Leita í fréttum mbl.is

Trójuhestur Evrópu !

 

Herjað hefur verið á þjóðmenningar Evrópu á umliðnum árum með þeim hætti að það er löngu orðið tímabært að spyrna þar við fótum. Undir flaggi fjölmenningar hefur verið siglt á allar okkar hafnir og reynt að yfirtaka þær.

 

Beitt hefur þar verið allskonar blekkingum og svikræði með linnulausum áróðri sem hvergi fær staðist í ljósi staðreyndanna. Það undarlega ferli verður trúlega rannsakað ofan í kjölinn þó síðar verði, enda full nauðsyn á því að gera því skil með afgerandi hætti !

 

Hvað er þjóðmenning ? Það er að halda tryggð við arf feðra og mæðra, arf kynslóðanna sem okkur hefur verið fenginn til frekari ávöxtunar. Frumskylda okkar er að sinna þeim arfi og þeim garði sem hann innifelur. Það er í alla staði gott og gildisbært verk að fólk hlynni að sínum heimaarfi og vaxti hann til góðs !

 

En svo koma aðrir og vilja leggja garðinn undir sig, vilja fylla hann af öðrum gróðri og gera hann að einhverju allt öðru en hann hefur verið, jafnframt því að leggja undir sig ávextina af honum og gera sér gott af þeim. Ræktendur garðsins eiga þar engu að ráða og þeirra ágóðahlutur er stöðugt borinn fyrir borð og jafnvel gerður að engu. Og það er gert af þeim sem kosnir hafa verið til að gæta hagsmuna þeirra sem ræktað hafa garðinn. Þetta er það sem hefur verið að gerast mjög víða í Evrópu !

 

Allt mannlíf miðast við að búa í haginn fyrir sig og sína. Það er ekkert rangt við það að þeir sem safna með heiðarlegum hætti ágóða af erfiði sínu í hlöður fyrirhyggjunnar njóti þess þegar þar að kemur. En það er hinsvegar engin sanngirni í því að sá ávinningur fari í annarra hendur, einhverra sem ekkert hafa lagt til og koma bara inn í dæmið til að verða afætur og ræna aðra réttmætri eftirtekju starfs og fyrirhafnar !

 

Góð þjóðhagsleg staða sem tryggt getur þeim sem byggt hafa hana upp ásættanleg hlunnindi á efri árum er lífsmarkmið sem keppt hefur verið að og kostað hefur sitt. Þeir sem hafa lagt þar inn eiga að sjálfsögðu réttinn til að taka þar út !

 

Kenningin um fjölmenningarsamfélagið hefur snúið þar öllum eðlilegum forsendum á hvolf. Réttur þeirra sem koma að utan er allsráðandi og valtar yfir rétt þeirra sem fyrir eru. Fjárhagur samfélagsins er bókstaflega yfirtekinn í þágu þeirra sem þar hafa ekkert lagt til !

 

Sænsk stjórnvöld hafa til dæmis fórnað gífurlegum fjárupphæðum af áunnum samfélagslegum auði sínum til innflytjenda og í Noregi hefur ekki verið staðið öllu betur að málum. Hagkerfi þessara landa, ásamt allri þeirri velferð þegnanna sem byggð hefur verið upp, gætu hreinlega hrunið að lokum, ef áfram verður haldið að ausa þjóðarauðnum í þá sem ekki hafa á nokkurn hátt til hans unnið og halda áfram að leggja lítið sem ekkert til !

 

En nú virðist sem betur fer vera farið að rofa til. Víða um Evrópu er vaxandi skilningur á því að fjölmenningarstefnan bjóði ekki upp á neitt nema skipbrot þjóðmenningarlegra gilda og yfirtöku framandi menningar með allt önnur gildi, sem sum hver ganga þvert á skilning okkar á því hvað sé mannsæmandi framferði !

 

Við getum ekki meðtekið slíkt innstreymi, í þeim mæli sem það hefur verið, nema á kostnað okkar eigin gilda; með því einu að fórna því sem krafist er með sífellt meiri ágangi að fórnað sé, - og virða þannig einskis okkar eigin menningu og arfleifð ?

Hverjir vernda okkar gildi ef við gerum það ekki sjálf ?

 

Breski sagnfræðingurinn Arnold J. Toynbee sagði: ,, Menningarheimar deyja ekki vegna þess að þeir eru ráðnir af dögum, þeir deyja vegna þess að þeir fremja sjálfsmorð !” Evrópa var virkilega á leiðinni að slíku sjálfsmorði, en nú virðast menn, sem betur fer, farnir að ná áttum og virðast tilbúnir að verja það sem skylda þeirra er að verja og skila því áfram í menningarlegu samræmi við sögu okkar og arfleifð !

 

Fjölmenningin hefur sýnilega átt að verða einhverskonar Trójuhestur Evrópu, – en nú gera stöðugt fleiri sér grein fyrir því að þar hefur falsið eitt verið á ferð í formi rangrar kenningar. Nytsamir sakleysingjar mega ekki láta glepjast lengur af þeirri ginningarbeitu sem fjölmenningin hefur verið. Nógur er skaðinn þegar orðinn !

 

Hefja þarf öfluga hugarfarslega gagnsókn gegn þeim ágangi sem verið hefur á þjóðfélagslega stöðu okkar og söguleg og menningarleg gildi. Sú sókn þarf að hefjast í andlegum skilningi frá Kahlenberg, - svo verja megi Vín og aðrar borgir Evrópu í þágu þeirrar menningar sem er sameiginlegur arfur álfunnar og þjóða þeirra sem hana byggja !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 138
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 365605

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 619
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband