19.11.2019 | 22:07
Hvar á vegi erum við stödd ?
Það má reikna með að flestir þeir Íslendingar hafi verið nokkuð slegnir sem horfðu á sjónvarpsþáttinn Kveik þriðjudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Það er að segja þeir sem ennþá þekkja til siðferðis og telja að menn eigi að vera heiðarlegir og fylgja réttum lögum og eðlilegum viðskiptaháttum í skiptum við aðra !
Þeir sem hinsvegar vilja búa um sig til varnar hverju sem er í nafni sérgæskunnar og verja það framferði sem kom óneitanlega skýrt fram í umræddum þætti, hljóta að sýna með því á afgerandi hátt hvernig þeir eru útbúnir að eðli til. En viljum við vera þannig ?
Þegar íslenskt stórfyrirtæki virðist hegða sér nákvæmlega eins og bandarískur auðhringur er ekki á góðu von. Og þegar forráðamenn slíks fyrirtækis virðast taka sér vitandi vits að félögum og jafnaðarmönnum spilltustu pólitíkusa annars lands, staðsetja þeir sig með slíku háttalagi í einu óþjóðlegasta sauðahúsi veraldar. Það er niðurstaða sem hlýtur að vera öllum réttsýnum landsmönnum mikið og hryggilegt umhugsunarefni !
Það er líka hörmulegt til þess að vita, að valdamenn úr röðum Svapo, frelsishreyfingar sem barðist á sínum tíma fyrir sjálfstæði Namibíu, skuli með verkum sínum vera að svíkja þjóð sína um réttmætan arð af auðlindum landsins. Að slíkir menn skuli hafa tekið að sér að hegða sér með sama hætti og fyrrum nýlenduherrar vegna peningagræðgi og sérgæsku, sýnir ljóslega það sem Ritningin segir ,,Ágirndin er rót alls ills !
Og ef það reynist rétt vera, að íslenskt fyrirtæki hafi virkilega lagst svo lágt í auðssöfnun, eins og kynnt var í umræddum þætti, er það ömurlegri birtingarmynd af íslenskum viðskiptaháttum en hægt er við að una !
Eru íslenskir aðilar virkilega komnir á slíkt stig, að nýta sér spillingu meðal annarra þjóða, til að hagnast með svo glæpsamlegum hætti ?
Er það þannig sem ávextir íslenskrar hagsældar eru myndaðir ? Er það þannig sem menn verða ríkir á Íslandi og baða sig í stórmennsku og eignaumsvifum ? Þá var fátæki íslenski kotbóndinn í torfkofanum sínum meiri maður á allan hátt, en þeir afkomendur hans nú til dags sem virðast ekki hika við að níðast á öllu því sem við höfum talið okkur standa fyrir !
Varnarviðleitni meintra brotamanna í þessu máli hefur verið slík að þar hefur ekkert haldið vatni. Hver trúir þeim málflutningi sem forráðamenn fyrirtækisins hafa látið sér sæma að halda fram ? Þar er allt svo aumingjalegt og sálarlaust að það tekur engu tali !
Og forstjórinn talar í nauðvörn sinni um að ráðist hafi verið að fyrirtækinu og starfsfólki þess ? Allir verði sem sagt að sameinast í vörn. Og svo er hann umfaðmaður af móðurlegum konum í starfsliðinu því sennilega er hann orðinn einskonar píslarvottur, - ,, allir vondir við hann Steina okkar !
Svipað þessu var líka talað eftir hrunið af þeim sem síst skyldi. Þá var sagt : ,, Nú erum við öll á sama báti og verðum að verja aumingja Ísland sem hefur orðið fyrir ómaklegri árás !
En það fólst reyndar nokkuð ísmeygilegt efni með í þeim skilaboðum sem þá voru send út, en þau voru á þessa leið : ,,þú hefur að vísu tapað því litla sem þú áttir, en ég hef grætt 300 milljónir ! En það skiptir engu, við erum Íslendingar og þar af leiðandi Samherjar. Við erum í sama liðinu. ...!
En það var og er ekki rétt. Við getum ekki verið í liði með þeim sem féfletta okkur. Hrunið kenndi okkur þá lexíu með dýrkeyptum hætti !
Það hefur að sjálfsögðu enginn ráðist á starfsfólk fyrirtækisins. Ef það verður fyrir einhverjum skaða í gegnum þetta mál, sem vonandi verður ekki, mun það aðeins verða og gerast vegna afleiðinga af því hvernig forráðamenn fyrirtækisins virðast hafa hagað sér. Meinvaldurinn er þá ekki nein utanaðkomandi árás, heldur það sem virðist hafa verið meiriháttar innbyggð siðfræðivilla í stjórnarháttum fyrirtækisins !
Bæjarstjóri Dalvíkur er sagður hafa krafist afsökunarbeiðni fyrir hönd Dalvíkinga vegna einhverra ummæla í Kveik varðandi fiskidaginn mikla.
Ef rétt er eftir haft, má segja að einkennileg afstaða birtist í þeirri kröfu !
Eins og allir vita hafa Dalvíkingar komið fram með miklum sóma alla tíð varðandi þessa landsfrægu hátíð, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Samherji hefur lagt þar til fjármagn og aðstöðu að stórum hluta og án þeirrar aðkomu hefði ekki neinn fiskidagur að slíku umfangi orðið að veruleika. Það verða menn að hafa í huga í þessu sambandi !
Maður getur því spurt, af hverju er fólk í ábyrgðarstöðum að tala með þessum hætti og reyna að beina athyglinni frá kjarna málsins ? Af hverju er talað út frá því að ráðist hafi verið á starfsfólk Samherja, jafnvel íbúa heils bæjarfélags o.s.frv. ? Það er eins og verið sé að safna liði gegn því að hlutirnir séu rannsakaðir ? Eiga kannski sumir að vera ofar lögum ?
Kjarni málsins er auðvitað þessi: Ef fjármagn sem notað er til að gera fólki glaðan dag reynist óhreint og illa fengið, er það ekki boðlegt og engum stætt á því að verja slíkt. Það byggir enginn til lengdar eitthvað blessunarvert á bölvaðri undirstöðu. Við Íslendingar þekkjum frá fornu fari hið sígilda spakmæli - að illur fengur illa forgengur !
Nú er gömul margkveðin tugga höfð uppi af hálfu fyrirtækisins, stjórnvalda og annarra sem tala um þetta sem tilfallandi leiðindamál, eins og eitthvað sem gerðist bara óvart og án þess að nokkur bæri sök eða vissi af því sem fram fór. Menn lentu bara í þessu !!!
Og tuggan er þessi : ,,Það verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn, velta við hverjum steini og fá þetta allt á hreint o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv !
Hafa menn ekki heyrt þetta áður og dettur nokkrum heilvita manni í hug að lyktir málsins verði með þeim hætti ? Er ekki bara verið að halda sjó meðan þrumuveðrið geisar. Þannig vinnubrögð eru svo sem ekkert nýtt !
Var ekki sagt í sjónvarpinu um daginn af sitjandi þingmanni sem á að þekkja til mála með svona hluti í víðara samhengi, ,,að hér á landi virtist ríkja ótrúlega mikil linkind gagnvart allri spillingu ?
Af hverju skyldi það vera ? Skoðið forsöguna, lesið rannsóknarskýrslu alþingis sem stungið var undir stól. Spilling virðist vera orðin svo landlæg farsótt á Íslandi að enginn treysti sér lengur til að berjast gegn henni !
Það er margur Íslendingurinn orðinn meira en lítið dasaður vegna frétta af margskonar svínaríi. Í þeim efnum virðist lengi vera hægt að auka við !
En þó vill maður reyna að trúa því - að síðustu leifum íslensks siðferðis hafi ekki verið sökkt í hafið fyrir utan strendur Namibíu, og að við Íslendingar getum sem samfélag átt áfram einhverja von um að geta notið fyrri virðingar í samfélagi þjóðanna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 53
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 365520
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 534
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)