnn til hćgri og svo fíkinn í völd og frama ađ öllu virđist hafa veriđ fórnađ fyrir ráđherrastólana !

 

Hvađ gekk Vinstri grćnum eiginlega til ? Féll öll forustan ţar - eins og Kata - fyrir forsćtis-ráđherrastólnum ? Er ekki augljóst mál ađ VG mun tapa á ţessum villu-viđsnúningi sínum og ćtti skiliđ ađ fá herfilega útreiđ viđ nćstu kosningar ?

Ég vona bara ađ sú útreiđ verđi svo afgerandi ađ hún slái ţennan aumingjaflokk alveg út af hinu pólitíska korti. Hann á ekki annađ skiliđ eftir sleikjuháttinn viđ íhaldiđ, en fólkiđ í landinu á skiliđ ađ fá heilsteyptari vinstri flokk upp á kortiđ í stađinn !

 

Hver skyldi svo stefna ţessarar furđulegu ríkisstjórnar vera ? Er hún vinstrisinnuđ og félagshyggjuvćn ? Nei, slík stefna er ekki gerleg međ íhaldiđ innanborđs ! Hver er ţá stefnan, er hún hćgrisinnuđ og auđvaldsvćn ? Já, hún getur alveg veriđ ţađ ţví VG er ekki lengur neitt afl sem hindrar slíkt. Sumir tala um fjarstýringu í ţeim efnum. Forustan í VG er bara ánćgđ međ ađ vera viđ völd, skítt međ stefnuna !

 

Hver skyldi svo stađan vera - eftir ţetta sérgćskufulla og ómerkilega valdabrölt VG, - séđ af sjónarhóli ţess fólks sem vill í alvöru berjast gegn allri spillingu ? Jú, Bjarni Ben er aftur orđinn fjármálaráđherra og Kristján Ţór Júlíusson sjávarútvegsráđherra. Hvorugur ţessara manna telst ćskilegur valdamađur í augum ţeirra sem vilja hreint borđ og trúverđuga međferđ mála. Og ţeir eru leiddir til áframhaldandi valda í umbođi VG !

 

Kristján Ţór segist telja sig geta tekiđ ákvarđanir um sjávarútvegsmál ţar sem Samherji kemur ekki viđ sögu, en Samherji kemur alls stađar viđ sögu í íslenskum sjávarútvegi og ţađ veit Kristján Ţór auđvitađ eins og ađrir. Kvótakerfiđ er ađ mínu mati í traustum vinarhöndum hjá hinum nýja sjávarútvegsráđherra og VG hefur sýnilega lagt flokkslega blessun sína yfir ţá stöđu mála !

 

Mér liggur nú bara viđ ađ segja, af hverju stigu menn ekki skrefiđ til fulls og gerđu Ţorstein Má sjálfan ađ sjávarútvegsráđherra ? Mátti ekki gera ţađ alveg eins og ađ skipa umhverfismálaráđherrann úr hagsmunahópi úti í bć ?

 

VG hefur tapađ trúverđugleika sínum og ţar anađi öll forustuhjörđin á eftir formanninum - ađ ţví er virđist í blindri persónudýrkun. Sú var nú öll félagshyggju-afgreiđslan ţar á bć. Einhver hefđi nú haldiđ ađ ţar vćri horft hćrra en ađ taka viđ hćkjuhlutverki ţeirrar Björtu framtíđar sem aldrei skilađi sér. Fyrir kosningar og jafnvel fyrst eftir ţćr hefđi varla nokkur mađur búist viđ slíkum vinnubrögđum af hálfu forustu VG !

 

Svikagjörningur flokksins mun hafa mikil og varanleg áhrif á stjórnmálin á komandi árum og ekki til góđs. Kata Kobba hefur sýnt ađ hún er ekki merkilegur leiđtogi og hún verđur varla langlíf í marktćkri forustu hér eftir, ef ađ líkum lćtur, og Skalli karlinn er orđinn áttavilltur í meira lagi og sýnilega litblindur í ţokkabót !

 

Eftir valdatíma núverandi stjórnar mun koma sá tími ađ VG mun reyna ađ endurheimta fyrri stöđu og ţann trúverđugleika sem henni fylgdi, reyna ađ taka sér stöđu á ný sem ađal andspyrnuafl gegn íhaldinu !

 

En ţađ verđur ekki auđvelt mál. VG forustuklíkan er nú orđin sambćrileg viđ Framsóknarflokksforustuna í sleikjuhćtti viđ íhaldiđ, svo traustiđ getur ekki orđiđ ţađ sama. Ţađ endurheimtist ekki svo glatt eftir ţau stefnusvik sem framin hafa veriđ.

 

Bláa brennimarkiđ mun nefnilega fylgja VG hér eftir !

 

Nýr flokkur – trúr sínum stefnumiđum - ţarf nú sem fyrst ađ koma fram til vinstri !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 365495

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband