Leita í fréttum mbl.is

Margföld svik !

 

Enn einu sinni hefur sannast hvađ fulltrúalýđrćđiđ er vafasöm trygging fyrir réttri málsmeđferđ. Enn einu sinni hefur skapast gjá milli ţings og ţjóđar. Enn einu sinni er fólkiđ í landinu svikiđ um réttinn til ađ kjósa um eigin örlög. Margföld hugarfarsleg jarđýta sérgćđa og sérhagsmuna hefur enn einu sinni valtađ yfir grasrótina í landinu og ţar međ ţjóđarviljann !

 

Alltaf getur ţađ valdiđ manni furđu hvílíkir vesalingar geta sperrt sig á tveimur fótum og taliđ sig vera menn ; en samt alltaf veriđ á fjórum fótum ţegar kalliđ kemur ađ utan. Skriđdýrsháttur getur veriđ međ ólíkindum !

 

Hvenćr verđur hćgt ađ koma í veg fyrir vinnubrögđ á alţingi sem hindra ađ mál séu afgreidd gegn vilja ţjóđarinnar ? Hvenćr verđur hćgt ađ setja í lög ađ ţjóđaratkvćđagreiđslu sé skylt ađ halda ef ákveđinn fjöldi kjósenda krefst ţess ? Hvenćr verđur eđlilegt lýđrćđi viđhaft á Íslandi ?

 

Hvenćr verđur framkvćmdavald og löggjafarvald ađskiliđ svo ađ sömu menn sitji ekki ţar á báđum stöđum ? Ţađ er fáheyrt ađ menn eigi ađ hafa eftirlit međ sjálfum sér. Ţađ er ekki ađ undra ţó kerfiđ skili sér illa fyrir almenning. Svik eru alltaf í gangi af ţess hálfu og sjaldnast einföld, ţau eru tíföld, fjörutíu og sexföld, stundum allt ađ ţví hundrađföld. Og skrattanum er sannarlega skemmt yfir lýđrćđis-spillingunni á Íslandi !

 

Getum viđ ekki heyrt landvćtti Íslands kveđa um ţau brigđ sem í gangi eru og hafa veriđ, heyrum viđ ekki jötunninn kveđa međ kuldalegri og djúpri rödd viđ Lómagnúp um fordćđuskapinn í íslenskri pólitík ?

Ef viđ heyrum ţađ ekki heyrum viđ ekki lengur neitt sem íslenskt er !

 

Enn er veriđ ađ undirbúa ađ selja landiđ, ekki í einu lagi heldur í smáskömmtum. Ţađ ţykir víst gefa besta raun. Menn sem vćru taldir ţjóđsvikarar og landráđamenn víđast hvar erlendis virđast geta orđiđ toppásar allra turna hér. Ţađ sýnir andann sem rćđur !

 

Hvergi greinist ţjóđlegt ţor,

ţannig fer hvert áriđ.

Ryđst um land međ rotin spor

Reykjavíkurfáriđ !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 849
  • Frá upphafi: 356694

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 659
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband