15.11.2019 | 14:02
Að búa til hreinar ímyndir !
Markaðssetning er mjög fyrirferðarmikið hugtak nú á tímum eins og flestir vita. Það byggist ekki hvað síst á því að kynna einhverja vöru með þeim hætti að hún gangi í augun á fólki og seljist miklu betur en áður. Að sjálfsögðu gildir þá að setja af stað öflugar auglýsinga-herferðir, koma sér upp sívirkri áróðurs-maskínu og tryggja sér stuðning í fjölmiðlum á allra handa máta. Hvað satt er í málum verður þar oft algert aukaatriði !
Þetta er allt þekkt úr fortíðinni, sérstaklega þó frá sögu síðustu aldar, en þó er alltaf eitthvað að breytast og sækja á ný mið í þessum efnum sem öðrum. Markaðssetning á mannfólki hefur hinsvegar til þessa einkum verið innan kvikmynda-iðnaðarins og í tilfellum tónlistarhalds og bókaútgáfu og annarra afmarkaðra sviða, sem þurft hafa að ganga fyrir persónudýrkun að hluta til svo að hægt væri að skila þar sem mestum gróða !
En í seinni tíð hefur spilling meðal stjórnmálamanna sýnilega orðið svo víðtæk og allt um lykjandi í augum almennings, að markaðssetningar-sérfræðingar hafa greinilega í auknum mæli farið að leita að einhverjum sem væru lausir við slík soramörk. Þá virðast augu þeirra hafa farið að beinast að börnum. Þau eru nefnilega svo ung að spilling hefur naumast náð til þeirra svo heitið geti. Þar er sem sagt ennþá hægt að gera út á hina hreinu ímynd !
Við þekkjum feril barnastjarnanna í kvikmyndaheiminum, hvernig æska þeirra var yfirtekin í þágu markaðs-setningar á sakleysi þeirra, hreinleika og æsku, svo að fjármagns-öflin á bak við gætu grætt meira. Við vitum að þau ævintýri enduðu oft með því að ekki fór vel fyrir stjörnunni og veruleikinn var löngum annar en hin tilbúna ímynd virtist bjóða upp á !
Og nú virðist markaðssetning á mannfólki vera að færast yfir á fleiri svið. Stjórnmálasviðið þarf sem fyrr segir á hreinum ímyndum að halda, og þeir sem þar eru komnir til vits og ára hafa að sjálfsögðu ekki neina vist í veruleikanum sem slíkar ímyndir í hugum fólks !
Þessvegna virðist vera farið að blása upp áróðursmyndir af börnum sem vinna afrek og vilja bjarga heiminum. Í flestum tilfellum er þó hægt að sjá þar í bakgrunninum hvernig þetta fer af stað, hverjir skipuleggja hina viðkomandi áróðursherferð og hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að byggja undir hina hreinu ímynd. Þar er sjaldnast einhver eðlileg framvinda mála !
Og með slíkum hætti eða einhverjum afbrigðum af þannig uppsettri línu, fáum við að heyra um börn sem eiga að fylla upp í tómarúmið sem getuleysi hinna fullorðnu hefur skapað. Þannig geta margir komið að því að búa til hreinar ímyndir, eins og Malölu Yusafsai og Gretu Thunberg, ímyndir sem ganga í augun á fólki um allan heim og hrífa það, eins og til dæmis Shirley Temple og Deanna Durbin gerðu í gamla daga !
Og slík börn geta fengið allskyns viðurkenningar og friðarverðlaun Nóbels í kaupbæti og þeim er hampað linnulaust. En þeim er ætlað að axla miklu meira en nokkur glóra mælir með að þau geti. Og ef einhverjir halda að það verði þeim til blessunar að baðast í sviðsljósum á æskuárum sínum og eiga líf sitt í fjölmiðlum við allsherjar athygli, fara þeir hinir sömu villur vega. Það er margsannað mál að slíkt getur leitt til mikillar ógæfu !
Þeir sem glata æsku sinni þannig að hluta til eða að öllu leyti, lenda yfirleitt síðar í tilvistarkreppu. Börnum er ekki ætlað að takast á við það flókna spil sem tengist slíkum lífsferli, og það álag sem því fylgir getur verið meira en lítið eyðileggjandi fyrir líf þeirra og framtíð !
Það er undarlegt að til skuli vera fólk sem ýtir börnum fram með þessum hætti svo maður tali nú ekki um foreldra. Það er sannarlega engin barnavernd finnanleg í slíku framferði. Hvað er þetta fólk að hugsa ? Heldur það virkilega að það sé að búa sér og öðrum til einhvern framtíðar-leiðtoga með svona fjarstýringu, jafnvel heimsleiðtoga ?
Á þannig að búa til einhvern súper aktivista sem tekur rétt á málum og kemur öllu í lag ? Eða vilja þeir sem hanna atburðarásina fórna öllu fyrir frægðina og athyglina sem þessu fylgir, án þess að hugsa nokkuð út í hugsanlegt píslarvætti þeirrar persónu sem þannig er að ég vil segja misnotuð ?
Þó að það kunni að vera rétt að fáir stjórnmálamenn séu til þess færir að halda einhverju hreinleikamerki á lofti, í loftslagsmálum eða öðru vegna spillingar og skorts á tiltrú, er mikil hætta á að verið sé að spilla lífshamingju barna þeirra sem hér er talað um og meiningin virðist vera að markaðsvæða til að fylla í það skarð. Slíkt ætti enginn að gera !
Hvernig eiga börn sem ganga í gegnum slíkt að standa undir væntingum í framtíðinni ? Og hvernig eiga þau að geta tekist á við allar þær spillingaröldur sem munu óhjákvæmilega skella á þeim og það fyrr en síðar ? Ég held að aðstandendur slíkrar markaðssetningar hafi ekki hugsað dæmið af ábyrgð og síst til enda. Mér finnst að með slíku sé í raun ljótur leikur í gangi og eitthvað í meira lagi loðið við slíkar uppstillingar !
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gengur mér vitanlega ekki út á það að markaðsvæðingaröfl og áróðurs-maskínur megi notfæra sér börn og sakleysi þeirra með því að velta þeim inn í voðalegan heim hinna fullorðnu löngu fyrir tímann. Getur nokkur komist heilbrigður frá slíkri meðferð ?
Ég hélt að börn ættu að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum gegn öllu sem getur haft það í för með sér að svipta þau eðlilegri æsku ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 50
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 619
- Frá upphafi: 365517
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 531
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)