Leita í fréttum mbl.is

Sérfrćđingaveldiđ !

 

Eitt síđasta sjónvarpsviđtal sem haft var viđ Lúđvík Jósepsson áđur en hann hćtti ţátttöku í stjórnmálum, endađi međ ţví ađ hann var spurđur hvort hann hefđi einhver ráđ til ţeirra sem hygđust taka ţátt í stjórnmálum eđa vćru ţar til stađar ?

 

Lúđvík svarađi ţví til, ađ eitt vćri ţađ sem hann teldi sérstaklega mikla ţörf fyrir stjórnmálamenn ađ athuga og eiginlega vara sig á.

Nú vćri svo komiđ ađ ćpt vćri eftir áliti yfirlýstra sérfrćđinga í hverju máli og međ ţví vćri raunveruleg hćtta á valdatilfćrslu sem vćri hreint ekki eđlileg og fráleitt í anda lýđrćđislegs stjórnarfars.

 

Stjórnmálamenn yrđu ađ gera sér grein fyrir ţví ađ ţó ţeir nýttu sér álit sérfróđra ađila til aukinnar innsýnar í mál, mćttu ţeir ekki leggja mál alfariđ á vald slíkra sérfrćđinga og í endanlegan dóm ţeirra. Ţađ vćri ţeirra, sem kosinna fulltrúa ţjóđarinnar, ađ taka ákvarđanir og bera síđan ábyrgđ á ţeim !

 

Lúđvík tók margsinnis af sér gleraugun og sveiflađi ţeim til aukinnar áherslu á orđum sínum er hann mćlti ţessi viđvörunarorđ og ekki vantađi ađ hann vissi hvađ hann söng. Ţađ sem hann sagđi í ţessu viđtali hefur nú löngu sannast !

 

Stjórnmálamenn síđustu ára ganga fyrir sérfrćđiálitum og styđjast - ađ segja má - svo til alfariđ viđ ţau. Ábyrgđin á teknum ákvörđunum er svo einhversstađar í einhverju tómarúmi kerfishyggjunnar !

 

Nú eru ţađ sérfrćđingarnir sem ráđa í gegnum stjórnmálamennina og ţurfa samt ekki ađ bera neina ábyrgđ. En sérfrćđingar eru misvitrir og sumir ţeirra geta beinlínis veriđ hćttulegir fyrir almannaheill. Mörg fjársóunin hefur orđiđ fyrir ţeirra tilverknađ !

 

Mörg dćmi eru til um ţađ ađ ráđgjöf sérfrćđinga getur veriđ varhugaverđ fyrir stjórnmálamenn. Sérfrćđingarnir eru líka menn og hafa sínar skođanir og oft vill svo fara ađ ţćr gćgist nokkuđ í gegnum ráđgjöf sem á ţó ađ vera fagleg !

Ţar er ţví stundum ekki allt sem sýnist og ţörfin rík ađ kunna ađ vega og meta af skynsemi og dómgreind ţađ sem fram er sett !

 

Steingrímur Hermannsson segir í ćvisögu sinni ađ hann hafi sem forsćtisráđherra stuđst viđ ráđgjöf Jóns Sigurđssonar forstjóra Ţjóđhagsstofnunar og lýkur hann lofsorđi á Jón fyrir störf hans. En hann segir jafnframt ađ hann hefđi ţurft ađ hafa nokkurn vara á sér ţegar Jón var annarsvegar. Honum hefđi veriđ tamt ađ halda fram sínum eigin viđhorfum í ţeirri ráđgjöf sem hann veitti. Steingrímur sagđist ţví hafa lesiđ ţađ sem frá honum hefđi komiđ međ athygli, en jafnframt gagnrýnu hugarfari !

 

Margir sérfrćđiráđgjafar eru líklega síđri ađ atgervi en umrćddur Jón Sigurđsson. Og fyrst hann féll í ţessa gryfju međ ráđgjöf sinni, ađ mati Steingríms Hermannssonar, hverju má ţá búast viđ af lakari ađilum ?

 

Hvađ skyldu margir stjórnmálamenn vera á verđi fyrir slíku ?

 

Sérfrćđingarnir í nútímanum eru eins og hershöfđingjar í dátaleik, ţeir etja öđrum á allskyns forćđi og ţegar illa fer hafa ţeir hvergi komiđ nálćgt, en gangi vel gegnir öđru máli.

Ţá vilja ţeir fá fulla stađfestingu á ţví hvađ gildi ţeirra hafi veriđ mikiđ og merkilegt !

 

Bak viđ lýđrćđislega kjörna fulltrúa standa ţeir svo eins og sjálfar stođir viskunnar og fjarstýra ţeim líklega nokkuđ mörgum í krafti ţeirrar ofurtrúar á hćfni ţeirra sem ríkjandi virđist vera, ţó hún hafi víđa orđiđ sér til skammar í seinni tíđ svo ekki sé meira sagt !

 

Lýđrćđislega kjörnir fulltrúar verđa ađ hafa burđi og getu til ađ axla ţá ábyrgđ ađ taka ákvarđanir međ ţjóđarheill í huga. Ţeim er fengiđ ţađ vald í hendur en ekki ráđgjöfum sem standa í skugga ađ tjaldabaki !

 

Sérfrćđingar, ef sannir eru og reynast, eiga vissulega ađ geta hjálpađ til viđ ađ finna góđar lausnir, en ţeir eiga ekki ađ stjórna málum. Geri ţeir ţađ, búum viđ ekki í lýđrćđisríki lengur heldur sérfrćđingaveldi og ţađ fyrirkomulag stjórnunarmála er engum gott og allra síst til lengdar !

 

Hvađ skyldu annars margir ţingmenn sitja á alţingi nú sem hafa kjark og burđi til ađ taka eigin ákvarđanir, í stađ ţess ađ framvísa sérfrćđiáliti sem skođun sinni ?

 

Ţađ vćri fróđlegt ađ vita ! Ég held ađ ţeir séu fáir og verđi stöđugt fćrri. Ţađ eru tákn tímanna – ađ ţćgilegast sé ađ velta ábyrgđ sinni á ađra !

 

En sérfrćđingarnir eru hinsvegar engu síđur ábyrgđarlausir en stjórnmálamennirnir sem ganga fyrir ráđgjöf ţeirra, og ţjóđhagsleg niđurstađa mála ţví býsna oft á hverfanda hveli eins og reyndar dćmin sanna !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 169
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 365636

Annađ

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband