Leita í fréttum mbl.is

,,Viđkvćmnin er vandakind !”

 

Pólitíkin er alltaf söm viđ sig, fölsk og tćkifćrissinnuđ. Ţađ mátti svo sem vita ţađ ađ ýmsir á ţeim vettvangi myndu reyna ađ nota Klausturbars máliđ til ađ drýgja sitt pund međ einum eđa öđrum hćtti. Ţađ er hinsvegar engum til sćmdar ađ taka ţannig á málum. En ţađ verđa oftast einhverjir til ţess ađ vilja grćđa á annarra glópsku !

 

Ţeir sem hafa óneitanlega orđiđ viss fórnarlömb óvćginnar umrćđu, ţar sem menn fóru langt fram úr sjálfum sér í samfélagi viđ Bakkus, ţurfa ađ kunna sér hóf í lýsingum af vanlíđan sinni og kvöl út af ţví sem gerđist. Ţar virđist fariđ nokkuđ mikiđ offari og tilfinningasemin ráđa frekar en skynsemin !

 

Ég á til dćmis erfitt međ ađ trúa ţví ađ ţúsundir Íslendinga hafi hringt út af ţessu máli í tiltekna manneskju. Dramatíkin er oftast tiltölulega stutt frá pólitíkinni og reynslulýsingar geta auđveldlega orđiđ mjög yfirdrifnar. Betra er ađ hafa báđa fćtur á jörđinni og heilsteypta hugsun ţegar rćtt er um vandmeđfarin mál !

 

Ef ţjóđţingiđ er ađ verđa nánast óstarfhćft út af ţessu leiđindamáli, hlýtur ađ vera eitthvađ meira ađ ţar en hćgt er ađ rekja međ sanngirni til ţess - eins og sér.

Ţađ er eins og kýlin séu mörg og orđin býsna aum viđkomu, sum jafnvel sprungin !

 

En útilokun á mannlegum samskiptum er sjaldnast leiđ til ađ grćđa sár og ţó ađ sumir ţingmenn vilji meina ađ ţeir taki afskaplega nćrri sér allt sem fer afvega í málum ţings og ţjóđar, verđa ţeir ađ geta haft samskipti viđ fleiri en jásystkini sín, ef út í ţađ fer. Ţađ er lýđrćđisţroski ađ geta umgengist fleiri en ţá sem standa manni nćst og eru manni mest sammála. Sá sem ekki getur slíkt á lítiđ erindi á ţing !

 

Mađurinn er ekki fullkominn og verđur ţađ seint. Klausturbars-máliđ er eitt af ţeim dćmum sem undirstrikar ţađ. Sumir verđa berir ađ fordómum ţegar ţeir sleppa fram af sér beislinu, en ađrir verđa berir ađ fordómum ţegar ţeir fordćma ţá. Eitt er ţó ljóst í umrćddu máli sem mörgum öđrum. Áfengisneysla er ekki eitt af ţví sem á samleiđ međ skynsemi og ábyrgđarkennd. Ţađ vita flestir en drjúgmargir af ţeim drekka samt !

 

Ranghverfa persónuleikans kemur oft fram ţegar fólk er orđiđ ölvađ. Ţá segir ţađ og gerir margt sem ţađ mundi aldrei gera ódrukkiđ. Og merkilegt nokk – ţađ er enginn sérstakur kynjahalli á slíkri framkomu viđ slíkar ađstćđur. Ţađ hendir bćđi konur og karla. Einhversstađar stendur líka – ađ ţađ sé mannlegt ađ hrasa !

 

Í feilsporum fólks ţarf ţví ekki ađ liggja eitthvađ sem kallar á sérstaka hefnd eđa útskúfun. Sumum er ađ vísu gjarnt ađ líta svo á, og viđ vitum ađ langrćkni er víđa til en sjaldnast ţó til ađ bćta málin. En ţeir sem hafa gćskumál samfélagsins helst sem sína stefnuskrá ćttu samt ađ vera eitthvađ nćr fyrirgefningunni en ađrir !

 

Fólk sem missir traust vegna afglapa sinna verđur ađ hafa einhverja möguleika til ţess ađ afla sér ţess ađ nýju. Annađ er óforsvaranlegt. Margir hafa bćtt ráđ sitt og orđiđ betri menn eftir framin mistök. En ţeir verđa ţađ varla ef ţeim eru allar bjargir bannađar til slíks !

 

Leiđin til endurhćfingar liggur alltaf í gegnum erfiđa reynslu, beiskju, sjálfsásökun og samviskubit. En stundum vinnast fagrir sigrar á ţeirri leiđ og dćmin eru mörg um slíkt, raunveruleg og skálduđ, en öll úr heimi mannlífsins. Gleymum ţví ekki ađ séra Ketill varđ ađ Gesti eineygđa !

 

Hlustum ţví ekki of mikiđ á raddir sem virđast vilja búa til öfgakennda framvindu úr ömurlegum uppákomum, tala annarsvegar um ofbeldismenn og stilla hinsvegar upp píslarvottum. Sannleikurinn býr ekki í slíkum sviđsmyndum. Ţađ má ekki kćfa hann međ tilfinningaflóđi í fjölmiđlum. Og allt gengur yfir eins og ţar stendur.

 

Gamli húsgangurinn varđandi vandamál og erfiđleika mannlífsins gildir enn sem fyrr:

 

Ţó ađ blási stundum strangt

stormur raunafrekur.

Ekki ţarf ađ ţykja langt

ţađ sem enda tekur !

 

Ćtli okkur sé ekki öllum skyldast ađ reyna ađ lćra til góđs af ţví sem fyrir okkur og ađra kemur !

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 596
  • Frá upphafi: 365494

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband