9.11.2019 | 10:52
Að glata landinu vegna hugarfarsrotnunar !
Fyrir nokkrum árum var talsverð umræða um uppblástur á Íslandi og þá var talað um að landið fyki burt. Nú mætti segja að landið flyti burt með íslensku laxveiðiánum sem orðnar eru eign útlendra auðkýfinga og aldagömul og endurfjármögnuð þrælslund landsmanna við erlend auðvaldsöfl gerir það að verkum að yfirvöld hér bukta sig bara og beygja !
Það örlar varla á manndómsrænu innanlands gegn slíkum kaupskap, nema þá helst ef auðmaðurinn er af þjóðerni sem ekki þykir æskilegt, eins og til dæmis ef hann væri kínverskur. Litla íslenska krílið á það nefnilega til að belgja sig út og skrækja : ,, Ég vil fá að ráða því hver étur mig !
En hverju skiptir það hver á landið ef við eigum það ekki lengur ? Ef við seljum það úr höndum okkar, hvaða rétt höfum við þá til að blanda okkur í eignarhaldið eftir það ? Fullt af fólki hér, sem á einhver hlunnindi til lands og sjávar, oftast út af erfð, er tilbúið að selja land og annað ef það fær bara nógu gott tilboð eða ,,bunch of money eins og sagt er !
Eins og vitað er gengur nánast allt á Íslandi fyrir peningagræðgi nú til dags. Íslenska örþjóðin, eins sjálfselsk og sérgóð og hún er orðin í nútímanum, á auðvitað ekki lengur skilið að eiga þetta land !
Annars er ekki hægt að segja að þjóðin sem slík hafi nokkurntíma átt þetta land nema í orði kveðnu, hér hafa alltaf aðrir ráðið en hún. Ýmsar svokallaðar vinaþjóðir okkar hafa iðulega ráðskast hér með allt og jafnan haft í skítverkin nægar innlendar senditíkur og svo er enn. En þó þjóðarsagan sé ömurleg í þeim efnum, er ljóst að þetta land hefur alla tíð verið allt of góð eign til að vera í höndum hvort sem er - íslenskra óvita eða útlendra braskara !
Fólk sem á eitthvað hér, fyrst og fremst fyrir erfð sem fyrr getur, hugsar bara um vellystingar augnabliksins. Það vill geta keypt sér hús á Spáni og það haskar sér svo þangað í býlífið, hvenær sem kemur golukaldi eða hríðarél á Íslandi. Hér er nefnilega ekki hægt að lifa segir það !
Og þetta merglausa og af sér gengna eignafólk hefur auðvitað ekki efnast fyrir eigin dugnað, heldur fyrir að selja eignir hér, lönd og hlunnindi, sem það hefur fengið af erfð fyrir atorku eða arðráns-klókindi áa sinna. Það sýnir best hvernig vanþróunin og úrkynjunin er orðin á Íslandi !
Mergurinn er að hverfa úr fólkinu, þessum fáu kvikindum sem hérna tóra og þykjast í mikilmennsku-brjálæði minnimáttar-kenndarinnar enn vera þjóð í eigin landi. Sú mynd er hinsvegar að afhjúpast sem innantóm blekking því þeir sem gera sjálfa sig gildislausa verða fyrstir allra að engu !
Þeir sem ekki eru menn til að hirða um land sitt, nytja auðlindir þess og náttúrulegar gjafir og vilja selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk fullan af silfurpeningum, missa landið í hendur þeirra sem vilja kaupa það og þar með allan rétt til þess !
Og sá veruleiki er einmitt að framkallast fyrir augunum á okkur. Það þýðir ekkert að grenja og kveina eftir á og ætla öðrum að bjarga málunum. Það þarf enginn að búast við því að íslensk yfirvöld bjargi einu eða neinu með framkvæmdavald og þing í viðvarandi undirgefnisstöðu gagnvart erlendu auðvaldi. Hér er engin þjóðleg reisn að neinu leyti til staðar gagnvart útlendum yfirgangsöflum og hefur aldrei verið !
Og breski auðjöfurinn sem hefur byggt upp fjármálaveldi sitt á efnaiðnaði, er nú allt í einu orðinn náttúruverndargúrú. Það mætti halda að í sumra augum væri efnaiðnaður nánast það sama og náttúruvernd, en nei, svo er sannarlega ekki. En sumir hafa hinsvegar verið að vinna að öðru en náttúruvernd í liðnum tíma og haft talsvert upp úr krafsinu, að sagt er !
En nú á að sögn að víxla hlutverkum og fara að hefja björgunarstörf, þegar allt er að sökkva í veröldinni í mengun og viðbjóð eftir fyrri tíma veisluhöld hinnar óheftu gróðahyggju. Í rottubjörgum slíkra veisluhalda hafa aðeins grimmustu nagdýr getað fótað sig í miskunnarlausri samkeppninni hingað til og þar sjáum við manninn !
Ísland er að vísu landið enn sem fyrr, en þjóðin er ekki þjóðin enn sem fyrr. Hún er villt og fortöpuð, hefur gengið á seiðinn í Mammons-tilbeiðslu sinni og trúir nú bara á dollara og pund. Sjálfsvirðingunni hefur hún í raun glatað og þar með mergnum úr eigin beinum !
Skynbragð hennar á andleg verðmæti er farið og nú hangir hún bara í menningar-slepjutaug á Passíusálmunum einum af gömlum vana, eins og flökkuhundur á roði. Allur raunverulegur kristindómur í landinu virðist þar með horfinn, þó steingerð stofnun lafi enn uppi með dauðgeldum hætti !
Og svo heldur fólk að það sé hægt að fagna slíkri niðurbrotsstöðu í þjóðlífinu, stöðu sem í veruleikanum undirstrikar einkum og sér í lagi aðeins eitt yfirgengilegan og óþjóðlegan aumingjadóm þjóðarinnar !
Landið flýtur burt - flýtur burt úr höndum okkar, íslenskur eignarréttur á því er á endanlegri útleið. Dánarvottorð íslensks manndóms, íslenskrar reisnar, liggur þegar á hinu útskitna Íslandsborði, þar sem allt hefur verið merkt takmarkalausri peningagræðgi og botnlausum breyskleika !
Þar er fyrirframskráð hin verðandi dauðaorsök, óhjákvæmilegt andlát af völdum langtíma fjárhagslegrar spillingar og þjóðlausrar uppgjafarhyggju !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 52
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 365519
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)