Leita í fréttum mbl.is

Um Gísla á Uppsölum og hjábörn mannlífsins !

I.

 

Viđ vitum svo fátt um ferli ţađ,

og fjölmargt án tafar rengjum,

sem hrćrist mönnum í hjartastađ

og hreyfir viđ sálarstrengjum.

Ţađ gerist svo margt í heimi hér

í hugsunar innstu málum,

sem hjartađ úr mörgum manni sker

og misţyrmir ótal sálum.

 

Til bjargráđa oft er ćriđ fátt

á áranna ţrautagöngu.

Og ţví hafa allt of margir mátt

mćđast í fári ströngu.

Ţađ reynist oft lífsins lćgsta stig,

sem lamar međ öfugstreymi,

ađ hverfa ţar inn í sjálfan sig

og svelta í luktum heimi.

 

Margur sem ţannig alveg einn,

í alveldi gćfuslita,

finnur í öllu ađ ekki neinn

vill af honum nokkuđ vita,

- gleymist ţannig sem agnar ögn,

umhyggju hverri rúinn,

ţekkir ei neina sólar sögn,

á sál og líkama búinn.

 

Viđ vitum af einum sem bjó viđ böl

en bar ţađ af ţolinmćđi,

ţó oft hafi ţjáđ hann innri kvöl

međ öđru en lítilrćđi.

Ţeim ađstćđum sem ţar allri von

eyddu á vegferđinni,

kynntist hann Gísli Gíslason

gjörla á ćvi sinni.

 

II.

 

Viđ ţekkjum hann Gísla á ţjóđlegan máta

sem ţraukađi á lćgstu skör.

Og virtist í öllu líf sitt láta

líđa viđ engin kjör.

En sálarlíf hans er heimspekigáta

sem hlýtur ađ kalla á svör.

 

Ađ lifa og vita af veröldinni

er víđasthvar fólki tamt.

Hjá mönnum sem hafa ekki af mörgu kynni

er mótlćtis bragđiđ rammt.

Ţeir eyđa ţví löngum ćvi sinni

viđ afspyrnu nauman skammt.

 

Og Gísli karlinn í koti sínu

var klárlega einn af ţeim.

Hann stritađi viđ ţađ starfs í brýnu

ađ standa á fótum tveim.

Og bjó viđ ţá einu leiđarlínu

- ađ lifa viđ ţröngan heim !

 

En svo varđ hann allt í einu frćgur

viđ umfjöllun fréttamanns.

Og heim ađ Uppsölum sótti sćgur

er sjá vildi veröld hans,

og líta, – sá áhugi er eđlislćgur,

einhvern međ ţyrnikrans !

 

Viđ finnum ţar eitthvađ í fari hins eina

sem fer ekki almannaslóđ,

og virđist ei hafa hugsun neina

viđ heimslegan efnasjóđ.

Og kannski er ţar sagan hjartahreina

sem hreyfir viđ okkar ţjóđ ?

 

Margur sitthvađ í máli hvíslar

um mannlífsins rofabörđ.

Ţađ finna ýmsir til fárs og píslar

og fjötrast viđ kjörin hörđ,

svo ţađ verđa eflaust alltaf Gíslar

á Uppsölum til á jörđ !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 815
  • Frá upphafi: 356660

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband