15.12.2018 | 13:35
Að fórna miklu fyrir lítið !
Oft hafa kjör kvenna verið slæm í gegnum söguna, en á öllum öldum hafa samt helstu hetjur lífsins verið konur. Þær hafa varið lífið og viðhaldið lífinu, iðulega alið börn sín upp við óbærilegar aðstæður og sigrast á meiri erfiðleikum en nokkur fær skilið í dag. Skaparinn einn veit um öll þau afrek sem þær hafa unnið í liðnum tíma !
Meðan karlar með völd stunduðu það margir hverjir helst að tortíma lífi, voru konur verjendur og brautryðjendur lífsins. Þannig var það lengi vel öllum góðum gildum til blessunar. En því miður sýnast konur hafa fjarlægst það lífsvarnarhlutverk á seinni tímum og nú virðast þær margar hverjar telja það spor til aukins frelsis, ekki síst þær sem meira eru menntaðar á veraldlega vísu, að tortíma lífi strax á frumstigi þess !
Þar virðist gengið gegn þeim anda sem mest og best hefur prýtt konur jarðar frá fyrstu tíð. Sú himintenging er rofin og þar með sýnist slitin hver sú taug sem þroskar, göfgar og uppfyllir mannlega sál. Og fyrir hvað ? Að því er best verður séð - fyrir veraldlega upphefð á markaði hégómans !
Það virðist undarlega siðblind afstaða, að halda því fram að konan ráði alfarið yfir eigin líkama, þegar hún hefur leyft öðrum að hafa þau afnot af honum, sem leitt hefur til þess að nýtt líf hefur kviknað. Hinn aðilinn að getnaðinum hlýtur að eiga einhvern rétt gagnvart því lífi sem er á leiðinni og það getur ekki verið rétt að annar aðilinn, annað foreldrið, ráði því alfarið hvort það líf fái að njóta sinnar verðandi tilveru. Það ætti að vera augljóst í öllu siðferðilegu samhengi málsins !
Það getur aldrei verið rétt þegar einhver pólitísk valdhugsunar sjónarmið eru látin villa fyrir og spilla siðferðilegum rökum og þeir sem þannig tala hljóta að vita betur. Það breytir engu með það þó kvenréttinda sjónarmið eigi í hlut. Það sem er rangt verður aldrei rétt !
En það er hinsvegar ljóst að heimurinn í dag er ekki trúr þeim siðagildum sem fyrri tímar grundvölluðu og hafa lengst af verið leiðsögn til betri mála. Nútíminn virðist helst vilja ryðja öllum siðaboðum úr vegi og þar með hafna óvéfengjanlegum lífsrétti hinna ófæddu !
Margar betri eigindir mannlífsins sem hafa svo lengi blómstrað best í hjörtum kvenna, virðast ekki gera það á sama hátt og áður. Breyttar aðstæður í tíðarandanum virðast hafa farið illa með það pund sem löngum hefur verið rómað sem áskapaðir kostir kvenna. Konur virðast þannig hafa spillst og verið spillt í seinni tíð !
Nútímakonur virðast alls ekki eins sterkar andlega eins og formæður þeirra. Siðlegur bakhjarl er líklega að mörgu leyti veikari og vondur tíðarandi, skapaður af sameiginlegum hroka beggja kynja, karla og kvenna, bætir þar ekki um. Enginn göfgast í meðlætinu og lítillæti vex greinilega ekki með aukinni menntun !
Menntun kvenna í núinu þarf að geta skilað einhverju öðru og betra en því sem þær læra af ósiðum karla. Höfuðmál hverrar kynslóðar karla og kvenna, á auðvitað að vera að vinna lífinu brautargengi saman, og eyða ekki kröftunum í að sundra því sem áunnist hefur, með innbyrðis stríði kynjanna hvort við annað !
Það er svo með nútímann, að þó hann hafi víða búið konum betri kjör efnalega en þær hafa nokkurntíma búið við áður í veraldarsögunni, eru þær líklega óánægðari í dag en þær hafa nokkru sinni verið. Sálarleg staða þeirra sýnist vera full af rótleysi og þær virðast eiga erfitt með að vita hvað þær vilja. Einkum sýnist sú greining eiga við um konur á Vesturlöndum, þar sem hin ytri velsæld er mest !
Konur í okkar heimshluta virðast hafa veitt of mörgu viðtöku á of stuttum tíma og komast sýnilega ekki yfir að melta það með þeim hætti, að það skili þeim raunhæfum ávinningi og auknum styrk. Sálarleg vandræðastaða er aldrei ávísun á trúverðuga velferð !
Það virðist til dæmis hreint ekki æskilegt takmark í huga menntaðrar Vesturlandakonu sem er á fullri ferð til veraldlegrar upphefðar, menntuð og komin með völd og áhrif, að fara að eiga barn. Það gæti að hennar mati líklega eyðilagt fjölmörg tækifæri til frama og farið illa með ferilskrána. Nei, barneignir eru ekki forgangsatriði í heimi hinnar menntuðu og metorðastritandi nútímakonu. Það eitt er víst !
En ef það verður nú samt af barneign, líklega vegna kynbundinnar frekju mótaðilans, hefur hin nýbakaða móðir að öllum líkindum lítinn sem engan tíma fyrir barnið sitt. Það er trúlega flest annað mikilvægara í hennar augum en það að sinna hvítvoðungi. Svo það verður annarra verkefni og kannski vantar þá eitthvað á kærleikssambandið sem löngum áður var svo rómað, þar sem hin gefandi móðurást var allt í öllu !
Það er því meira en hugsanlegt að í náinni framtíð verði hin mikla og göfuga móðurmynd nokkuð öðruvísi í lífi margra en hún hefur verið í gegnum liðnar aldir !
Það gætu þessvegna bráðlega heyrst í einhverjum viðtölum sjónarmið sem ekki hefur borið mikið á áður í sambandi við konur. Eitthvað í líkingu við eftirfarandi tón : ,, Ja, hún mamma, hún er forstjóri í einhverju fjandans fyrirtæki, ég hef aldrei náð neinu sambandi við hana og reikna ekki með því að ég geri það héðan af !
Til mikils er barist eða hitt þó heldur, þegar svo hart er sótt eftir því veraldlega og efnishyggjumarkaða, því hégómlega og yfirborðskennda, að hið mikla og manngildisríka lífsmál gleymist að mestu og hverfur í skuggann !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 365495
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)