27.7.2018 | 14:59
Brot úr Íslandssögu !
Því miður virðist svo komið að hroki sé orðinn að meiriháttar dyggð í hugarheimi býsna margra Íslendinga. Það er nú ekki ýkja langt síðan hér á landi var sultur og seyra og allsleysi víða í ranni. Þá varð lunginn af landsfólkinu að berjast við fátæktina hörðum höndum allar stundir og þó dugði sú barátta ekki til að tryggja afar nægjusömu fólki nauðþurftir !
Í Reykjavík var eymdin slík, á þeim stað sem nú er höfuðvígi hrokagikkja landsins, að það þurfti að safna fé um allt land veturinn 1876-1877 handa íbúum þar og öðrum innnesjabúum við Faxaflóa. Það var nú ekki burðugra upplitið á almennum lífskjörum í höfuðstaðnum þá. Menn voru nánast að deyja þar úr hungri !
Frá þeim tíma er líklega hin öfugsnúna kenning um að landsbyggðin lifi á höfuðborginni !
Skömmu áður hafði 1000 ára afmæli Íslands byggðar verið haldið hátíðlegt og töluverðum fjármunum verið varið til hégómans, enda var þar fyrst og fremst um að ræða hátíð broddborgaranna og danadindlanna. Þeir vildu fá sitt úr landssjóði. Og þetta var náttúrulega löngu áður en arðránið í landinu fór að hygla höfuðstaðnum í öllu á kostnað landsbyggðarinnar !
Árið 1890 bjuggu 88,9% landsmanna í sveitum en aðeins 11,1% í kaupstöðum og verslunarstöðum. Árið 1901 eru sambærilegar tölur 80,2% á móti 19,8% og 1910 eru þær 67,8% og 32,2%. Miklar breytingar voru að verða við myndun þéttbýlisstaða, en samt var fátæktin á þeim stöðum voðaleg framan af og allsleysið ólýsanlegt !
Fólkið flýði úr yfirfullum sveitunum út að sjónum. Þar var hægt að lifa ef einhver bátskel fékkst. Þá var veiðin öllum frjáls en það er löngu liðin tíð. Kvótakerfið hefur séð til þess að sérhagsmunirnir drottna þar að mestu eins og víðar !
Sveitarhöfðingjarnir sem voru að missa fólkið burt sáu fram á að arðráns-möguleikar þeirra fóru hraðminnkandi. Heiðakotin voru ekki lengur setin. Þeir og fylgifiskar þeirra töluðu um iðjuleysi og ómennsku fólksins sem legði grunninn að ævilangri vesalmennsku þess, og slík orð og önnur ámóta áttu greiða leið í þingskjöl á þessum árum og vitna um beiskju gömlu kúgaranna. En gróðapungar vaxandi borgarastéttar sáu stöðuna hinsvegar þveröfuga og hlökkuðu eins og hrafnar yfir sínum arðránsmöguleikum sem margfölduðust á sama tíma !
Og nýir kúgarar tóku vissulega við. Saga hins viðtakandi arðráns er víða til og það í fjölbreyttum myndum og hver sem er getur kynnt sér hana. Réttarstaða alþýðunnar var lítil sem engin því engin yfirvöld voru í raun að hugsa um almannahag. Séra Jónarnir og aðrir af því tagi gengu alls staðar fyrir. Það er hægri hefðin !
Fardagaárið 1901-1902 leituðu 7,8% landsmanna til sveitarinnar vegna fátæktar og þá voru landsmenn 78.470 svo að sveitarlimirnir voru á sjöunda þúsund talsins.
Þeir voru yfirleitt boðnir upp og sá sem bauð lægst hreppti sinn þræl á kostakjörum. Þar var líka aðbúðin oftast verst og sumir dóu af afleiðingum þess hvernig níðst var á þeim. Það vantaði ekki þrælahaldara á Íslandi þá frekar en endranær. Manni verður óglatt að hugsa til þess hvernig farið var með fólk hér áður fyrr !
En svo hófst verkalýðsbaráttan og smátt og smátt tókst að kenna verkafólki að ganga upprétt. En það tók langan tíma og kostaði miklar fórnir. Það var samt margsinnis reynt að kúga fólk aftur ofan í sama gamla eymdarfarið og ekki síst í kreppunni eftir 1930. En þá var fólk búið að læra það að standa saman um rétt sinn og gaf sig ekki, en þeim lærdómi hafa flestir glatað nú til dags. Nú hafa nefnilega svo til allir áhyggjur af eignum sínum því flestir eiga eitthvað í dag og hugsa bara um sitt, en þegar fólk átti ekki neitt stóð það saman !
Sérhagsmunaveiran getur sýkt ótrúlegasta fólk og gert það sálarlega andstyggilegt !
Við Íslendingar höfum lengstum verið merktir því óláni að hafa aldrei haft sómasamleg stjórnvöld. Fjármálastjórn í landinu hefur til dæmis aldrei verið til með þjóðlegum og ábyrgum hætti. Það sem ég vil kalla sérhagsmunasvínarí hefur þar alla tíð setið í fyrirrúmi og ekkert er þar á betri vegi nú nema síður sé !
Og nú er verið að halda upp á 100 ára fullveldi þjóðarinnar sem hefur þó eiginlega aldrei verið til í raun. Hátíðauppákomur eru í gangi og verða víða á árinu sem munu líklega kosta meira í heild en launabætur lífsnauðsynlegra ljósmæðra landsins !
Við þurfum svo sem ekki að halda upp á mikið, við höfum allan þennan fullveldistíma verið lítið annað en fylgirakkar erlendra ríkja, fyrst Danmerkur, svo Bretlands og síðast Bandaríkjanna. Og í gegnum það höfum við auðvitað tilheyrt Nató - hinu háheilaga varnarbandalagi vestrænna ríkja. Fyrir það vildu og vilja margir öllum þjóðréttindum fórna, landhelginni sem öðru. Sérhvert ríkisstjórnarhöfuð beygir þar kné sín og auðsýnir þar dýpstu lotningu sína, sem sýnd er þá í hvívetna. Sú tilbeiðsla hefur sannast fram á þennan dag !
Mikið vildi ég að fullveldið hefði verið ekta og að við Íslendingar hefðum haft þann manndóm í okkur að halda okkur utan við allar þjóðadeilur og stórveldapólitík eins og yfirlýst hlutleysi í upphafi átti að tryggja. En þeirri stefnu var fljótlega spillt og enn sem fyrr virðast fornu handritin fyrst og fremst vera okkur til gildis sem þjóð, þó þau séu enn að hálfu leyti eða meira í eigu og höndum dana !
En þrátt fyrir þá aumu stöðu og annað sem áfátt er, berjum við okkur á brjóst alla daga og belgjum okkur út, þykjumst nánast vera nafli allrar tilveru, eins og þegar við ætluðum hérna um árið að taka yfir fjármál heimsins. En ósköp kollótt verður nú birtingarmyndin, þegar mikilmennskubrjálæðið breiðir sig yfir minnimáttarkenndina, sem náttúrulega er fyrst og fremst ráðandi í þjóðarsálinni þegar allt kemur til alls !
,,Miklir menn erum við, Hrólfur minn !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 28
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 1308
- Frá upphafi: 367433
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1148
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)