Leita í fréttum mbl.is

Um varðveislu þjóðfrelsisins !

 

 

 

Það er ekki sjálfgefið að þjóð búi við frelsi. Í flestum tilfellum er þjóðfrelsi áunnið með einum eða öðrum hætti. Það hafa trúlega einhverjir fært fórnir fyrir það frelsi. En eftir því sem menn búa lengur við það, virðast þeir hafa minni tilfinningu fyrir því að það sé eitthvað sem þurfi að varðveita. Með öðrum orðum, menn fara að halda að það sé sjálfgefið !

 

Í orkupakkamálinu mátti heita að línur væru gerðar eins óskýrar og frekast var unnt. Við getum velt því fyrir okkur af hverju slík staða kom upp ? Sérfræðiálitin gengu sitt á hvað og út frá þeim einum hefði enginn fengið tilvísun á rétta niðurstöðu. Samt eiga þau að vera það sem vísa á veginn !

 

En nú skulum við segja, að allir tilkvaddir sérfræðingar hefðu verið á einu máli um það, að samþykktin fæli í sér skerðingu á fullveldi Íslands. Hefði þá ekki leiðsögnin fyrir þjóðina verið skýr og nánast hver maður tekið afstöðu gegn því að samþykkja slíkt ?

 

Og ef við snúum dæminu við, og segjum að ef allir sérfræðingar hefðu verið sammála um það, að það væri óhætt að samþykkja pakkann því ekki væri um neitt framsal þjóðréttinda að ræða. Hefðu þá ekki nánast allir tekið það gilt og ekki sett sig á móti því ?

 

En nú liggur fyrir að sérfræðiálitin voru ekki samhljóða og raunar hvert uppi á móti öðru. Og þá stöndum við frammi fyrir miklum vafa í þessu sambandi. Engu er sýnilega hægt að treysta alfarið í gegnum hin fengnu álit. Hvar stöndum við þá ?

 

Verðum við þá ekki að hugsa til þess að þjóðfrelsið er ekki sjálfgefið og nauðsynlegt að vaka yfir því. Að þjóðfrelsið sé svo stórt mál að það megi aldrei samþykkja neitt sem hugsanlega getur skert gildi þess. Og þegar vafi er á því hvort svo sé, megi menn ekki leyfa sér að hundsa þann vafa !

 

Í öllum slíkum tilfellum verða menn sem vilja kallast þjóðhollir Íslendingar að segja nei. Við getum ekki og megum ekki leika okkur með fjöregg okkar á neinn veg. Það er ekkert sem menn geta kastað sín á milli í ábyrgðarlausum leik í einhverri von um stundarhagnað !

 

Þjóðfrelsið verður að ganga fyrir öðru í hugsun okkar, því að glata því er höfuðglæpur gagnvart liðnum kynslóðum og jafnframt þeim sem á eftir koma. Samtíðin má ekki fremja slíkan glæp !

 

Enginn vafi má vera á því í neinu máli, að við höldum fullu þjóðfrelsi okkar þegar við gerum samninga við aðra. Ef einhver vafi er varðandi það, þá höfum við aðeins einn sómasamlegan kost, þá verðum við öll að mótmæla og segja ákveðið nei !

 

Önnur afstaða er ekki boðleg og aðeins samboðin þrælum og þjónustumönnum svikræðis. Fullveldismál Íslands eiga ekki að vera verslunarvara og mega aldrei verða það !

 

Það er fyrst og síðast okkar skylda að tryggja að við séum og verðum frjálst fólk í frjálsu landi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 170
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 393994

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 1089
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 149

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband